Viðskiptafrömuðurinn Jack Welch látinn Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2020 15:45 Jack Welch umbylti General Electric í forstjóratíð sinni á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Fjármálahluti fyrirtækisins sem hann stofnaði á sínum tíma sökkti því næstum því í fjármálakreppunni undir lok fyrsta áratugs þessarar aldar. AP/Richard Drew Jack Welch, fyrrverandi forstjóri bandaríska stórfyrirtækisins General Electric, er látinn, 84 ára að aldri. Eftir að Welch lét af störfum gerðist hann vinsæll fyrirlesari um stjórnunarmál. GE staðfesti andlát Welch í dag. Hann varð einn þekktasti og virtasti fyrirtækjastjórnandi Bandaríkjanna á þeim tveimur áratugum sem hann var forstjóri og stjórnarformaður GE frá 1981 til 2001, að sögn AP-fréttastofunnar. Í tíð Welch varð GE verðmætasta fyrirtæki í heiminum og fimmfaldaði tekjur sínar. Hann breytti því úr framleiðanda heimilisvara og ljósapera í stórveldi í iðnaði og fjármálaþjónustu. Þúsundir starfsmanna misstu vinnuna í aðgerðum Welch, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bækur um stjórnun sem Welch gaf út eftir að hann lét af störfum hjá GE toppuðu metsölulista. Hann hélt meðal annars fyrirlestur á Íslandi í boði Kaupþings og Baugs árið 2003. Bandaríkin Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Búinn að afnema regluverkið sem tafði fyrir opnun Kastrup Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Jack Welch, fyrrverandi forstjóri bandaríska stórfyrirtækisins General Electric, er látinn, 84 ára að aldri. Eftir að Welch lét af störfum gerðist hann vinsæll fyrirlesari um stjórnunarmál. GE staðfesti andlát Welch í dag. Hann varð einn þekktasti og virtasti fyrirtækjastjórnandi Bandaríkjanna á þeim tveimur áratugum sem hann var forstjóri og stjórnarformaður GE frá 1981 til 2001, að sögn AP-fréttastofunnar. Í tíð Welch varð GE verðmætasta fyrirtæki í heiminum og fimmfaldaði tekjur sínar. Hann breytti því úr framleiðanda heimilisvara og ljósapera í stórveldi í iðnaði og fjármálaþjónustu. Þúsundir starfsmanna misstu vinnuna í aðgerðum Welch, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bækur um stjórnun sem Welch gaf út eftir að hann lét af störfum hjá GE toppuðu metsölulista. Hann hélt meðal annars fyrirlestur á Íslandi í boði Kaupþings og Baugs árið 2003.
Bandaríkin Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Búinn að afnema regluverkið sem tafði fyrir opnun Kastrup Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira