„Núna get ég allavega verslað í Krónunni án samviskubits“ Eiður Þór Árnason skrifar 6. janúar 2021 11:31 Særún var samskiptastjóri Haga sem meðal annars reka verslanirnar Hagkaup og Bónus. Vísir Særúnu Ósk Pálmadóttur hefur verið sagt upp störfum sem samskiptastjóri Haga en staða hennar hjá verslunarfyrirtækinu hefur verið lögð niður. Særún er um leið fyrsti og síðasti samskiptastjóri Haga en fyrir hennar tíð hafði enginn gegnt þeirri stöðu hjá smásölurisanum. Hagar tilkynntu í gær að Sesselía Birgisdóttir hafi verið ráðin í nýja stöðu forstöðumanns nýsköpunar og markaðsmála hjá fyrirtækinu. Mun hún taka við verkefnum samskiptastjóra. Særún segir í samtali við Vísi að henni hafi verið tilkynnt um uppsögnina á mánudag og að hún hafi þegar hætt störfum hjá fyrirtækinu. Einu skýringarnar sem hún hafi fengið á uppsögninni væru að um væri að ræða skipulagsbreytingu sem Finnur Oddsson, forstjóri Haga, stóð að. Sá Finnur tók við stjórnartaumunum af Finni Árnasyni síðasta sumar. Særún segir að tími hennar hjá Högum hafi verið mjög góður skóli þar sem hún fékk að takast á við skemmtileg og krefjandi verkefni með reynslumiklum samstarfsfélögum. „Það er mikið búið að ganga á þessum fjórtán mánuðum frá því að ég byrjaði, bæði forstjórabreyting og heimsfaraldur þannig að þetta eru búnir að vera skrítnir tímar.“ Hvort tveggja hafi vissulega haft áhrif á hennar áætlanir fyrir félagið og dótturfélög þess. Særún segir að uppsögnin hafi komið henni á óvart en að hún líti björt fram á veginn. „Þetta er bara er tækifæri, 2021 er árið mitt,“ segir Særún. Þá nefnir Særún að hún geti loks verslað í Krónunni án samviskubits. Krónan er helsti samkeppnisaðili Bónus, flaggskips Haga í lágvöruverslunum hér á landi. Allir að fá nýja vinnu þessa dagana á meðan mitt starf er lagt niður. Fyrsti og síðasti samskiptastjóri Haga, toppaðu það!En jæja, núna get ég allavega verslað í Krónunni án samviskubits.— Særún Pálmadóttir (@saerunosk) January 5, 2021 Vistaskipti Verslun Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Hagar tilkynntu í gær að Sesselía Birgisdóttir hafi verið ráðin í nýja stöðu forstöðumanns nýsköpunar og markaðsmála hjá fyrirtækinu. Mun hún taka við verkefnum samskiptastjóra. Særún segir í samtali við Vísi að henni hafi verið tilkynnt um uppsögnina á mánudag og að hún hafi þegar hætt störfum hjá fyrirtækinu. Einu skýringarnar sem hún hafi fengið á uppsögninni væru að um væri að ræða skipulagsbreytingu sem Finnur Oddsson, forstjóri Haga, stóð að. Sá Finnur tók við stjórnartaumunum af Finni Árnasyni síðasta sumar. Særún segir að tími hennar hjá Högum hafi verið mjög góður skóli þar sem hún fékk að takast á við skemmtileg og krefjandi verkefni með reynslumiklum samstarfsfélögum. „Það er mikið búið að ganga á þessum fjórtán mánuðum frá því að ég byrjaði, bæði forstjórabreyting og heimsfaraldur þannig að þetta eru búnir að vera skrítnir tímar.“ Hvort tveggja hafi vissulega haft áhrif á hennar áætlanir fyrir félagið og dótturfélög þess. Særún segir að uppsögnin hafi komið henni á óvart en að hún líti björt fram á veginn. „Þetta er bara er tækifæri, 2021 er árið mitt,“ segir Særún. Þá nefnir Særún að hún geti loks verslað í Krónunni án samviskubits. Krónan er helsti samkeppnisaðili Bónus, flaggskips Haga í lágvöruverslunum hér á landi. Allir að fá nýja vinnu þessa dagana á meðan mitt starf er lagt niður. Fyrsti og síðasti samskiptastjóri Haga, toppaðu það!En jæja, núna get ég allavega verslað í Krónunni án samviskubits.— Særún Pálmadóttir (@saerunosk) January 5, 2021
Vistaskipti Verslun Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira