Hafþór um bardagann gegn Hall: „Sé þetta fyrir mér að ég roti hann í fyrstu lotu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 4. maí 2020 20:00 Hafþór ætlar að ganga frá Eddie í 1. lotu í Las Vegas á næsta ári. vísir/s2s Það var staðfest í kvöld að heimsmethafinn í réttstöðulyftu, Hafþór Júlíus Björnsson, mun berjast við Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári en þetta staðfesti Hafþór sjálfur í þættinum Sportinu í dag sem fór fram eins og alla virka daga á Stöð 2 Sport í dag. Hafþór bætti heimsmet Eddie um helgina en hann er einnig aflraunamaður. Hafþór og Eddie hafa lengi eldað grátt silfur saman og úr því varð þessi risabardagi en Hafþór greindi frá því um helgina að þetta væri sjö stafa tala sem hann fengi fyrir bardagann. Það er eðlilega spenningur í Hafþóri. „Þetta er „professional“ bardagi og þó að séum ekki „professional fighterarar“ þá gerum við þetta allt eftir þeirra reglum. Það eru sömu lotur og allt það. Núna taka við miklar æfingar og öðruvísi æfingar. Mikil tæknivinna og ég veit vel að ég er enginn boxari en ég er mikill íþróttamaður. Þetta er mikið tækifæri fyrir mig og fjölskylduna,“ sagði Hafþór en hann hefur fengið mörg spennandi tilboð á síðustu árum. „Ég er búinn að vinna allt sem ég get unnið í aflraunum. Næsta skref var í þessa áttina og ég var búinn að fá boð í restling, NFL og alls konar dót sem leit mjög vel út. Þetta leit best út svo ég tók þetta.“ Hafþór segir að hann sé enginn boxari en hann hefur nægan tíma til þess að bæta sig. Vinir hans hafa einnig fengið að finna fyrir því, að sögn Hafþórs. „Við sjáum til. Nú hef ég ár til þess að undirbúa mig fyrir þetta. Ég ætla að æfa vel fyrir þetta. Ég er mikill íþróttamaður og með mikinn metnað. Ég mun vinna vel og æfa stíft svo sjáum við hvað ég get bætt mig mikið.“ „Ég hef leikið mér með strákunum. Ég veit vel að ég þarf að bæta mig en ég er reiðubúinn að leggja á mig þessa vinnu. Það er allt í vinnslu varðandi þjálfara og ég á einn góðan vin sem ég hef núna. Hann keppti lengi vel í boxi; bæði úti og hér heima og þjálfaði. Ég hef hann og mun byrja strax að æfa með honum. Síðan mun ég bæta við,“ en hversu stór er samningurinn sem hann skrifaði undir við Core Sport? „Hann er stór. Mjög spennandi.“ Köldu lofti andar á milli Hafþórs og Eddie en ólíklegt er að bardaginn fari í tólf lotur. „Ég sé þetta fyrir mér að ég rota hann í fyrstu lotu. Það er bara þannig. Ég hef armalengdina. Ég ætla að æfa vel og létta mig mikið. Úthaldið mun verða betra og ég veit hvað ég þarf að gera. Ég mun sanka að mér góðu liði til þess að geta æft mig 100% fyrir þetta og það er fullt af fólki sem heldur að við munum deyja í fyrstu lotu en það væri þvæla að fara mæta í þetta 200 kíló með ekkert úthald. Það er hægt að gera helling á rúmu ári. Það er fínn tími og hægt að æfa sig vel.“ Klippa: Sportið í dag - Hafþór Júlíus um bardagann Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Box Sportið í dag Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Það var staðfest í kvöld að heimsmethafinn í réttstöðulyftu, Hafþór Júlíus Björnsson, mun berjast við Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári en þetta staðfesti Hafþór sjálfur í þættinum Sportinu í dag sem fór fram eins og alla virka daga á Stöð 2 Sport í dag. Hafþór bætti heimsmet Eddie um helgina en hann er einnig aflraunamaður. Hafþór og Eddie hafa lengi eldað grátt silfur saman og úr því varð þessi risabardagi en Hafþór greindi frá því um helgina að þetta væri sjö stafa tala sem hann fengi fyrir bardagann. Það er eðlilega spenningur í Hafþóri. „Þetta er „professional“ bardagi og þó að séum ekki „professional fighterarar“ þá gerum við þetta allt eftir þeirra reglum. Það eru sömu lotur og allt það. Núna taka við miklar æfingar og öðruvísi æfingar. Mikil tæknivinna og ég veit vel að ég er enginn boxari en ég er mikill íþróttamaður. Þetta er mikið tækifæri fyrir mig og fjölskylduna,“ sagði Hafþór en hann hefur fengið mörg spennandi tilboð á síðustu árum. „Ég er búinn að vinna allt sem ég get unnið í aflraunum. Næsta skref var í þessa áttina og ég var búinn að fá boð í restling, NFL og alls konar dót sem leit mjög vel út. Þetta leit best út svo ég tók þetta.“ Hafþór segir að hann sé enginn boxari en hann hefur nægan tíma til þess að bæta sig. Vinir hans hafa einnig fengið að finna fyrir því, að sögn Hafþórs. „Við sjáum til. Nú hef ég ár til þess að undirbúa mig fyrir þetta. Ég ætla að æfa vel fyrir þetta. Ég er mikill íþróttamaður og með mikinn metnað. Ég mun vinna vel og æfa stíft svo sjáum við hvað ég get bætt mig mikið.“ „Ég hef leikið mér með strákunum. Ég veit vel að ég þarf að bæta mig en ég er reiðubúinn að leggja á mig þessa vinnu. Það er allt í vinnslu varðandi þjálfara og ég á einn góðan vin sem ég hef núna. Hann keppti lengi vel í boxi; bæði úti og hér heima og þjálfaði. Ég hef hann og mun byrja strax að æfa með honum. Síðan mun ég bæta við,“ en hversu stór er samningurinn sem hann skrifaði undir við Core Sport? „Hann er stór. Mjög spennandi.“ Köldu lofti andar á milli Hafþórs og Eddie en ólíklegt er að bardaginn fari í tólf lotur. „Ég sé þetta fyrir mér að ég rota hann í fyrstu lotu. Það er bara þannig. Ég hef armalengdina. Ég ætla að æfa vel og létta mig mikið. Úthaldið mun verða betra og ég veit hvað ég þarf að gera. Ég mun sanka að mér góðu liði til þess að geta æft mig 100% fyrir þetta og það er fullt af fólki sem heldur að við munum deyja í fyrstu lotu en það væri þvæla að fara mæta í þetta 200 kíló með ekkert úthald. Það er hægt að gera helling á rúmu ári. Það er fínn tími og hægt að æfa sig vel.“ Klippa: Sportið í dag - Hafþór Júlíus um bardagann Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Box Sportið í dag Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti