Fengu að heimsækja ástvini eftir sextíu daga bann Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. maí 2020 22:00 Íbúar dvalar- og hjúkrunarheimila fengu margir heimsókn frá ástvini í dag - í fyrsta sinn í sextíu daga. Forstjóri Hrafnistu segir um mikinn hátíðisdag að ræða enda bannið verið gríðarlega þungbært fyrir marga. Heimsóknir verða þó áfram takmarkaðar. Tilslakanir á heimsóknarbanni á dvalar- og hjúkrunarheimilum tóku gildi í dag en nú má einn aðstandandi í einu heimsækja hvern íbúa, þó með nokkrum takmörkunum. Hvert heimili aðlagar fjölda heimsókna að sínum aðstæðum en lagt er til að aðeins nánasta aðstandanda verði leyft að koma í heimsókn fyrstu tvær vikurnar. visir/sigurjón „Það er mikill hátíðistdagur á hjúkrunarheimilum í dag. Það er búið að vera heimsóknarbann í tæplega sextíu daga. Markmiðið er að í þessari vikur fái allir eina heimsókn,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. Um tvö hundruð heimsóknir voru á dagskrá á heimilum Hrafnistu í dag. Heimsóknartímar eru úthlutaðir og þeir sem koma í heimsókn þurfa að gæta að handþvotti og nota spritt. Heimsóknir fara fram á ákveðnum svæðum og fólk þarf að virða tveggja metra regluna. Heimasóknarbannið hefur reynst mörgum þungbært að sögn Péturs. Þau Arnlaugur Kristján Samúelsson og móðir hans Kristín Sigríður Guðjónsdóttir, hafa þó tekið þessu með stóískri ró. vísir/sigurjón „Mér hefur liðið nokkuð vel en þó ef ég á að vera alveg hreinskilin var ég byrjuð að finna til þess í lokinn að ég var svolítið viðkvæm á kvöldin,“ segir Kristín sem á nokkur börn. Arnlaugur, sonur hennar, segir að það hafa verið gott að heimsækja móður sína loksins, eftir tvo mánuði. Systkini hans séu einnig mjög spennt að fá að koma. Þá voru miklir fagnaðarfundir á hjúkrunarheimilinu Hömrum í dag. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá þegar ástvinir hittast í fyrsta sinn eftir langan tíma. Bræðurnir Eymundur og Bjarni Sigurðssynir voru mættir á Hamra í dag en þar dvelur móðir þeirra sem er með heilabilun. Bjarni fékk að fara inn en Eymundur þurfti að bíða úti. „Helsti óttinn er að hún muni ekki eftir manni,“ sagði Bjarni áður en hann fór á fund móður sinnar. Bræðurnir segja að óvissan um að hún gleymdi þeim hafi verið erfiðust. Smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir helgi og þá hafa smit verið að koma upp á hjúkrunarheimilum erlendis með hræðilegum afleiðingum. „Það minnir okkur á alvarleikann og hvað þetta er í raun nálægt okkur. Við verðum að standa saman og gera það besta til að kveða niður þessa veiru og við erum ekki sloppin enn þá þó að fyrstu áfangarnir hafi gengið mjög vel,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Íbúar dvalar- og hjúkrunarheimila fengu margir heimsókn frá ástvini í dag - í fyrsta sinn í sextíu daga. Forstjóri Hrafnistu segir um mikinn hátíðisdag að ræða enda bannið verið gríðarlega þungbært fyrir marga. Heimsóknir verða þó áfram takmarkaðar. Tilslakanir á heimsóknarbanni á dvalar- og hjúkrunarheimilum tóku gildi í dag en nú má einn aðstandandi í einu heimsækja hvern íbúa, þó með nokkrum takmörkunum. Hvert heimili aðlagar fjölda heimsókna að sínum aðstæðum en lagt er til að aðeins nánasta aðstandanda verði leyft að koma í heimsókn fyrstu tvær vikurnar. visir/sigurjón „Það er mikill hátíðistdagur á hjúkrunarheimilum í dag. Það er búið að vera heimsóknarbann í tæplega sextíu daga. Markmiðið er að í þessari vikur fái allir eina heimsókn,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. Um tvö hundruð heimsóknir voru á dagskrá á heimilum Hrafnistu í dag. Heimsóknartímar eru úthlutaðir og þeir sem koma í heimsókn þurfa að gæta að handþvotti og nota spritt. Heimsóknir fara fram á ákveðnum svæðum og fólk þarf að virða tveggja metra regluna. Heimasóknarbannið hefur reynst mörgum þungbært að sögn Péturs. Þau Arnlaugur Kristján Samúelsson og móðir hans Kristín Sigríður Guðjónsdóttir, hafa þó tekið þessu með stóískri ró. vísir/sigurjón „Mér hefur liðið nokkuð vel en þó ef ég á að vera alveg hreinskilin var ég byrjuð að finna til þess í lokinn að ég var svolítið viðkvæm á kvöldin,“ segir Kristín sem á nokkur börn. Arnlaugur, sonur hennar, segir að það hafa verið gott að heimsækja móður sína loksins, eftir tvo mánuði. Systkini hans séu einnig mjög spennt að fá að koma. Þá voru miklir fagnaðarfundir á hjúkrunarheimilinu Hömrum í dag. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá þegar ástvinir hittast í fyrsta sinn eftir langan tíma. Bræðurnir Eymundur og Bjarni Sigurðssynir voru mættir á Hamra í dag en þar dvelur móðir þeirra sem er með heilabilun. Bjarni fékk að fara inn en Eymundur þurfti að bíða úti. „Helsti óttinn er að hún muni ekki eftir manni,“ sagði Bjarni áður en hann fór á fund móður sinnar. Bræðurnir segja að óvissan um að hún gleymdi þeim hafi verið erfiðust. Smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir helgi og þá hafa smit verið að koma upp á hjúkrunarheimilum erlendis með hræðilegum afleiðingum. „Það minnir okkur á alvarleikann og hvað þetta er í raun nálægt okkur. Við verðum að standa saman og gera það besta til að kveða niður þessa veiru og við erum ekki sloppin enn þá þó að fyrstu áfangarnir hafi gengið mjög vel,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira