Tveir af ellefu náðst úr öndunarvél Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. apríl 2020 21:09 Fjórir eru látnir af Covid 19 hér á landi en tveir létust í gær eftir veikindi. Ellefu eru nú á gjörgæsludeildum Landspítalans en flestir eru tengdir við öndunarvél. Álagið hefur aukist jafnt og þétt á Landspítalanum eftir því sem þeim sem smitast hafa af kórónuveirunni hefur fjölgað í samfélaginu. Nú liggja fjörtíu og þrír sjúklingar á spítalanum með COVID-19. Ellefu þeirra liggja á gjörgæsludeildum spítalans í Fossvogi og við Hringbraut en af þessum ellefu eru átta tengdir við öndunarvél. Fylgst er vel með þeim sjúklingum sem hafa verið lagðir inn á spítalann. „Þegar fer að þyngjast þá eru þeir fluttir yfir á gjörgæslu og það er áfram þá metið hvort þeir þurfi þá öndunarvélastuðning. Þá þarf að svæfa viðkomandi og síðan er viðkomandi þá haldið sofandi í öndunarvél með þá slöngu í hálsinum, tengda við öndunarvél. Í þessum sjúkdómi þá gagnast vel að setja fólkið á grúfu til að opna upp lungun og fá betri loftskipti“ segir Sigurbergur Kárason yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Sigurbergur Kárason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.Vísir/arnar Fjórir hafa nú látist hér á landi af COVID-19. Þrír þeirra á Landspítalanum en einn á Húsavík. Tveir af þeim sem hafa látist eru hjón. Konan lést fyrir rúmri viku en maðurinn í gær. Aðeins einn af þeim sem lést hafði verið tengdur við öndunarvél. „Það hafa sem sagt farið ellefu í öndunarvél og tveir af þeim hafa náðst úr öndunarvél,“ segir Kristinn Sigvaldason yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Læknarnir segja erfitt að segja nákvæmlega til um hversu lengi fólk, sem tengt er við öndunarvél, þurfi að vera það. „Það er svona alveg frá tíu til fimmtán daga og jafnvel upp í þrjár vikur,“ segir Sigurbergur. Kristinn segir vel hugsað um fólkið á meðan því er haldið sofandi. „Fólk fær róandi lyf og svefnlyf og fær líka næringu og hugsað um allt annað í kring. Fólki líður ekki illa,“ segir Kristinn. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.vísir/arnar Læknarnir segja erfitt að segja nákvæmlega til um hverjar lífslíkur þeirra eru sem fara á öndunarvél eru. „Það hefur verið aðeins breytilegt eftir löndum en það er svona talað um núna í kringum fimmtíu og sjötíu prósent dánarlíkur en það náttúrulega fer svolítið eftir því hvernig þú velur inn á gjörgæsluna. Hversu aldraðir sjúklingarnir eru og hvernig þá hópurinn er sem að sýkist,“ segir Sigurbergur. Heimsóknarbann er á Landspítalanum og fá aðstandendur því ekki að vera með þeim sem veikjast. „Við erum að reyna gera allt til þess að reyna að vera í sem bestu sambandi við ættingjana og læknarnir hafa komið upp mjög góðu systemi og prestarnir með okkur í því að veita fólki sem sagt hjálp og það er svona sú sálgæsla sem við getum veitt og það skiptir rosalegu miklu máli. Maður getur bara ímyndað sér að vera heima og eiga veikan ættingja á gjörgæslu,“ segir Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar Þau segja marga vinna langar vaktir þessa dagana eða allt að sextán tíma. „Staðan er náttúrulega má segja þung og erfið en við höfum á að skipa frábæru starfsfólki þar sem að samtakamátturinn hefur skilað alveg ótrúlega miklu,“ segir Kristinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tveir til viðbótar látnir af Covid-19 Á síðasta sólarhring hafa tveir sjúklingar látist á Landspítala vegna Covid-19. Þetta kemur fram á vef Landspítalans. 2. apríl 2020 13:37 99 ný smit Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1319 hér á landi. 2. apríl 2020 13:28 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Fjórir eru látnir af Covid 19 hér á landi en tveir létust í gær eftir veikindi. Ellefu eru nú á gjörgæsludeildum Landspítalans en flestir eru tengdir við öndunarvél. Álagið hefur aukist jafnt og þétt á Landspítalanum eftir því sem þeim sem smitast hafa af kórónuveirunni hefur fjölgað í samfélaginu. Nú liggja fjörtíu og þrír sjúklingar á spítalanum með COVID-19. Ellefu þeirra liggja á gjörgæsludeildum spítalans í Fossvogi og við Hringbraut en af þessum ellefu eru átta tengdir við öndunarvél. Fylgst er vel með þeim sjúklingum sem hafa verið lagðir inn á spítalann. „Þegar fer að þyngjast þá eru þeir fluttir yfir á gjörgæslu og það er áfram þá metið hvort þeir þurfi þá öndunarvélastuðning. Þá þarf að svæfa viðkomandi og síðan er viðkomandi þá haldið sofandi í öndunarvél með þá slöngu í hálsinum, tengda við öndunarvél. Í þessum sjúkdómi þá gagnast vel að setja fólkið á grúfu til að opna upp lungun og fá betri loftskipti“ segir Sigurbergur Kárason yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Sigurbergur Kárason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.Vísir/arnar Fjórir hafa nú látist hér á landi af COVID-19. Þrír þeirra á Landspítalanum en einn á Húsavík. Tveir af þeim sem hafa látist eru hjón. Konan lést fyrir rúmri viku en maðurinn í gær. Aðeins einn af þeim sem lést hafði verið tengdur við öndunarvél. „Það hafa sem sagt farið ellefu í öndunarvél og tveir af þeim hafa náðst úr öndunarvél,“ segir Kristinn Sigvaldason yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Læknarnir segja erfitt að segja nákvæmlega til um hversu lengi fólk, sem tengt er við öndunarvél, þurfi að vera það. „Það er svona alveg frá tíu til fimmtán daga og jafnvel upp í þrjár vikur,“ segir Sigurbergur. Kristinn segir vel hugsað um fólkið á meðan því er haldið sofandi. „Fólk fær róandi lyf og svefnlyf og fær líka næringu og hugsað um allt annað í kring. Fólki líður ekki illa,“ segir Kristinn. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.vísir/arnar Læknarnir segja erfitt að segja nákvæmlega til um hverjar lífslíkur þeirra eru sem fara á öndunarvél eru. „Það hefur verið aðeins breytilegt eftir löndum en það er svona talað um núna í kringum fimmtíu og sjötíu prósent dánarlíkur en það náttúrulega fer svolítið eftir því hvernig þú velur inn á gjörgæsluna. Hversu aldraðir sjúklingarnir eru og hvernig þá hópurinn er sem að sýkist,“ segir Sigurbergur. Heimsóknarbann er á Landspítalanum og fá aðstandendur því ekki að vera með þeim sem veikjast. „Við erum að reyna gera allt til þess að reyna að vera í sem bestu sambandi við ættingjana og læknarnir hafa komið upp mjög góðu systemi og prestarnir með okkur í því að veita fólki sem sagt hjálp og það er svona sú sálgæsla sem við getum veitt og það skiptir rosalegu miklu máli. Maður getur bara ímyndað sér að vera heima og eiga veikan ættingja á gjörgæslu,“ segir Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar Þau segja marga vinna langar vaktir þessa dagana eða allt að sextán tíma. „Staðan er náttúrulega má segja þung og erfið en við höfum á að skipa frábæru starfsfólki þar sem að samtakamátturinn hefur skilað alveg ótrúlega miklu,“ segir Kristinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tveir til viðbótar látnir af Covid-19 Á síðasta sólarhring hafa tveir sjúklingar látist á Landspítala vegna Covid-19. Þetta kemur fram á vef Landspítalans. 2. apríl 2020 13:37 99 ný smit Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1319 hér á landi. 2. apríl 2020 13:28 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Tveir til viðbótar látnir af Covid-19 Á síðasta sólarhring hafa tveir sjúklingar látist á Landspítala vegna Covid-19. Þetta kemur fram á vef Landspítalans. 2. apríl 2020 13:37
99 ný smit Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1319 hér á landi. 2. apríl 2020 13:28
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent