Segir fjörutíu prósenta hækkun álverðs gríðarlega mikilvæga fyrir efnahagslífið Kristján Már Unnarsson skrifar 5. janúar 2021 21:50 Gunnar Guðlaugsson er forstjóri Norðuráls og stjórnarformaður Samáls, samtaka álframleiðenda á Íslandi. Arnar Halldórsson Heimsmarkaðsverð á áli hefur rokið upp á undanförnum mánuðum og hækkað um ríflega fjörutíu prósent frá því verðið var lægst síðastliðið vor. Stjórnarformaður Samáls segir þetta gríðarlega mikilvægt fyrir efnahag landsins. Eftir að ferðaþjónustan hrundi er áliðnaður á ný orðinn næst stærsta útflutningsgrein landsins á eftir sjávarútvegi. Það blés hins vegar ekki byrlega fyrir greininni í vor þegar álverð fór niður undir 1.400 dollara á tonnið. En dæmið snerist við í júní og síðan hefur álverð hækkað jafnt og þétt og stendur núna í rúmlega 2.000 dollurum. Álver Norðuráls á Grundartanga.Vísir/Vilhelm „Auðvitað er þetta bara mjög jákvætt að álverð hefur hækkað og meðalverð ársins kannski ekki alslæmt,“ segir Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls og stjórnarformaður Samáls, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Þetta bara orsakast af aukinni eftirspurn, bæði í Evrópu og Asíu, og kannski ekki síst í Kína.“ Þá hafi fréttir af bóluefni haft jákvæð áhrif. „Heimurinn fyllist bjartsýni og þá fer fólk að eyða og hagvöxtur eykst og það hefur jákvæð áhrif á álverð,“ segir Gunnar. Frá álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík.Mynd/Stöð 2. Þrjú álver eru hérlendis. ÍSAL í Straumsvík reis fyrst, síðan álver Norðuráls á Grundartanga en Alcoa Fjarðaál í Reyðarfirði er yngst. En hvað þýðir svona verðhækkun fyrir íslenskan efnahag? „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskan efnahag. Álframleiðsla er auðvitað stór hluti af íslensku efnahagslífi þannig að þetta hefur jákvæð áhrif á okkur öll,“ svarar stjórnarformaður samtaka álframleiðenda. Þessi mikla hækkun hefur bein áhrif á tekjur Landsvirkjunar en 35 prósent af heildarorkusölu fyrirtækisins er beintengd heimsmarkaðsverði á áli, samkvæmt upplýsingum Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, í dag. Álver Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirðivísir/valli Gunnar, sem sjálfur stýrir Norðuráli á Grundartanga, segir erfitt að spá um hvort verðhækkunin haldist. „En hins vegar erum við bjartsýn á það að eftirspurn eftir áli mun halda áfram að aukast. Þegar hagvöxtur eykst þá eykst eftirspurn eftir rafbílum og flugvélum og það eru jú vörur sem ál er notað í að stórum hluta.“ Gunnar Guðlaugsson var ráðinn forstjóri Norðuráls vorið 2019 eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu í áratug.Arnar Halldórsson Hann segir áliðnaðinn mikilvæga stoð í íslensku efnahagslífi. „Það hefur sýnt sig, bæði í gegnum þessa kreppu og fyrri kreppur, að þetta er kannski sú stoð sem svona aðrar kreppur hafa minni áhrif á. Og við höfum haldið uppi atvinnu og framleiðslu í gegnum þessa kreppu,“ segir stjórnarformaður Samáls. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Áliðnaður Orkumál Landsvirkjun Efnahagsmál Tengdar fréttir Norðurál óskar eftir því að trúnaði verði aflétt af samningum Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum. 13. nóvember 2020 12:45 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Eftir að ferðaþjónustan hrundi er áliðnaður á ný orðinn næst stærsta útflutningsgrein landsins á eftir sjávarútvegi. Það blés hins vegar ekki byrlega fyrir greininni í vor þegar álverð fór niður undir 1.400 dollara á tonnið. En dæmið snerist við í júní og síðan hefur álverð hækkað jafnt og þétt og stendur núna í rúmlega 2.000 dollurum. Álver Norðuráls á Grundartanga.Vísir/Vilhelm „Auðvitað er þetta bara mjög jákvætt að álverð hefur hækkað og meðalverð ársins kannski ekki alslæmt,“ segir Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls og stjórnarformaður Samáls, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Þetta bara orsakast af aukinni eftirspurn, bæði í Evrópu og Asíu, og kannski ekki síst í Kína.“ Þá hafi fréttir af bóluefni haft jákvæð áhrif. „Heimurinn fyllist bjartsýni og þá fer fólk að eyða og hagvöxtur eykst og það hefur jákvæð áhrif á álverð,“ segir Gunnar. Frá álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík.Mynd/Stöð 2. Þrjú álver eru hérlendis. ÍSAL í Straumsvík reis fyrst, síðan álver Norðuráls á Grundartanga en Alcoa Fjarðaál í Reyðarfirði er yngst. En hvað þýðir svona verðhækkun fyrir íslenskan efnahag? „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskan efnahag. Álframleiðsla er auðvitað stór hluti af íslensku efnahagslífi þannig að þetta hefur jákvæð áhrif á okkur öll,“ svarar stjórnarformaður samtaka álframleiðenda. Þessi mikla hækkun hefur bein áhrif á tekjur Landsvirkjunar en 35 prósent af heildarorkusölu fyrirtækisins er beintengd heimsmarkaðsverði á áli, samkvæmt upplýsingum Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, í dag. Álver Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirðivísir/valli Gunnar, sem sjálfur stýrir Norðuráli á Grundartanga, segir erfitt að spá um hvort verðhækkunin haldist. „En hins vegar erum við bjartsýn á það að eftirspurn eftir áli mun halda áfram að aukast. Þegar hagvöxtur eykst þá eykst eftirspurn eftir rafbílum og flugvélum og það eru jú vörur sem ál er notað í að stórum hluta.“ Gunnar Guðlaugsson var ráðinn forstjóri Norðuráls vorið 2019 eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu í áratug.Arnar Halldórsson Hann segir áliðnaðinn mikilvæga stoð í íslensku efnahagslífi. „Það hefur sýnt sig, bæði í gegnum þessa kreppu og fyrri kreppur, að þetta er kannski sú stoð sem svona aðrar kreppur hafa minni áhrif á. Og við höfum haldið uppi atvinnu og framleiðslu í gegnum þessa kreppu,“ segir stjórnarformaður Samáls. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Áliðnaður Orkumál Landsvirkjun Efnahagsmál Tengdar fréttir Norðurál óskar eftir því að trúnaði verði aflétt af samningum Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum. 13. nóvember 2020 12:45 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Norðurál óskar eftir því að trúnaði verði aflétt af samningum Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum. 13. nóvember 2020 12:45
Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07