Bólusetti kærastann og fékk bónorð í leiðinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. janúar 2021 13:04 Bólusetningin tók óvæntan snúning með bónorði. Getty Robby Vargas-Cortes, sem starfar sem yfirmaður sjúkraflutninga, kom kærasta sínum, hjúkrunarfræðinginum Eric Vanderlee, heldur betur á óvart þegar hann mætti til hans til að fá bóluefni gegn covid-19. Vargas-Cortes mætti í bólusetningu á Þorláksmessu til Vanderlee, sem starfar sem hjúkrunarfræðingur í Canton í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum. Vargas-Cortes hafði falið trúlofunarhring upp í vinstri ermi klæða sinna og dró hringinn fram þegar hans heittelskaði gerði sig reiðubúinn til að bólusetja hann. „Já“ svaraði Vanderlee áður en hann gaf unnusta sínum bóluefnið gegn covid-19. Bónorðið náðist á myndband og af því að dæma má ætla að samstarfsmenn Vanderlee hafi verið alveg jafn hissa og hann sjálfur við að heyra bónorðið. „Þetta hefur verið frekar klikkað ár, og þú veist, það hefur verið skemmtilegt að hafa þig í lífi mínu,“ sagði Vargas-Cortes, er hann bar upp bónorðið. Síðan föðmuðust þeir innilega en enginn koss náðist þó á myndband enda voru þeir báðir með andlitsgrímu. Vanderlee segist engan veginn hafa átt von á bónorðinu að því er segir í frétt New York Times. Þeir hafa verið saman í næstum fimm ár og segjast þeir oft hafa grínast með það að trúlofa sig, en í ljósi kórónuveirufaraldursins hafi reynst erfitt að skipuleggja óvænt bónorð. En þegar Vanderlee bauðst til að aðstoða við bólusetninguna sá Vargas-Cortes sér leik á borði. Árið 2020 reyndist þeim erfitt líkt og svo mörgum öðrum en afi Vanderlee er einn af þeim um það bil 347 þúsund sem hafa látist af völdum covid-19 í Bandaríkjunum. „Hann var allra manna hraustastur,“ segir Vanderlee. „Hann átti ekki við nein vandamál að stríða og svo allt í einu var hann farinn.“ Þeir segjast hrærðir yfir viðbrögðunum sem þeir hafi fengið vegna trúlofunnar sinnar og þeir hafi fundið fyrir mikilli ást og stuðningi, en myndbandið af trúlofun þeirra hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum. „Þetta færir okkur nýja bylgju af gleði,“ sagði Vanderlee. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástin og lífið Bólusetningar Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Vargas-Cortes hafði falið trúlofunarhring upp í vinstri ermi klæða sinna og dró hringinn fram þegar hans heittelskaði gerði sig reiðubúinn til að bólusetja hann. „Já“ svaraði Vanderlee áður en hann gaf unnusta sínum bóluefnið gegn covid-19. Bónorðið náðist á myndband og af því að dæma má ætla að samstarfsmenn Vanderlee hafi verið alveg jafn hissa og hann sjálfur við að heyra bónorðið. „Þetta hefur verið frekar klikkað ár, og þú veist, það hefur verið skemmtilegt að hafa þig í lífi mínu,“ sagði Vargas-Cortes, er hann bar upp bónorðið. Síðan föðmuðust þeir innilega en enginn koss náðist þó á myndband enda voru þeir báðir með andlitsgrímu. Vanderlee segist engan veginn hafa átt von á bónorðinu að því er segir í frétt New York Times. Þeir hafa verið saman í næstum fimm ár og segjast þeir oft hafa grínast með það að trúlofa sig, en í ljósi kórónuveirufaraldursins hafi reynst erfitt að skipuleggja óvænt bónorð. En þegar Vanderlee bauðst til að aðstoða við bólusetninguna sá Vargas-Cortes sér leik á borði. Árið 2020 reyndist þeim erfitt líkt og svo mörgum öðrum en afi Vanderlee er einn af þeim um það bil 347 þúsund sem hafa látist af völdum covid-19 í Bandaríkjunum. „Hann var allra manna hraustastur,“ segir Vanderlee. „Hann átti ekki við nein vandamál að stríða og svo allt í einu var hann farinn.“ Þeir segjast hrærðir yfir viðbrögðunum sem þeir hafi fengið vegna trúlofunnar sinnar og þeir hafi fundið fyrir mikilli ást og stuðningi, en myndbandið af trúlofun þeirra hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum. „Þetta færir okkur nýja bylgju af gleði,“ sagði Vanderlee.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástin og lífið Bólusetningar Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent