Þyrlukaupum frestað og TF-LÍF verður seld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. maí 2020 17:52 Til stendur að selja TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem er komin til ára sinna. Vísir/Vilhelm Fyrirhuguðu útboði vegna kaupa á þremur þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna verður frestað til ársins 2022. Í staðinn á að framlengja leigusamningi vegna tveggja þyrla sem þegar eru í notkun hjá gæslunni og leigja eina til viðbótar. Þá stendur til að selja TF-LIF, þyrlu gæslunnar sem er komin til ára sinna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að með þessu sparist um 11,5 milljarðar króna en málið var til umfjöllunar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin sé tekin í fullu samráði við Landhelgisgæsluna sem gerði tillögur að ólíkum sviðsmyndum til ráðuneytisins. Allir leggist á árarnar við að leita leiða til hagræðingar í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Gert er ráð fyrir að þriðja þyrlan verði af tegundinni Airbus H225, sömu tegund og hinar tvær sem þegar eru á leigu. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 er gert ráð fyrir að rétt rúmlega tólf milljörðum verði varið til verkefnisins, til viðbótar við þá tæplega tvo milljarða sem gert var ráð fyrir í fjárlögum 2019, samtals um 14 milljörðum króna. Á móti var gert ráð fyrir lækkun leigugreiðslna um sem nemur ríflega 1,4 milljörðum. Kostnaður vegna þeirra tveggja leiguþyrla, sem nú þegar eru í rekstri Landhelgisgæslunnar, TF-EIR og TF-GRÓ, er að fullu fjármagnaður með rekstrarfé en þannig er gert ráð fyrir að útgjöld muni lækka um 11,5 milljarða á tímabilinu 2019 til 2025. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu liggur ekki fyrir endanlegt leiguverð vegna þriðju þyrlunnar en það mun taka mið af aldri, afkastagetu og búnaði. Gert er ráð fyrir að söluverðmæti þyrlunnar TF-LIF sem á að selja, geti numið allt að 660 milljónum króna. Þyrlan er 1986-árgerð en kom til landsins árið 1995 og hefur þannig verið í þjónustu Landhelgisgæslunnar í aldarfjórðung. Landhelgisgæslan Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
Fyrirhuguðu útboði vegna kaupa á þremur þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna verður frestað til ársins 2022. Í staðinn á að framlengja leigusamningi vegna tveggja þyrla sem þegar eru í notkun hjá gæslunni og leigja eina til viðbótar. Þá stendur til að selja TF-LIF, þyrlu gæslunnar sem er komin til ára sinna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að með þessu sparist um 11,5 milljarðar króna en málið var til umfjöllunar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin sé tekin í fullu samráði við Landhelgisgæsluna sem gerði tillögur að ólíkum sviðsmyndum til ráðuneytisins. Allir leggist á árarnar við að leita leiða til hagræðingar í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Gert er ráð fyrir að þriðja þyrlan verði af tegundinni Airbus H225, sömu tegund og hinar tvær sem þegar eru á leigu. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 er gert ráð fyrir að rétt rúmlega tólf milljörðum verði varið til verkefnisins, til viðbótar við þá tæplega tvo milljarða sem gert var ráð fyrir í fjárlögum 2019, samtals um 14 milljörðum króna. Á móti var gert ráð fyrir lækkun leigugreiðslna um sem nemur ríflega 1,4 milljörðum. Kostnaður vegna þeirra tveggja leiguþyrla, sem nú þegar eru í rekstri Landhelgisgæslunnar, TF-EIR og TF-GRÓ, er að fullu fjármagnaður með rekstrarfé en þannig er gert ráð fyrir að útgjöld muni lækka um 11,5 milljarða á tímabilinu 2019 til 2025. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu liggur ekki fyrir endanlegt leiguverð vegna þriðju þyrlunnar en það mun taka mið af aldri, afkastagetu og búnaði. Gert er ráð fyrir að söluverðmæti þyrlunnar TF-LIF sem á að selja, geti numið allt að 660 milljónum króna. Þyrlan er 1986-árgerð en kom til landsins árið 1995 og hefur þannig verið í þjónustu Landhelgisgæslunnar í aldarfjórðung.
Landhelgisgæslan Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira