Markmiðið að „banna óþarfa drasl“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. maí 2020 20:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Vísir/Vilhelm Ekki stendur til að banna neinar plastvörur sem aðrar og umhverfisvænni vörur geta ekki leyst af hólmi. Þetta segir umhverfisráðherra sem mælti fyrir frumvarpi í gær sem hefur það að markmiði að banna óþarfa drasl sem veldur plastmengun í hafi. Nái frumvarp sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær fram að ganga verður bannað að setja á markað ýmsar einnota vörur úr plasti. Bannið á til dæmis við um eyrnapinna og einnota hnífapör úr plasti, sogrör, hræripinna í drykkjarvörur, plastprik sem ætlað er að festa við blöðrur og hvers kyns matar- og drykkjarílát úr frauðplasti. Vörur sem hægt er að nota í lækningaskyni eru undanskildar. „Þetta snýst um það að banna ákveðnar gerðir af einnota plasti, við getum kannski sagt bara að banna óþarfa drasl,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég held að þetta skipti rosalega miklu máli til að draga úr því álagi sem er að verða af þessum vörum á hafið af því að margt af þessu endar því miður þar.“ Þetta séu þær vörur úr einnota plasti sem mest finnist af á ströndum í Evrópu. Eyrnapinnar og einnota hnífapör og diskar úr plasti, sogrör, hræripinnar í drykki, plastprik á blöðrur og hvers konar matara- og drykkjarílát úr frauðplasti verða bönnuð, nái frumvarp umhverfisráðherra fram að ganga.Vísir/Hafsteinn „Það eru til aðrar vörur í staðinn fyrir allar þessar plastvörur, einnota sem þarna er verið að leggja til bann við. Þannig að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því, það mun ekki flæða út úr eyrunum á okkur eyrnamergurinn ef við getum orðað það þannig,“ segir ráðherra, spurður hvað ræður því hvaða vörur bannið nær til og hverra ekki. Þótt sogrör séu eflaust í flestum tilfellum óþarfi geta þau reynst sumum nauðsynleg, til dæmis vegna fötlunar eða af læknisfræðilegum ástæðum. „Ef að einhver atriði, eins og þessi sem þú nefnir, eru vafaatriði þá er það eitthvað sem mér finnst að þingnefndin þurfi að skoða sérstaklega og þá að skoða það hvort að það séu aðrar lausnir í boði raunverulega eða hvort að þetta sé eitthvað sem að þurfi að vera áfram við lýði,“ segir ráðherra. En er æskilegt að beita boðum og bönnum, nú þegar mikil vitundarvakning er að eiga sér stað í samfélaginu? „Vitundarvakningin er alveg gríðarlega mikil, við erum að sjá miklu fleiri bæði að fara út og plokka og vera miklu ábyrgari í sinni umhverfishegðun. En ef við lítum til dæmis til plastpokabannsins sem var samþykkt á þingi í fyrra þá er niðurstaðan af því að það er miklu minna af pokum sem eru í umferð í náttúrunni núna samkvæmt því sem plokkararnir segja okkur,“ svarar Guðmundur Ingi. Umhverfisráðherra plokkaði rusl á stóra plokkdeginum í fyrra.Vísir/Friðrik Þór „Þannig að ég held að í bland, þá er nauðsynlegt að setja aðgerðir sem þessar, þó svo að við séum ekki að draga úr fræðslunni, einfaldlega vegna þess að við verðum að koma í veg fyrir að þessir óþarfa hlutir séu í rauninni að fara út í náttúruna og þá í mörgum tilfellum að enda úti í sjó.“ Samstarf við Noreg og Evrópusambandið Þá mælti ráðherra einnig fyrir frumvarpi í gær sem varðar það hvernig Ísland hyggst uppfylla skilyrði Parísarsáttmálans frá 2015. „Þetta er lykilskref í því að við staðfestum skuldbindingar okkar samkvæmt Parísarsamkomulaginu hvað varðar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030. Þetta nær þá til stóriðjunar og flugsins, þetta nær til sjávarútvegs, landbúnaðar, úrgangsmála og svo framvegis og líka til landnotkunar,“ segir Guðmundur Ingi. Frumvarpið móti lagaramman um þær skuldbindingar sem Ísland hefur gert gagnvart samkomulaginu. Nú var Parísarsáttmálinn samþykktur 2015, af hverju er þetta að gerast fyrst núna? „Við erum aðfara í samstarf með Noregi og Evrópusambandinu um sameiginlegt markmið um 40% samdrátt árið2030 þannig að viðerum í rauninni að raungera þetta núna. Íslensk stjórnvöld hafa náttúrlega gripiðtil aðgerða fyrr, viðsettum fjármagnaða aðgerðaáætlun 2018 í gang, þessi ríkisstjórn sem núna er við völd og erum að fara að setja uppfærða útgáfu af henni fram fyrir sumarið þannig aðsjálfsögðu erum við að vinna aðþessum málum,“ svarar ráðherra. Umhverfismál Alþingi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Ekki stendur til að banna neinar plastvörur sem aðrar og umhverfisvænni vörur geta ekki leyst af hólmi. Þetta segir umhverfisráðherra sem mælti fyrir frumvarpi í gær sem hefur það að markmiði að banna óþarfa drasl sem veldur plastmengun í hafi. Nái frumvarp sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær fram að ganga verður bannað að setja á markað ýmsar einnota vörur úr plasti. Bannið á til dæmis við um eyrnapinna og einnota hnífapör úr plasti, sogrör, hræripinna í drykkjarvörur, plastprik sem ætlað er að festa við blöðrur og hvers kyns matar- og drykkjarílát úr frauðplasti. Vörur sem hægt er að nota í lækningaskyni eru undanskildar. „Þetta snýst um það að banna ákveðnar gerðir af einnota plasti, við getum kannski sagt bara að banna óþarfa drasl,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég held að þetta skipti rosalega miklu máli til að draga úr því álagi sem er að verða af þessum vörum á hafið af því að margt af þessu endar því miður þar.“ Þetta séu þær vörur úr einnota plasti sem mest finnist af á ströndum í Evrópu. Eyrnapinnar og einnota hnífapör og diskar úr plasti, sogrör, hræripinnar í drykki, plastprik á blöðrur og hvers konar matara- og drykkjarílát úr frauðplasti verða bönnuð, nái frumvarp umhverfisráðherra fram að ganga.Vísir/Hafsteinn „Það eru til aðrar vörur í staðinn fyrir allar þessar plastvörur, einnota sem þarna er verið að leggja til bann við. Þannig að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því, það mun ekki flæða út úr eyrunum á okkur eyrnamergurinn ef við getum orðað það þannig,“ segir ráðherra, spurður hvað ræður því hvaða vörur bannið nær til og hverra ekki. Þótt sogrör séu eflaust í flestum tilfellum óþarfi geta þau reynst sumum nauðsynleg, til dæmis vegna fötlunar eða af læknisfræðilegum ástæðum. „Ef að einhver atriði, eins og þessi sem þú nefnir, eru vafaatriði þá er það eitthvað sem mér finnst að þingnefndin þurfi að skoða sérstaklega og þá að skoða það hvort að það séu aðrar lausnir í boði raunverulega eða hvort að þetta sé eitthvað sem að þurfi að vera áfram við lýði,“ segir ráðherra. En er æskilegt að beita boðum og bönnum, nú þegar mikil vitundarvakning er að eiga sér stað í samfélaginu? „Vitundarvakningin er alveg gríðarlega mikil, við erum að sjá miklu fleiri bæði að fara út og plokka og vera miklu ábyrgari í sinni umhverfishegðun. En ef við lítum til dæmis til plastpokabannsins sem var samþykkt á þingi í fyrra þá er niðurstaðan af því að það er miklu minna af pokum sem eru í umferð í náttúrunni núna samkvæmt því sem plokkararnir segja okkur,“ svarar Guðmundur Ingi. Umhverfisráðherra plokkaði rusl á stóra plokkdeginum í fyrra.Vísir/Friðrik Þór „Þannig að ég held að í bland, þá er nauðsynlegt að setja aðgerðir sem þessar, þó svo að við séum ekki að draga úr fræðslunni, einfaldlega vegna þess að við verðum að koma í veg fyrir að þessir óþarfa hlutir séu í rauninni að fara út í náttúruna og þá í mörgum tilfellum að enda úti í sjó.“ Samstarf við Noreg og Evrópusambandið Þá mælti ráðherra einnig fyrir frumvarpi í gær sem varðar það hvernig Ísland hyggst uppfylla skilyrði Parísarsáttmálans frá 2015. „Þetta er lykilskref í því að við staðfestum skuldbindingar okkar samkvæmt Parísarsamkomulaginu hvað varðar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030. Þetta nær þá til stóriðjunar og flugsins, þetta nær til sjávarútvegs, landbúnaðar, úrgangsmála og svo framvegis og líka til landnotkunar,“ segir Guðmundur Ingi. Frumvarpið móti lagaramman um þær skuldbindingar sem Ísland hefur gert gagnvart samkomulaginu. Nú var Parísarsáttmálinn samþykktur 2015, af hverju er þetta að gerast fyrst núna? „Við erum aðfara í samstarf með Noregi og Evrópusambandinu um sameiginlegt markmið um 40% samdrátt árið2030 þannig að viðerum í rauninni að raungera þetta núna. Íslensk stjórnvöld hafa náttúrlega gripiðtil aðgerða fyrr, viðsettum fjármagnaða aðgerðaáætlun 2018 í gang, þessi ríkisstjórn sem núna er við völd og erum að fara að setja uppfærða útgáfu af henni fram fyrir sumarið þannig aðsjálfsögðu erum við að vinna aðþessum málum,“ svarar ráðherra.
Umhverfismál Alþingi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira