Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra Kristján Már Unnarsson skrifar 7. janúar 2021 22:44 Brúin kemur milli Þórisstaða og Kinnarstaða. Í forgrunni má sjá hvar núverandi vegur hlykkjast upp á Hjallaháls. Við ströndina neðst til hægri má sjá veglínuna í átt að Teigsskógi. Bjarkalundur er efst til hægri. Vegagerðin Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár. Þetta er annar áfanginn sem boðinn er út í endurbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit en í haust var byrjað á vegagerð í Gufufirði. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá brúarstæðinu. Horft inn Þorskafjörð. Vaðalfjöll ofarlega til hægri.Egill Aðalsteinsson Brúun Þorskafjarðar er búin að vera langþráður draumur margra á Vestfjörðum. Margir sáu hylla undir verkið fyrir nokkrum áratugum þegar bráðabirgðavegur var lagður langleiðina yfir fjörðinn í tengslum við lagningu háspennulínu. Brúin sjálf verður 260 metra löng en lengd útboðskaflans alls um tveir og hálfur kílómetri. Þessi verkhluti nær þó ekki inn í hið umdeilda svæði Teigsskóg, frekar en sá fyrsti, en felur engu að síður í sér mikla samgöngubót. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.Egill Aðalsteinsson „Þetta er mesta styttingin á allri leiðinni. Þannig að hún mun hafa mjög mikil áhrif. Og þetta eru eiginlega sú framkvæmd sem við höfum svona barist fyrir að yrði tekin snemma í ferlinu vegna styttingarinnar,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Vegagerðarmenn kanna heppilegan stað til grjótnáms vegna brúargerðarinnar.Egill Aðalsteinsson Til undirbúnings útboðinu rannsökuðu Vegagerðarmenn botninn við fyrirhugað brúarstæði sem og heppilega staði til grjótnáms. Að sögn Sigurþórs Guðmundssonar, verkefnisstjóra hjá Vegagerðinni, er fyrirhugað að auglýsa útboðið í næstu viku og stefnt að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska, um mánaðamótin mars-apríl. Íbúar í Gufudal fagna því að fá níu kílómetra styttingu. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal.Egill Aðalsteinsson „Þannig að það er hellingsstytting, bara fyrir Vestfirðinga,“ segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal. „Það eru mörg börn sem búa í Gufudalssveit og það búa börn í Djúpadal. Þessi aðgerð mun stytta leiðina fyrir börn á leið í skóla, fram og til baka á hverjum degi. Svo er líka bara starfsfólk Reykhólahrepps. Það býr alla leið út á Skálanes. Það mun njóta þessarar framkvæmdar,“ segir sveitarstjórinn. Hér má sjá styttinguna. Neðst til vinstri er núverandi brú í botni fjarðarins. Ofarlega fyrir miðri mynd má sjá hvar nýja brúin kemur.Vegagerðin Áætlað er að verkið kosti vel á þriðja milljarð króna og vonast Vegagerðarmenn til að brúin verði tilbúin vorið 2024. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Reykhólahreppur Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þetta er annar áfanginn sem boðinn er út í endurbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit en í haust var byrjað á vegagerð í Gufufirði. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá brúarstæðinu. Horft inn Þorskafjörð. Vaðalfjöll ofarlega til hægri.Egill Aðalsteinsson Brúun Þorskafjarðar er búin að vera langþráður draumur margra á Vestfjörðum. Margir sáu hylla undir verkið fyrir nokkrum áratugum þegar bráðabirgðavegur var lagður langleiðina yfir fjörðinn í tengslum við lagningu háspennulínu. Brúin sjálf verður 260 metra löng en lengd útboðskaflans alls um tveir og hálfur kílómetri. Þessi verkhluti nær þó ekki inn í hið umdeilda svæði Teigsskóg, frekar en sá fyrsti, en felur engu að síður í sér mikla samgöngubót. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.Egill Aðalsteinsson „Þetta er mesta styttingin á allri leiðinni. Þannig að hún mun hafa mjög mikil áhrif. Og þetta eru eiginlega sú framkvæmd sem við höfum svona barist fyrir að yrði tekin snemma í ferlinu vegna styttingarinnar,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Vegagerðarmenn kanna heppilegan stað til grjótnáms vegna brúargerðarinnar.Egill Aðalsteinsson Til undirbúnings útboðinu rannsökuðu Vegagerðarmenn botninn við fyrirhugað brúarstæði sem og heppilega staði til grjótnáms. Að sögn Sigurþórs Guðmundssonar, verkefnisstjóra hjá Vegagerðinni, er fyrirhugað að auglýsa útboðið í næstu viku og stefnt að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska, um mánaðamótin mars-apríl. Íbúar í Gufudal fagna því að fá níu kílómetra styttingu. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal.Egill Aðalsteinsson „Þannig að það er hellingsstytting, bara fyrir Vestfirðinga,“ segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal. „Það eru mörg börn sem búa í Gufudalssveit og það búa börn í Djúpadal. Þessi aðgerð mun stytta leiðina fyrir börn á leið í skóla, fram og til baka á hverjum degi. Svo er líka bara starfsfólk Reykhólahrepps. Það býr alla leið út á Skálanes. Það mun njóta þessarar framkvæmdar,“ segir sveitarstjórinn. Hér má sjá styttinguna. Neðst til vinstri er núverandi brú í botni fjarðarins. Ofarlega fyrir miðri mynd má sjá hvar nýja brúin kemur.Vegagerðin Áætlað er að verkið kosti vel á þriðja milljarð króna og vonast Vegagerðarmenn til að brúin verði tilbúin vorið 2024. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Reykhólahreppur Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00
Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28