Yfir þrjú hundruð milljarða reikningur sem lendir á skattgreiðendum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. maí 2020 20:00 VR hafa aldrei borist fleiri tilkynningar vegna brota á réttindum launafólks en nú. Formaður félagsins vill að fyrirtækjum verði gert að endurgreiða fjárstuðning stjórnvalda ef þau verða uppvís að broti. Atvinnuleysi hefur aukist mikið síðustu vikurnar. Núna um mánaðamótin misstu um fimm þúsund vinnuna í hópuppsögnum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að í árferði sem þessu fjölgi jafnan brotum atvinnurekenda á réttindum launafólks. „Bæði út af því að þessar leiðir ríkisstjórnarinnar, bæði varðandi hlutabótaleiðina og svo þessa nýju leið að greiða stóran hluta af uppsagnarfresti, að þetta hefur verið óljóst. Við höfum fengið mjög mikið af tilkynningum þar sem fyrirtæki hafa bara hreinlega misskilið hvernig úrræðin virka. Mikið af tilkynningum frá fólki sem þarf að vinna meira en 25 prósent en er bara í 25 prósentum. Þetta virðist gæta bara misskilnings en síðan eru líka fleiri tilkynningar sem við fáum og aldrei verið fleiri í sjálfu sér þar sem að fyrirtæki eru sko að brjóta á sem sagt réttindum fólks.“ Skattgreiðendur þurfa að standa undir aðgerðum ríkisstjórnarinnar Ragnar vill að fylgst sé vel með atvinnurekendum. Sérstaklega þeim sem nýta sér nú úrræði ríkisstjórnarinnar. „Það verði gerð krafa á endurgreiðslu verði brotið á réttindum launafólks. Við vitum nákvæmlega hverjir þurfa að borga reikninginn fyrir þetta allt saman. Hann er væntanlega að detta yfir þrjú hundruð milljarða. Allavega þeir tékkar sem hafa nú þegar verið skrifaðir út og það munum við almenningur, skattgreiðendur í landinu, þurfa að standa undir.“ Heimavinna reynist þeim efnaminni oft erfiðari Vinnuveitendur hafa margir hverjir farið fram á það að fólk vinni heima og hafa sumir gert það í einn og hálfan mánuð. Þeir sjá ekki fyrir endann á því á meðan að tveggja metra reglan er í gildi. Ragnar segir þetta íþyngjandi fyrir marga sem hafa kvartað yfir þessu til félagsins. „Þá erum við að horfa á hluti sem snúa bara að búnaði sem fólk er jafnvel að leggja sjálft fram. Krafa um vinnu á heimili þar sem jafnvel er ekki aðstaða til. Við vitum það að þeir efnameiri hafa meira pláss, búa í stærri húsum en efnaminni fjölskyldur og einstaklingar sem eru skikkaðir til þess að vinna heima eru kannski í misgóðum aðstæðum til þess.“ Vinnumarkaður Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
VR hafa aldrei borist fleiri tilkynningar vegna brota á réttindum launafólks en nú. Formaður félagsins vill að fyrirtækjum verði gert að endurgreiða fjárstuðning stjórnvalda ef þau verða uppvís að broti. Atvinnuleysi hefur aukist mikið síðustu vikurnar. Núna um mánaðamótin misstu um fimm þúsund vinnuna í hópuppsögnum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að í árferði sem þessu fjölgi jafnan brotum atvinnurekenda á réttindum launafólks. „Bæði út af því að þessar leiðir ríkisstjórnarinnar, bæði varðandi hlutabótaleiðina og svo þessa nýju leið að greiða stóran hluta af uppsagnarfresti, að þetta hefur verið óljóst. Við höfum fengið mjög mikið af tilkynningum þar sem fyrirtæki hafa bara hreinlega misskilið hvernig úrræðin virka. Mikið af tilkynningum frá fólki sem þarf að vinna meira en 25 prósent en er bara í 25 prósentum. Þetta virðist gæta bara misskilnings en síðan eru líka fleiri tilkynningar sem við fáum og aldrei verið fleiri í sjálfu sér þar sem að fyrirtæki eru sko að brjóta á sem sagt réttindum fólks.“ Skattgreiðendur þurfa að standa undir aðgerðum ríkisstjórnarinnar Ragnar vill að fylgst sé vel með atvinnurekendum. Sérstaklega þeim sem nýta sér nú úrræði ríkisstjórnarinnar. „Það verði gerð krafa á endurgreiðslu verði brotið á réttindum launafólks. Við vitum nákvæmlega hverjir þurfa að borga reikninginn fyrir þetta allt saman. Hann er væntanlega að detta yfir þrjú hundruð milljarða. Allavega þeir tékkar sem hafa nú þegar verið skrifaðir út og það munum við almenningur, skattgreiðendur í landinu, þurfa að standa undir.“ Heimavinna reynist þeim efnaminni oft erfiðari Vinnuveitendur hafa margir hverjir farið fram á það að fólk vinni heima og hafa sumir gert það í einn og hálfan mánuð. Þeir sjá ekki fyrir endann á því á meðan að tveggja metra reglan er í gildi. Ragnar segir þetta íþyngjandi fyrir marga sem hafa kvartað yfir þessu til félagsins. „Þá erum við að horfa á hluti sem snúa bara að búnaði sem fólk er jafnvel að leggja sjálft fram. Krafa um vinnu á heimili þar sem jafnvel er ekki aðstaða til. Við vitum það að þeir efnameiri hafa meira pláss, búa í stærri húsum en efnaminni fjölskyldur og einstaklingar sem eru skikkaðir til þess að vinna heima eru kannski í misgóðum aðstæðum til þess.“
Vinnumarkaður Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira