Var að ljúka við leyniverkefni fyrir Netflix á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2021 15:30 Það er heldur betur nóg að gera hjá Balta. Vísir/getty Leikstjórinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur var að ljúka við verkefni fyrir Netflix en vegna trúnaðar má hann ekki greina frá því hvaða verkefni um ræðir en þetta kemur fram í Viðskiptablaði Morgunblaðsins sem kom út í gær. Þar kemur fram að hægt verði að sjá efnið á Netflix næsta haust eða um næstu jól. Þar segir hann að í kjölfar heimsfaraldursins hafi kvikmyndaver hans Reykjavík Studios verið fullbókað á árinu 2020 þar sem aðstæður hér innanlands fyrir kvikmyndatökur eru prýðilegar vegna þess hversu vel hefur verið haldið á spilunum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. „Við tókum stúdíóið í notkun í apríl 2018. Við byrjuðum á að taka upp Ófærð en húsið var þá hrátt og ekki búið að leggja hita í það. Nú höfum við fullbúið stúdíó og framhúsið [vesturendinn] er komið í fulla notkun. Við skiptum um þak, einangruðum húsið og settum hita í gólfin. Nú er þetta sennilega eitt fullkomnasta stúdíó í Evrópu og þótt víðar væri leitað,“ segir Baltasar í samtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins. Nóg að gera „Stúdíóið hefur verið í fullri notkun síðan við tókum það í notkun. Það er kannski heppni að ákveðnu leyti. Við Íslendingar vorum framarlega í því að halda kórónuveirunni niðri en síðan faraldurinn hófst hefur stúdíóið verið í stöðugri notkun. Meðal annars er ég að klára verkefni fyrir Netflix sem ég er að framleiða en meðal leikara er Nikolaj CosterWaldau. Það hefur ekki verið greint frá verkefninu en við höfum verið í tökum á því í allt haust. Ástæða þess að verkefnið var unnið hér er meðal annars sú að við gátum myndað verkefnið að fullu á Íslandi vegna þess hvað stúdíóið er gott,“ segir Balti í viðtalinu en einnig fóru tökur fram á sjónvarpsþáttunum Kötlu á fyrri hluta ársins og einnig á Ófærð 3 við og við. Í viðtalinu kemur fram að Baltasar mun vinna með breska leikaranum Idris Elba að verkefni sem hefur fengið vinnuheitið Beast. „Idris Elba fer með aðalhlutverkið en hann er eini þeldökki leikarinn sem komið hefur alvarlega til greina sem fyrsti James Bondinn. Þetta er stórt verkefni. Universal Studios er á bak við myndina og er kostnaðurinn áætlaður 50-60 milljónir dala. Við ætlum að taka myndina í Suður-Afríku í maí og vonandi gengur það eftir, þrátt fyrir nýja afbrigðið af kórónuveirunni. Það kemur í ljós hvort breyta þurfi tökustöðum.“ Bíó og sjónvarp Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Þar kemur fram að hægt verði að sjá efnið á Netflix næsta haust eða um næstu jól. Þar segir hann að í kjölfar heimsfaraldursins hafi kvikmyndaver hans Reykjavík Studios verið fullbókað á árinu 2020 þar sem aðstæður hér innanlands fyrir kvikmyndatökur eru prýðilegar vegna þess hversu vel hefur verið haldið á spilunum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. „Við tókum stúdíóið í notkun í apríl 2018. Við byrjuðum á að taka upp Ófærð en húsið var þá hrátt og ekki búið að leggja hita í það. Nú höfum við fullbúið stúdíó og framhúsið [vesturendinn] er komið í fulla notkun. Við skiptum um þak, einangruðum húsið og settum hita í gólfin. Nú er þetta sennilega eitt fullkomnasta stúdíó í Evrópu og þótt víðar væri leitað,“ segir Baltasar í samtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins. Nóg að gera „Stúdíóið hefur verið í fullri notkun síðan við tókum það í notkun. Það er kannski heppni að ákveðnu leyti. Við Íslendingar vorum framarlega í því að halda kórónuveirunni niðri en síðan faraldurinn hófst hefur stúdíóið verið í stöðugri notkun. Meðal annars er ég að klára verkefni fyrir Netflix sem ég er að framleiða en meðal leikara er Nikolaj CosterWaldau. Það hefur ekki verið greint frá verkefninu en við höfum verið í tökum á því í allt haust. Ástæða þess að verkefnið var unnið hér er meðal annars sú að við gátum myndað verkefnið að fullu á Íslandi vegna þess hvað stúdíóið er gott,“ segir Balti í viðtalinu en einnig fóru tökur fram á sjónvarpsþáttunum Kötlu á fyrri hluta ársins og einnig á Ófærð 3 við og við. Í viðtalinu kemur fram að Baltasar mun vinna með breska leikaranum Idris Elba að verkefni sem hefur fengið vinnuheitið Beast. „Idris Elba fer með aðalhlutverkið en hann er eini þeldökki leikarinn sem komið hefur alvarlega til greina sem fyrsti James Bondinn. Þetta er stórt verkefni. Universal Studios er á bak við myndina og er kostnaðurinn áætlaður 50-60 milljónir dala. Við ætlum að taka myndina í Suður-Afríku í maí og vonandi gengur það eftir, þrátt fyrir nýja afbrigðið af kórónuveirunni. Það kemur í ljós hvort breyta þurfi tökustöðum.“
Bíó og sjónvarp Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira