Var að ljúka við leyniverkefni fyrir Netflix á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2021 15:30 Það er heldur betur nóg að gera hjá Balta. Vísir/getty Leikstjórinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur var að ljúka við verkefni fyrir Netflix en vegna trúnaðar má hann ekki greina frá því hvaða verkefni um ræðir en þetta kemur fram í Viðskiptablaði Morgunblaðsins sem kom út í gær. Þar kemur fram að hægt verði að sjá efnið á Netflix næsta haust eða um næstu jól. Þar segir hann að í kjölfar heimsfaraldursins hafi kvikmyndaver hans Reykjavík Studios verið fullbókað á árinu 2020 þar sem aðstæður hér innanlands fyrir kvikmyndatökur eru prýðilegar vegna þess hversu vel hefur verið haldið á spilunum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. „Við tókum stúdíóið í notkun í apríl 2018. Við byrjuðum á að taka upp Ófærð en húsið var þá hrátt og ekki búið að leggja hita í það. Nú höfum við fullbúið stúdíó og framhúsið [vesturendinn] er komið í fulla notkun. Við skiptum um þak, einangruðum húsið og settum hita í gólfin. Nú er þetta sennilega eitt fullkomnasta stúdíó í Evrópu og þótt víðar væri leitað,“ segir Baltasar í samtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins. Nóg að gera „Stúdíóið hefur verið í fullri notkun síðan við tókum það í notkun. Það er kannski heppni að ákveðnu leyti. Við Íslendingar vorum framarlega í því að halda kórónuveirunni niðri en síðan faraldurinn hófst hefur stúdíóið verið í stöðugri notkun. Meðal annars er ég að klára verkefni fyrir Netflix sem ég er að framleiða en meðal leikara er Nikolaj CosterWaldau. Það hefur ekki verið greint frá verkefninu en við höfum verið í tökum á því í allt haust. Ástæða þess að verkefnið var unnið hér er meðal annars sú að við gátum myndað verkefnið að fullu á Íslandi vegna þess hvað stúdíóið er gott,“ segir Balti í viðtalinu en einnig fóru tökur fram á sjónvarpsþáttunum Kötlu á fyrri hluta ársins og einnig á Ófærð 3 við og við. Í viðtalinu kemur fram að Baltasar mun vinna með breska leikaranum Idris Elba að verkefni sem hefur fengið vinnuheitið Beast. „Idris Elba fer með aðalhlutverkið en hann er eini þeldökki leikarinn sem komið hefur alvarlega til greina sem fyrsti James Bondinn. Þetta er stórt verkefni. Universal Studios er á bak við myndina og er kostnaðurinn áætlaður 50-60 milljónir dala. Við ætlum að taka myndina í Suður-Afríku í maí og vonandi gengur það eftir, þrátt fyrir nýja afbrigðið af kórónuveirunni. Það kemur í ljós hvort breyta þurfi tökustöðum.“ Bíó og sjónvarp Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Þar kemur fram að hægt verði að sjá efnið á Netflix næsta haust eða um næstu jól. Þar segir hann að í kjölfar heimsfaraldursins hafi kvikmyndaver hans Reykjavík Studios verið fullbókað á árinu 2020 þar sem aðstæður hér innanlands fyrir kvikmyndatökur eru prýðilegar vegna þess hversu vel hefur verið haldið á spilunum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. „Við tókum stúdíóið í notkun í apríl 2018. Við byrjuðum á að taka upp Ófærð en húsið var þá hrátt og ekki búið að leggja hita í það. Nú höfum við fullbúið stúdíó og framhúsið [vesturendinn] er komið í fulla notkun. Við skiptum um þak, einangruðum húsið og settum hita í gólfin. Nú er þetta sennilega eitt fullkomnasta stúdíó í Evrópu og þótt víðar væri leitað,“ segir Baltasar í samtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins. Nóg að gera „Stúdíóið hefur verið í fullri notkun síðan við tókum það í notkun. Það er kannski heppni að ákveðnu leyti. Við Íslendingar vorum framarlega í því að halda kórónuveirunni niðri en síðan faraldurinn hófst hefur stúdíóið verið í stöðugri notkun. Meðal annars er ég að klára verkefni fyrir Netflix sem ég er að framleiða en meðal leikara er Nikolaj CosterWaldau. Það hefur ekki verið greint frá verkefninu en við höfum verið í tökum á því í allt haust. Ástæða þess að verkefnið var unnið hér er meðal annars sú að við gátum myndað verkefnið að fullu á Íslandi vegna þess hvað stúdíóið er gott,“ segir Balti í viðtalinu en einnig fóru tökur fram á sjónvarpsþáttunum Kötlu á fyrri hluta ársins og einnig á Ófærð 3 við og við. Í viðtalinu kemur fram að Baltasar mun vinna með breska leikaranum Idris Elba að verkefni sem hefur fengið vinnuheitið Beast. „Idris Elba fer með aðalhlutverkið en hann er eini þeldökki leikarinn sem komið hefur alvarlega til greina sem fyrsti James Bondinn. Þetta er stórt verkefni. Universal Studios er á bak við myndina og er kostnaðurinn áætlaður 50-60 milljónir dala. Við ætlum að taka myndina í Suður-Afríku í maí og vonandi gengur það eftir, þrátt fyrir nýja afbrigðið af kórónuveirunni. Það kemur í ljós hvort breyta þurfi tökustöðum.“
Bíó og sjónvarp Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira