Náðu að grípa smitaða með umfangsmiklum prófunum Birgir Olgeirsson skrifar 5. maí 2020 10:38 Leikstjórinn Baltasar Kormákur. Vísir/Getty Ted Sarandos, efnisstjóri bandarísku streymisveitunnar Netflix, ritaði grein sem birt var á vef bandaríska miðilsins Los Angeles Times í gær þar sem hann fer yfir hvernig framleiðsla á verkefnum Netflix hefur farið fram í ýmsum löndum. Þar tiltekur hann sérstaklega tökur á þáttaröðinni Kötlu sem er í höndum RVK Studios. Á tökustað Kötlu er allir skimaðir fyrir veirunni og er hiti starfsliðs mældur á hverjum morgni. Einnig þarf að fara eftir ströngum reglum og læknar á svæðinu ef einhver skyldi finna fyrir einkennum. Máltíðir í kassa Einnig er fólk á tökustað sem fylgist með því að hópamyndun fari ekki yfir leyfilegt hámark. Þá er starfsliðinu bannað að vera saman í bíl. Hlaðborð á tökustað hafa verið bönnuð, í stað þeirra fá starfsmenn sér máltíðir afhentar í kassa. Aðeins er einn förðunarfræðingur á tökustað sem notast við einnota áhöld. Á tveggja til þriggja tíma fresti er gert hlé á tökum svo starfsliðið geti þvegið á sér hendurnar og eru helstu snertifletir hreinsaðir. Tökur á Netflix verkefnum fara einnig fram í Suður Kóreu. Tökur munu einnig hefjast í Svíþjóð í mánuðinum og í Noregi í júlí. Smit hjá Kötluliðum Leikstjórinn Baltasar Kormákur ræddi tökurnar á Kötlu við bandaríska miðilinn Deadline. Þar segir hann frá því að myndver RVK Studios sé það stærsta í Evrópu, 4.200 fermetrar að stærð, þar sem auðvelt er að fylgja reglum um fjöldatakmarkanir og halda í tveggja metra regluna. Baltasar segir frá því að skimanir á starfsliðinu hafa leitt í ljós að nokkrir voru smitaðir en þeir í kjölfarið ekki fengið að koma á tökustað. Enginn hafi smitast á tökustað. Bendir Baltasar á að þeir sem voru smitaðir hefðu hins vegar verið á tökustaðnum ef prófanir hefðu ekki verið jafn umfangsmiklar og raun ber vitni því þeir hefðu verið einkennalausir. Hann segir að þeir sem hafa þurft að fara í sóttkví hafa fengið greidd laun og segir Netflix hafa stutt rausnarlega við framleiðsluna að því leytinu. Bíó og sjónvarp Netflix Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Erlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Ted Sarandos, efnisstjóri bandarísku streymisveitunnar Netflix, ritaði grein sem birt var á vef bandaríska miðilsins Los Angeles Times í gær þar sem hann fer yfir hvernig framleiðsla á verkefnum Netflix hefur farið fram í ýmsum löndum. Þar tiltekur hann sérstaklega tökur á þáttaröðinni Kötlu sem er í höndum RVK Studios. Á tökustað Kötlu er allir skimaðir fyrir veirunni og er hiti starfsliðs mældur á hverjum morgni. Einnig þarf að fara eftir ströngum reglum og læknar á svæðinu ef einhver skyldi finna fyrir einkennum. Máltíðir í kassa Einnig er fólk á tökustað sem fylgist með því að hópamyndun fari ekki yfir leyfilegt hámark. Þá er starfsliðinu bannað að vera saman í bíl. Hlaðborð á tökustað hafa verið bönnuð, í stað þeirra fá starfsmenn sér máltíðir afhentar í kassa. Aðeins er einn förðunarfræðingur á tökustað sem notast við einnota áhöld. Á tveggja til þriggja tíma fresti er gert hlé á tökum svo starfsliðið geti þvegið á sér hendurnar og eru helstu snertifletir hreinsaðir. Tökur á Netflix verkefnum fara einnig fram í Suður Kóreu. Tökur munu einnig hefjast í Svíþjóð í mánuðinum og í Noregi í júlí. Smit hjá Kötluliðum Leikstjórinn Baltasar Kormákur ræddi tökurnar á Kötlu við bandaríska miðilinn Deadline. Þar segir hann frá því að myndver RVK Studios sé það stærsta í Evrópu, 4.200 fermetrar að stærð, þar sem auðvelt er að fylgja reglum um fjöldatakmarkanir og halda í tveggja metra regluna. Baltasar segir frá því að skimanir á starfsliðinu hafa leitt í ljós að nokkrir voru smitaðir en þeir í kjölfarið ekki fengið að koma á tökustað. Enginn hafi smitast á tökustað. Bendir Baltasar á að þeir sem voru smitaðir hefðu hins vegar verið á tökustaðnum ef prófanir hefðu ekki verið jafn umfangsmiklar og raun ber vitni því þeir hefðu verið einkennalausir. Hann segir að þeir sem hafa þurft að fara í sóttkví hafa fengið greidd laun og segir Netflix hafa stutt rausnarlega við framleiðsluna að því leytinu.
Bíó og sjónvarp Netflix Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Erlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira