Veðurbarinn Rúnar: „Æfingar eins og þegar ég var ungur“ Anton Ingi Leifsson skrifar 5. maí 2020 23:00 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. vísir/bára Það blés verulega á Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, er Rikki G kíkti á æfingu KR í gær en Íslandsmeistararnir voru þá að undirbúa sig undir sína fyrstu æfingu sem lið í tæpa tvo mánuði, eftir að aflétt hafði verið á samkomubanninu. Íslandsmeistararnir voru mættir á grasið á Meistaravöllum og þurftu Rúnar og hans teymi að skipuleggja æfinguna vel til þess að allt gengi upp. Hann sagði þó tilfinninguna góða að fá loksins að sjá leikmennina sína. „Tilfinningin er mjög góð. Við erum afskaplega glaðir að geta hitt eitthvað af drengjunum og vera meira saman. Við höfum ekki hist sem hópur í langan tíma,“ sagði Rúnar við Rikka G. En hversu vel gekk að skipuleggja heimaæfingarnar? „Það fer ekki brjálæður tími í þetta en maður þarf að hugsa þetta. Maður getur ekki gert hvað sem er. Við vorum farnir að gera æfingar eins og maður gerði sjálfur þegar maður var ungur, sem menn voru eiginlega hættir að gera. Það var bara útihlaup.“ „Það var mikið um löng hlaup og svo reyndi maður að breyta aðeins til og hafa styrktarþjálfun og spretti til þess að hafa smá „variation“.“ Hann segir að hann og Bjarni Guðjónsson, aðstoðarmaður Rúnars, hafi verið í dágóðan tíma að stilla upp æfingu dagsins enda þurfi að passa upp á fjarlægðarmörk og fleira í þeim dúr. „Við þurfum að fjarstýra þessu dálítið og setja smá ábyrgð á strákana líka. Við erum búnir að skipta vellinum í fjóra helminga, svo það er langt á milli manna og sjö í hverjum hóp og svo eru markverðirnir með markmannsþjálfaranum. Við erum búnir að vera í rúmar 40 mínútur, ég og Bjarni, að setja upp keilur. Þetta er aðeins meira en vanalega og við þurfum að vera skipulagðir.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan þar sem meðal annars er rætt um standið á Meistaravöllum en hann segir að það séu ekki fleiri leikmenn á leiðinni. Einnig mun hann sakna stuðningsmanna KR í fyrstu leikjunum. Klippa: Sportið í dag - Rúnar á fyrstu æfingu í KR í langan tíma Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. KR Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Sjá meira
Það blés verulega á Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, er Rikki G kíkti á æfingu KR í gær en Íslandsmeistararnir voru þá að undirbúa sig undir sína fyrstu æfingu sem lið í tæpa tvo mánuði, eftir að aflétt hafði verið á samkomubanninu. Íslandsmeistararnir voru mættir á grasið á Meistaravöllum og þurftu Rúnar og hans teymi að skipuleggja æfinguna vel til þess að allt gengi upp. Hann sagði þó tilfinninguna góða að fá loksins að sjá leikmennina sína. „Tilfinningin er mjög góð. Við erum afskaplega glaðir að geta hitt eitthvað af drengjunum og vera meira saman. Við höfum ekki hist sem hópur í langan tíma,“ sagði Rúnar við Rikka G. En hversu vel gekk að skipuleggja heimaæfingarnar? „Það fer ekki brjálæður tími í þetta en maður þarf að hugsa þetta. Maður getur ekki gert hvað sem er. Við vorum farnir að gera æfingar eins og maður gerði sjálfur þegar maður var ungur, sem menn voru eiginlega hættir að gera. Það var bara útihlaup.“ „Það var mikið um löng hlaup og svo reyndi maður að breyta aðeins til og hafa styrktarþjálfun og spretti til þess að hafa smá „variation“.“ Hann segir að hann og Bjarni Guðjónsson, aðstoðarmaður Rúnars, hafi verið í dágóðan tíma að stilla upp æfingu dagsins enda þurfi að passa upp á fjarlægðarmörk og fleira í þeim dúr. „Við þurfum að fjarstýra þessu dálítið og setja smá ábyrgð á strákana líka. Við erum búnir að skipta vellinum í fjóra helminga, svo það er langt á milli manna og sjö í hverjum hóp og svo eru markverðirnir með markmannsþjálfaranum. Við erum búnir að vera í rúmar 40 mínútur, ég og Bjarni, að setja upp keilur. Þetta er aðeins meira en vanalega og við þurfum að vera skipulagðir.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan þar sem meðal annars er rætt um standið á Meistaravöllum en hann segir að það séu ekki fleiri leikmenn á leiðinni. Einnig mun hann sakna stuðningsmanna KR í fyrstu leikjunum. Klippa: Sportið í dag - Rúnar á fyrstu æfingu í KR í langan tíma Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
KR Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Sjá meira