Skólastarf fellur niður vegna brunans í Glerárskóla Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. janúar 2021 01:32 Eldurinn kom upp í kjallara Gleraárskóla á Akureyri í kvöld. Vísir/Tryggvi Páll Skólastarf fellur niður í Glerárskóla á Akureyri í fyrramálið vegna elds sem upp kom kjallara skólans fyrr í kvöld. Eldurinn olli rafmagnsleysi í stórum hluta bæjarins sem gerði það að verkum að viðbragðstími slökkviliðsins var lengri en ella þar sem dyr slökkvistöðvarinnar eru rafknúnar og því þurfti að ná dælubílum út með öðrum ráðum. Tryggvi Páll Tryggvason fréttamaður tók meðfylgjandi myndskeið á vettvangi brunans. Búið var að slökkva eldinn og unnið var að reykræstingu þegar fréttastofa náði tali af Ólafi Stefánssyni, slökkviliðsstjóra á Akureyri, um klukkan eitt í nótt. „Það eru náttúrlega töluverðar skemmdir, bæði eftir eld og reyk,“ segir Ólafur. Engan sakaði þó í brunanum. „Það voru töluverðar skemmdir eftir eld og reyk í kjallaranum í rýminu þar sem að eldurinn var en sem betur fer tókst að slökkva þetta áður en þetta barst víðar um skólann. Þannig að þetta er frekar staðbundið,“ segir Ólafur. „Það eru töluverðar skemmdir á skólanum.“ Ekki liggur endanlega fyrir hvað olli upptökum eldsins en líkur eru taldar á því að eldsupptök megi rekja til flugelda. Fundað var með fræðslustjóra og skólastjóra og ákvörðun tekin um að fella niður kennslu í skólanum á morgun að sögn Ólafar. Staðan verði síðan eflaust metin á morgun. Rafmagnsleysið tafði útkallið „Það er spennistöð stutt frá eldsupptökunum, þar er Norðurorka með spennistöð inni í húsinu,“ segir Ólafur en rekja má rafmagnsleysi í stórum hluta bæjarins í kvöld til eldsins eða reykjarins í Glerárskóla. „Alla veganna sló þessi spennistöð út, stuttu áður en að útkallið kom og það fór rafmagnið af stórum hluta bæjarins og þar á meðal á slökkvistöðinni,“ segir Ólafur. Rafmagni sló út aðeins örskömmu áður en útkallið barst sem kom sér illa fyrir slökkviliðið. „Þá fór sem sagt rafmagnið af allri stöðinni og þar á meðal á hurðunum, þær eru allar rafknúnar hurðarnar sem við notum til að koma bílunum út,“ útskýrir Ólafur. „Við höfðum svo sem alveg ráð til þess að opna þær en það tekur aðeins lengri tíma og meiri mannafla og tafði útkallið,“ bætir Ólafur við. „Þetta fór mun betur en á horfði í fyrstu.“ Akureyri Slökkvilið Skóla - og menntamál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Sjá meira
Tryggvi Páll Tryggvason fréttamaður tók meðfylgjandi myndskeið á vettvangi brunans. Búið var að slökkva eldinn og unnið var að reykræstingu þegar fréttastofa náði tali af Ólafi Stefánssyni, slökkviliðsstjóra á Akureyri, um klukkan eitt í nótt. „Það eru náttúrlega töluverðar skemmdir, bæði eftir eld og reyk,“ segir Ólafur. Engan sakaði þó í brunanum. „Það voru töluverðar skemmdir eftir eld og reyk í kjallaranum í rýminu þar sem að eldurinn var en sem betur fer tókst að slökkva þetta áður en þetta barst víðar um skólann. Þannig að þetta er frekar staðbundið,“ segir Ólafur. „Það eru töluverðar skemmdir á skólanum.“ Ekki liggur endanlega fyrir hvað olli upptökum eldsins en líkur eru taldar á því að eldsupptök megi rekja til flugelda. Fundað var með fræðslustjóra og skólastjóra og ákvörðun tekin um að fella niður kennslu í skólanum á morgun að sögn Ólafar. Staðan verði síðan eflaust metin á morgun. Rafmagnsleysið tafði útkallið „Það er spennistöð stutt frá eldsupptökunum, þar er Norðurorka með spennistöð inni í húsinu,“ segir Ólafur en rekja má rafmagnsleysi í stórum hluta bæjarins í kvöld til eldsins eða reykjarins í Glerárskóla. „Alla veganna sló þessi spennistöð út, stuttu áður en að útkallið kom og það fór rafmagnið af stórum hluta bæjarins og þar á meðal á slökkvistöðinni,“ segir Ólafur. Rafmagni sló út aðeins örskömmu áður en útkallið barst sem kom sér illa fyrir slökkviliðið. „Þá fór sem sagt rafmagnið af allri stöðinni og þar á meðal á hurðunum, þær eru allar rafknúnar hurðarnar sem við notum til að koma bílunum út,“ útskýrir Ólafur. „Við höfðum svo sem alveg ráð til þess að opna þær en það tekur aðeins lengri tíma og meiri mannafla og tafði útkallið,“ bætir Ólafur við. „Þetta fór mun betur en á horfði í fyrstu.“
Akureyri Slökkvilið Skóla - og menntamál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent