Íslenski boltinn

Meistarar Breiðabliks kveðja máttarstólpa

Sindri Sverrisson skrifar
Sonný Lára Þráinsdóttir hefur verið afar sigursæl með liði Breiðabliks.
Sonný Lára Þráinsdóttir hefur verið afar sigursæl með liði Breiðabliks. vísir/daníel

Sonný Lára Þráinsdóttir, landsliðsmarkmaður í fótbolta, er hætt hjá Íslandsmeisturum Breiðabliks.

Sonný hefur orðið þrívegis Íslandsmeistari og tvívegis bikarmeistari með Breiðabliki en hún kom til félagsins frá Fjölni fyrir sjö árum og hefur verið einn af máttarstólpum liðsins.

Sonný, sem er á 35. aldursári, segist á Facebook-síðu Breiðabliks ekki vita hvort hún sé alfarið hætt að spila fótbolta. Hún muni að minnsta kosti halda áfram tengslum við Blikana, kíkja á æfingar og styðja við liðið, og sé byrjuð að taka þjálfaranámskeið hjá KSÍ.

„Þetta var frábært sumar hjá okkur en ég held að nú sé kominn tími til að einhver önnur taki við í markinu. Það er samt erfitt að gera þetta núna því mér finnst eins og tímabilið sé ennþá í pásu enda eigum við eftir að fá að fagna Íslandsmeistaratitlinum. Ég vona að við getum gert það fyrir framan okkar frábæru áhorfendur seinna meir,“ segir Sonný.

Takk fyrir, Sonný Lára! Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu, hefur spilað sinn...

Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Þriðjudagur, 5. janúar 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×