Guðmundur Guðmundsson: Held að enginn í handbolta heiminum nema sjálfur Moustafa vilji hafa áhorfendur Andri Már Eggertsson skrifar 10. janúar 2021 19:07 Guðmundur landsliðsþjálfari. vísir/getty „Þetta var mjög erfiður fyrri hálfleikur. Við vorum alls ekki góðir fyrir utan seinustu fimm mínúturnar, við vorum mjög óöruggir sóknarlega þar sem menn sóttu á markið með hálfum hug og vorum við að klikka á dauðafærum sem má alls ekki gerast á HM,” sagði Guðmundur um slæman fyrri hálfleik Íslands. Ísland kom sér inn í leikinn þegar Portúgal fór að spila einum fleiri í sókn sem kom íslenska liðinu á bragðið. „Ég byrjaði á að skamma strákana inni í klefa í hálfleik vegna þess að mér fannst við fara illa að ráði okkar þar sem það vantaði alla grimmd í okkar aðgerðir,” sagði Guðmundur um hálfleiksræðu sína. Guðmundur var himinlifandi hvernig strákarnir nýttu sér viðsnúninginn í seinni hálfleik og gat hann glaðst yfir öllum þáttum leiksins, sókn, vörn og markvörslu. Guðmundur hrósaði Elliða sérstaklega þar sem hann telur mjög mikilvægt að hafa hann til taks, sem kom á daginn þegar Arnar Freyr fékk rautt spjald. Ágúst Elí hefur komið með góða innkomu í liðið í báðum leikjum liðsins á móti Portúgal, Guðmundur vildi ekki tjá sig hvort Ágúst væri orðin númer eitt, en er þó ánægður með innkomur Gústa. „Við þurfum að spila okkar besta leik. Portúgal er með frábært lið, góðar skyttur, frábærir línumenn og miklir líkamlegir yfirburðir sem gerði okkur oft erfitt fyrir. Þeir hafa náð frábærum úrslitum, lögðu meðal annars á móti Frakklandi og Svíþjóð,” sagði Guðmundur um möguleika Íslands í næsta leik á móti Portúgal. Mikil umræða hefur orðið vegna fjölda áhorfenda á leikjum í Egyptalandi sem hefur valdið bæði leikmönnum og þjálfurum áhyggjum komandi inn í mótið. „ Ég vil banna áhorfendur. Ég hreinlega skil ekki þessa hugmynd að leyfa áhorfendur í þessum heimsfaraldri, ég held að enginn í handbolta heiminum nema forseti alþjóða handboltasambandsins geti með nokkrum rökum skilið og eru fáir eða enginn sem styður þessa ákvörðun.” Alexander Petersson var hvíldur í dag og sagði Guðmundur að heilsa hans væri góð og verður klár í HM. Handbolti HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur Sjá meira
Ísland kom sér inn í leikinn þegar Portúgal fór að spila einum fleiri í sókn sem kom íslenska liðinu á bragðið. „Ég byrjaði á að skamma strákana inni í klefa í hálfleik vegna þess að mér fannst við fara illa að ráði okkar þar sem það vantaði alla grimmd í okkar aðgerðir,” sagði Guðmundur um hálfleiksræðu sína. Guðmundur var himinlifandi hvernig strákarnir nýttu sér viðsnúninginn í seinni hálfleik og gat hann glaðst yfir öllum þáttum leiksins, sókn, vörn og markvörslu. Guðmundur hrósaði Elliða sérstaklega þar sem hann telur mjög mikilvægt að hafa hann til taks, sem kom á daginn þegar Arnar Freyr fékk rautt spjald. Ágúst Elí hefur komið með góða innkomu í liðið í báðum leikjum liðsins á móti Portúgal, Guðmundur vildi ekki tjá sig hvort Ágúst væri orðin númer eitt, en er þó ánægður með innkomur Gústa. „Við þurfum að spila okkar besta leik. Portúgal er með frábært lið, góðar skyttur, frábærir línumenn og miklir líkamlegir yfirburðir sem gerði okkur oft erfitt fyrir. Þeir hafa náð frábærum úrslitum, lögðu meðal annars á móti Frakklandi og Svíþjóð,” sagði Guðmundur um möguleika Íslands í næsta leik á móti Portúgal. Mikil umræða hefur orðið vegna fjölda áhorfenda á leikjum í Egyptalandi sem hefur valdið bæði leikmönnum og þjálfurum áhyggjum komandi inn í mótið. „ Ég vil banna áhorfendur. Ég hreinlega skil ekki þessa hugmynd að leyfa áhorfendur í þessum heimsfaraldri, ég held að enginn í handbolta heiminum nema forseti alþjóða handboltasambandsins geti með nokkrum rökum skilið og eru fáir eða enginn sem styður þessa ákvörðun.” Alexander Petersson var hvíldur í dag og sagði Guðmundur að heilsa hans væri góð og verður klár í HM.
Handbolti HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur Sjá meira