Ekkert bendir til annars en að verkfall hefjist á þriðjudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2020 14:45 Samningarfundur Reykjavíkurborgar og Eflingar hjá Ríkissáttasemjara. Vísir/Vilhelm „Það hefur ekkert komið fram sem bendir til annars en að [verkfall] muni hefjast á hádegi á þriðjudag og ef það er það sem þarf þá verður svo að vera,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við fréttastofu. Boðað hefur verið til verkfalls sem hefst á þriðjudag komist Efling ekki að samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Eflingar og Sambandsins hjá ríkissáttasemjara á morgun. Viðar segir stöðuna ekki hafa breyst mikið á síðustu dögum, hún hafi haldist sú sama frá síðasta fundi. Hann segir að farið verði inn á fundinn með von um að sambandið muni vera tilbúið að sýna vilja til að leysa úr deilunni á sömu forsendum og leyst var úr kjaradeilum við Reykjavíkurborg og ríkið og við Faxaflóahafnir. „Ég held að sambandið sé að verða mjög einangrað í afstöðu sinni,“ segir Viðar. Hann segist ekki geta sagt að mikið beri á milli samningsaðila. „Málið snýst um hóflega leiðréttingakröfu fyrir allra lægstu laun og sögulega vanmetnar kvennastéttir.“ „Þetta er lausn sem aðrir armar hins opinbera hafa þegar fallist á að gera í kjaraviðræðum við okkur á liðnum vikum. Ég held að það verði æ furðulegra hvers vegna sambandið sker sig úr með þessum hætti.“ Sérðu fyrir þér að þau breyti afstöðu sinni fyrir fundinn á morgun? „Það er þeirra að svara en auðvitað held ég að það verði allra hagur að fara að leysa úr þessari kjaradeilu sem allra fyrst,“ segir Viðar. „Ég held að eina tæka lausnin á þessu máli sé á borðinu og hún er sú sem þegar hefur samist við ríkið og Reykjavíkurborg. Fjórum skólum verður lokað 6. maí hjá Kópavogsbæ, þar sem allt ræstingarfólk er í Eflingu, takist ekki að semja fyrir þann tíma. Hefðbundið skólahald hefst á ný á morgun 4. maí og myndu börnin þar með ná tveimur skóladögum. Sjá einnig: Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Sömu skólum var lokað þegar aðgerðir Eflingar stóðu síðast yfir fyrir samkomubann, það er Kársnesskóla, Álfhólsskóla, Kópavogsskóla og Salaskóla. Einnig verður leikskólunum Furugrund, Fífusölum og Rjúpnahæð lokað auk Kópasteins að hluta. Kjaramál Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þarf að tryggja að vinnumarkaðurinn verði ekki eins auðsærður og nú“ Sögulegur baráttudagur verkalýðsins, eða 1. maí, er runninn upp, þar sem hvorki verða kröfugöngur né útifundir í dag vegna samkomubanns. Þetta er í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem það gerist á þessum degi. Forseti Alþýðusambands Íslands varar við að launafólk slái að kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. 1. maí 2020 12:51 Tekur ekki afstöðu til deilunnar Umboðsmaður barna segir að sér sé ekki aðeins heimilt að miðla skilaboðum barna til deiluaðila í kjaradeilu Eflingar og nokkura sveitarfélag, heldur sé það honum skylt. Með þessu sé ekki verið að taka afstöðu til kjaradeilunnar. 30. apríl 2020 09:18 Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. 29. apríl 2020 21:29 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira
„Það hefur ekkert komið fram sem bendir til annars en að [verkfall] muni hefjast á hádegi á þriðjudag og ef það er það sem þarf þá verður svo að vera,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við fréttastofu. Boðað hefur verið til verkfalls sem hefst á þriðjudag komist Efling ekki að samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Eflingar og Sambandsins hjá ríkissáttasemjara á morgun. Viðar segir stöðuna ekki hafa breyst mikið á síðustu dögum, hún hafi haldist sú sama frá síðasta fundi. Hann segir að farið verði inn á fundinn með von um að sambandið muni vera tilbúið að sýna vilja til að leysa úr deilunni á sömu forsendum og leyst var úr kjaradeilum við Reykjavíkurborg og ríkið og við Faxaflóahafnir. „Ég held að sambandið sé að verða mjög einangrað í afstöðu sinni,“ segir Viðar. Hann segist ekki geta sagt að mikið beri á milli samningsaðila. „Málið snýst um hóflega leiðréttingakröfu fyrir allra lægstu laun og sögulega vanmetnar kvennastéttir.“ „Þetta er lausn sem aðrir armar hins opinbera hafa þegar fallist á að gera í kjaraviðræðum við okkur á liðnum vikum. Ég held að það verði æ furðulegra hvers vegna sambandið sker sig úr með þessum hætti.“ Sérðu fyrir þér að þau breyti afstöðu sinni fyrir fundinn á morgun? „Það er þeirra að svara en auðvitað held ég að það verði allra hagur að fara að leysa úr þessari kjaradeilu sem allra fyrst,“ segir Viðar. „Ég held að eina tæka lausnin á þessu máli sé á borðinu og hún er sú sem þegar hefur samist við ríkið og Reykjavíkurborg. Fjórum skólum verður lokað 6. maí hjá Kópavogsbæ, þar sem allt ræstingarfólk er í Eflingu, takist ekki að semja fyrir þann tíma. Hefðbundið skólahald hefst á ný á morgun 4. maí og myndu börnin þar með ná tveimur skóladögum. Sjá einnig: Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Sömu skólum var lokað þegar aðgerðir Eflingar stóðu síðast yfir fyrir samkomubann, það er Kársnesskóla, Álfhólsskóla, Kópavogsskóla og Salaskóla. Einnig verður leikskólunum Furugrund, Fífusölum og Rjúpnahæð lokað auk Kópasteins að hluta.
Kjaramál Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þarf að tryggja að vinnumarkaðurinn verði ekki eins auðsærður og nú“ Sögulegur baráttudagur verkalýðsins, eða 1. maí, er runninn upp, þar sem hvorki verða kröfugöngur né útifundir í dag vegna samkomubanns. Þetta er í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem það gerist á þessum degi. Forseti Alþýðusambands Íslands varar við að launafólk slái að kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. 1. maí 2020 12:51 Tekur ekki afstöðu til deilunnar Umboðsmaður barna segir að sér sé ekki aðeins heimilt að miðla skilaboðum barna til deiluaðila í kjaradeilu Eflingar og nokkura sveitarfélag, heldur sé það honum skylt. Með þessu sé ekki verið að taka afstöðu til kjaradeilunnar. 30. apríl 2020 09:18 Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. 29. apríl 2020 21:29 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira
„Þarf að tryggja að vinnumarkaðurinn verði ekki eins auðsærður og nú“ Sögulegur baráttudagur verkalýðsins, eða 1. maí, er runninn upp, þar sem hvorki verða kröfugöngur né útifundir í dag vegna samkomubanns. Þetta er í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem það gerist á þessum degi. Forseti Alþýðusambands Íslands varar við að launafólk slái að kröfum sínum í skugga atvinnuleysis. 1. maí 2020 12:51
Tekur ekki afstöðu til deilunnar Umboðsmaður barna segir að sér sé ekki aðeins heimilt að miðla skilaboðum barna til deiluaðila í kjaradeilu Eflingar og nokkura sveitarfélag, heldur sé það honum skylt. Með þessu sé ekki verið að taka afstöðu til kjaradeilunnar. 30. apríl 2020 09:18
Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. 29. apríl 2020 21:29