Stefnir á að spila hér heima í sumar og hefur ekki gefið landsliðið upp á bátinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2020 16:30 Anna Björk stefnir á að vinna sæti sitt til baka í íslenska landsliðinu. Vísir/Getty Anna Björk Kristjánsdóttir, atvinnumaður hjá PSV í Hollandi, stefnir á að spila á Íslandi í sumar. Þetta staðfesti hún í hlaðvarpsþættinum Heimavöllurinn. Þar fór hún yfir víðan völl og ræddi feril sinn hér á landi sem og erlendis. Alls lék miðvörðurinn knái 168 leiki fyrir KR og Stjörnuna áður en hún fór í atvinnumennsku. Fyrst til Svíþjóðar en þaðan fór hún til Hollands á síðasta ári. Nú er ljós að hún mun spila á Íslandi í sumar. Hulda Mýrdal, annar þáttastjórnanda Heimavallarins og fyrrum leikmaður KR, ÍR, Fram og Einherja, ræddi mögulega heimkomu Önnu í sumar í ljósi þess að enginn fótbolti verður spilaður í Hollandi fyrr en í fyrsta lagi 1. september næstkomandi. „Ég er að skoða það,“ sagði Anna aðspurð hvort hún ætlaði að spila á Íslandi í sumar. „Ég er að tala við einhver lið. Ætla ekki að henda því fram núna þar sem þetta er komið svo stutt á veg þar sem það er ekki langt síðan ég frétti það að deildinni yrði slaufað úti. Þá fór ég aðeins að hugsa hvað ætti að taka við næst,“ sagði Anna þegar Hulda þrýsti á hana með hvaða lið hún væri að tala við. Það er samt sem áður ljóst að Anna Björk myndi styrkja öll lið Pepsi Max deildarinnar. „Fór að hugsa hvort það væri ekki sniðugt að koma heim og spila þar sem óvissuástand er í heiminum núna. Um leið og ég fór að hugsa um það varð ég spennt fyrir því. Fékk smá fiðring í magann en það eru mörg lið á Íslandi að gera flotta hluti og eru með frábæra umgjörð.“ Að lokum var Anna spurð hvort hún hefði spilað sinn síðasta landsleik en hún lék síðast með liðinu á síðasta ári. Alls hefur hún leikið 43 landsleiki. „Ég vil ekki meina það. Mér líður vel í líkamanum og finnst ég eiga mörg ár eftir. Stefni á að halda mér í landsliðinu og set metnað minn í það.“ „Er ekkert bara að hugsa um að vera í landsliðinu heldur vill ég komast aftur í byrjunarliðið. Er að hugsa um hvernig ég get bætt mig og minnt á mig. Er ekki að koma til Íslands því ég er södd eða neitt þannig. Sé alveg fyrir mér að spila á Íslandi í sumar og sjá svo hvað tekur við eftir það,“ sagði Anna Björk að lokum. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira
Anna Björk Kristjánsdóttir, atvinnumaður hjá PSV í Hollandi, stefnir á að spila á Íslandi í sumar. Þetta staðfesti hún í hlaðvarpsþættinum Heimavöllurinn. Þar fór hún yfir víðan völl og ræddi feril sinn hér á landi sem og erlendis. Alls lék miðvörðurinn knái 168 leiki fyrir KR og Stjörnuna áður en hún fór í atvinnumennsku. Fyrst til Svíþjóðar en þaðan fór hún til Hollands á síðasta ári. Nú er ljós að hún mun spila á Íslandi í sumar. Hulda Mýrdal, annar þáttastjórnanda Heimavallarins og fyrrum leikmaður KR, ÍR, Fram og Einherja, ræddi mögulega heimkomu Önnu í sumar í ljósi þess að enginn fótbolti verður spilaður í Hollandi fyrr en í fyrsta lagi 1. september næstkomandi. „Ég er að skoða það,“ sagði Anna aðspurð hvort hún ætlaði að spila á Íslandi í sumar. „Ég er að tala við einhver lið. Ætla ekki að henda því fram núna þar sem þetta er komið svo stutt á veg þar sem það er ekki langt síðan ég frétti það að deildinni yrði slaufað úti. Þá fór ég aðeins að hugsa hvað ætti að taka við næst,“ sagði Anna þegar Hulda þrýsti á hana með hvaða lið hún væri að tala við. Það er samt sem áður ljóst að Anna Björk myndi styrkja öll lið Pepsi Max deildarinnar. „Fór að hugsa hvort það væri ekki sniðugt að koma heim og spila þar sem óvissuástand er í heiminum núna. Um leið og ég fór að hugsa um það varð ég spennt fyrir því. Fékk smá fiðring í magann en það eru mörg lið á Íslandi að gera flotta hluti og eru með frábæra umgjörð.“ Að lokum var Anna spurð hvort hún hefði spilað sinn síðasta landsleik en hún lék síðast með liðinu á síðasta ári. Alls hefur hún leikið 43 landsleiki. „Ég vil ekki meina það. Mér líður vel í líkamanum og finnst ég eiga mörg ár eftir. Stefni á að halda mér í landsliðinu og set metnað minn í það.“ „Er ekkert bara að hugsa um að vera í landsliðinu heldur vill ég komast aftur í byrjunarliðið. Er að hugsa um hvernig ég get bætt mig og minnt á mig. Er ekki að koma til Íslands því ég er södd eða neitt þannig. Sé alveg fyrir mér að spila á Íslandi í sumar og sjá svo hvað tekur við eftir það,“ sagði Anna Björk að lokum.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira