Loksins í úrslitakeppni eftir nítján ára bið en þjálfarinn má ekki vera á svæðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2021 11:46 Kevin Stefanski tókst það sem engum þjálfara Cleveland Browns hafði tekist frá árinu 2002. Getty/Jason Miller Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hefst um komandi helgi en eitt liðanna mætir vængbrotið til leiks eftir að kórónuveiran hefur verið að flakka á milli þjálfara og leikmanna liðsins. Cleveland Browns tókst að enda nítján ár bið eftir sæti úrslitakeppninni um síðustu helgi en Adam var ekki lengi í Paradís. Kevin Stefanski, þjálfarinn sem loksins tókst að koma Cleveland Browns í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 2002, má ekki stjórna liðinu í leiknum á móti Pittsburgh Steelers um komandi helgi. Ástæðan er að Kevin Stefanski er kominn með kórónuveiruna og verður að eyða næstu dögum í einangrun. Hann er ekki sá eini hjá félaginu sem smitaðist. More on Browns head coach Kevin Stefanski testing positive for COVID-19 and being out for Sunday s wild-card game vs. Steelers.https://t.co/EWSULAxxpM— Adam Schefter (@AdamSchefter) January 5, 2021 Auk Kevin Stefanski þá hafa aðrir starfsmenn og einhverjir leikmenn líka smitast af veirunni og missa því allir af þessum sögulega leik fyrir félagið. Mike Priefer, sem hefur séð um sérhæfða liðið hjá Browns, mun taka að sér að vera aðalþjálfari liðsins á móti Steelers. Alex Van Pelt, umsjónarmaður sóknarliðsins, mun einnig fá meiri ábyrgð með því að ákveða leikkerfi verða spiluð. Samkvæmt NFL-reglum þá þurfa allir sem smitast að fara í tíu daga einangrun. Það hefur verið hópsmit í gangi hjá Cleveland Browns undanfarnar vikur og félagið þurfti núna að loka æfingasvæði sínu í fimmta sinn á tíu dögum. We were informed this morning that Head Coach Kevin Stefanski, two additional members of the coaching staff and two players have tested positive for COVID-19.Our contingency planning calls for Special Teams Coordinator Mike Priefer to serve as the acting Head Coach. pic.twitter.com/Mhh9Zt1e4d— Cleveland Browns (@Browns) January 5, 2021 Liðið þurfti meðal annars að spila útherjalaust fyrir tveimur vikum síðan en tókst samt sem áður að klára dæmið og koma sér í úrslitakeppnina. Það vantaði líka sex leikmenn í sigurleiknum um síðustu helgi. Það er enn smitrakning í gangi og því gætu vissulega fleiri leikmenn dottið út sem gerir verkefni sunnudagsins auðvitað enn erfiðara. Úrslitakeppnin hefst um komandi helgi og það verða fjórtán lið í henni í stað tólf áður. Það þýðir jafnframt að það fara fram sex leikir á fyrstu helgi úrslitakeppninnar eða þrír á laugardegi og þrír á sunnudegi. Stöð 2 Sport mun sýna alla þessa leiki í beinni útsendingu og það er því mikil veisla framundan um komandi helgi. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og hvenær hver leikur er á dagskrá. Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar Laugardagurinn 9. janúar Buffalo Bills - Indianapolis Colts / Klukkan 18:05 að íslenskum tíma [Stöð 2 Sport 2] Seattle Seahawks - Los Angeles Rams / Klukkan 21:40 að íslenskum tíma [Stöð 2 Sport 2] Washington Football Team - Tampa Bay Buccaneers / Klukkan 01:15 að íslenskum tíma [Stöð 2 Sport 2] Sunnudagurinn 10. janúar Tennessee Titans - Baltimore Ravens / Klukkan 18:05 að íslenskum tíma [Stöð 2 Sport 2] New Orleans Saints - Chicago Bears / Klukkan 21:40 að íslenskum tíma [Stöð 2 Sport 2] Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns / Klukkan 01:15 að íslenskum tíma [Stöð 2 Sport 2] NFL Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar Sjá meira
Cleveland Browns tókst að enda nítján ár bið eftir sæti úrslitakeppninni um síðustu helgi en Adam var ekki lengi í Paradís. Kevin Stefanski, þjálfarinn sem loksins tókst að koma Cleveland Browns í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 2002, má ekki stjórna liðinu í leiknum á móti Pittsburgh Steelers um komandi helgi. Ástæðan er að Kevin Stefanski er kominn með kórónuveiruna og verður að eyða næstu dögum í einangrun. Hann er ekki sá eini hjá félaginu sem smitaðist. More on Browns head coach Kevin Stefanski testing positive for COVID-19 and being out for Sunday s wild-card game vs. Steelers.https://t.co/EWSULAxxpM— Adam Schefter (@AdamSchefter) January 5, 2021 Auk Kevin Stefanski þá hafa aðrir starfsmenn og einhverjir leikmenn líka smitast af veirunni og missa því allir af þessum sögulega leik fyrir félagið. Mike Priefer, sem hefur séð um sérhæfða liðið hjá Browns, mun taka að sér að vera aðalþjálfari liðsins á móti Steelers. Alex Van Pelt, umsjónarmaður sóknarliðsins, mun einnig fá meiri ábyrgð með því að ákveða leikkerfi verða spiluð. Samkvæmt NFL-reglum þá þurfa allir sem smitast að fara í tíu daga einangrun. Það hefur verið hópsmit í gangi hjá Cleveland Browns undanfarnar vikur og félagið þurfti núna að loka æfingasvæði sínu í fimmta sinn á tíu dögum. We were informed this morning that Head Coach Kevin Stefanski, two additional members of the coaching staff and two players have tested positive for COVID-19.Our contingency planning calls for Special Teams Coordinator Mike Priefer to serve as the acting Head Coach. pic.twitter.com/Mhh9Zt1e4d— Cleveland Browns (@Browns) January 5, 2021 Liðið þurfti meðal annars að spila útherjalaust fyrir tveimur vikum síðan en tókst samt sem áður að klára dæmið og koma sér í úrslitakeppnina. Það vantaði líka sex leikmenn í sigurleiknum um síðustu helgi. Það er enn smitrakning í gangi og því gætu vissulega fleiri leikmenn dottið út sem gerir verkefni sunnudagsins auðvitað enn erfiðara. Úrslitakeppnin hefst um komandi helgi og það verða fjórtán lið í henni í stað tólf áður. Það þýðir jafnframt að það fara fram sex leikir á fyrstu helgi úrslitakeppninnar eða þrír á laugardegi og þrír á sunnudegi. Stöð 2 Sport mun sýna alla þessa leiki í beinni útsendingu og það er því mikil veisla framundan um komandi helgi. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og hvenær hver leikur er á dagskrá. Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar Laugardagurinn 9. janúar Buffalo Bills - Indianapolis Colts / Klukkan 18:05 að íslenskum tíma [Stöð 2 Sport 2] Seattle Seahawks - Los Angeles Rams / Klukkan 21:40 að íslenskum tíma [Stöð 2 Sport 2] Washington Football Team - Tampa Bay Buccaneers / Klukkan 01:15 að íslenskum tíma [Stöð 2 Sport 2] Sunnudagurinn 10. janúar Tennessee Titans - Baltimore Ravens / Klukkan 18:05 að íslenskum tíma [Stöð 2 Sport 2] New Orleans Saints - Chicago Bears / Klukkan 21:40 að íslenskum tíma [Stöð 2 Sport 2] Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns / Klukkan 01:15 að íslenskum tíma [Stöð 2 Sport 2]
Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar Laugardagurinn 9. janúar Buffalo Bills - Indianapolis Colts / Klukkan 18:05 að íslenskum tíma [Stöð 2 Sport 2] Seattle Seahawks - Los Angeles Rams / Klukkan 21:40 að íslenskum tíma [Stöð 2 Sport 2] Washington Football Team - Tampa Bay Buccaneers / Klukkan 01:15 að íslenskum tíma [Stöð 2 Sport 2] Sunnudagurinn 10. janúar Tennessee Titans - Baltimore Ravens / Klukkan 18:05 að íslenskum tíma [Stöð 2 Sport 2] New Orleans Saints - Chicago Bears / Klukkan 21:40 að íslenskum tíma [Stöð 2 Sport 2] Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns / Klukkan 01:15 að íslenskum tíma [Stöð 2 Sport 2]
NFL Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti