Borgaryfirvöld í Seúl til óléttra kvenna: Hugaðu að útlitinu og eldaðu mat fyrir karlinn fyrir fæðinguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2021 08:42 Það er að mörgu að huga í Seúl þegar barn er í vændum. Unsplash/rawkkim Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í Suður-Kóreu þegar borgaryfirvöld í Seúl gáfu út leiðbeiningar til óléttra kvenna, þar sem þeir var meðal annars ráðlagt að huga að útlitinu og hafa tilbúnar máltíðir og hrein föt fyrir karlinn fyrir fæðingu. Samkvæmt Guardian virðast ráðleggingarnar aðallega hafa verið gagnrýndar fyrir kvenfyrirlitningu en þær eru þó ekki síður niðrandi fyrir karlmenn, sem eru samkvæmt þeim algjörlega ósjálfbjarga. Leiðbeiningarnar voru birtar á opinberri heimasíðu og voru meðal annars þess efnis að á fyrstu mánuðum ættu konur alls ekki að forðast húsverk, þar sem þau hjálpuðu við að halda þeim í formi. Þá var konum ráðlagt að hafa „gömlu“ fötin hangandi fyrir augunum, sem hvatningu til að halda sér í hæfilegri þyngd á meðgöngu og ná fyrri þyngd eftir fæðingu. „Ef það freistar þín að borða of mikið eða hreyfa þig ekki, líttu þá á fötin.“ Ekki vera sjúskuð: Kauptu hárband fyrir fæðinguna Þegar líða fer að fæðingu er rétt að huga að því að taka til í ísskápnum og undirbúa þrjár til fjórar máltíðir fyrir karlmanninn, „sem er óvanur því að elda“. Eitthvað sem hann getur hitað upp sjálfur. Þá þarf hin ólétta kona að sjá til þess að eiginmaðurinn og börn eigi hrein föt til nokkurra daga og ekki síst: Kaupa hárband til að líta ekki sjúskuð út eftir fæðinguna. Samkvæmt Korea Herald voru ráðleggingarnar unnar af landssamtökum fæðinga- og kvenlækna. Þær voru fjarlægðar í kjölfar gagnrýninnar á samfélagsmiðlum. „Halda þeir enn að giftar konur séu húshjálp eiginmanna sinna?“ spurði einn. „Undir lok meðgöngunnar á maður erfitt með að ná andanum og þeir gera ráð fyrir því að maður sé að taka til nærföt og undirbúa mat fyrir eiginmanninn!?“ spurði annar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld eru gagnrýnd fyrir ráðleggingar af þessu tagi en árið 2018 var það mjög gagnrýnt þegar þau birtu leiðbeiningar til framhaldsskólanema þar sem konum var ráðlagt að huga að útlitinu en körlum að því að bæta efnahagslega stöðu sína. Þá stóð í leiðbeiningunum að menn sem eyddu miklum peningum í stefnumót gerðu þær kröfur að vera launaður greiðinn. Suður-Kórea Jafnréttismál Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Samkvæmt Guardian virðast ráðleggingarnar aðallega hafa verið gagnrýndar fyrir kvenfyrirlitningu en þær eru þó ekki síður niðrandi fyrir karlmenn, sem eru samkvæmt þeim algjörlega ósjálfbjarga. Leiðbeiningarnar voru birtar á opinberri heimasíðu og voru meðal annars þess efnis að á fyrstu mánuðum ættu konur alls ekki að forðast húsverk, þar sem þau hjálpuðu við að halda þeim í formi. Þá var konum ráðlagt að hafa „gömlu“ fötin hangandi fyrir augunum, sem hvatningu til að halda sér í hæfilegri þyngd á meðgöngu og ná fyrri þyngd eftir fæðingu. „Ef það freistar þín að borða of mikið eða hreyfa þig ekki, líttu þá á fötin.“ Ekki vera sjúskuð: Kauptu hárband fyrir fæðinguna Þegar líða fer að fæðingu er rétt að huga að því að taka til í ísskápnum og undirbúa þrjár til fjórar máltíðir fyrir karlmanninn, „sem er óvanur því að elda“. Eitthvað sem hann getur hitað upp sjálfur. Þá þarf hin ólétta kona að sjá til þess að eiginmaðurinn og börn eigi hrein föt til nokkurra daga og ekki síst: Kaupa hárband til að líta ekki sjúskuð út eftir fæðinguna. Samkvæmt Korea Herald voru ráðleggingarnar unnar af landssamtökum fæðinga- og kvenlækna. Þær voru fjarlægðar í kjölfar gagnrýninnar á samfélagsmiðlum. „Halda þeir enn að giftar konur séu húshjálp eiginmanna sinna?“ spurði einn. „Undir lok meðgöngunnar á maður erfitt með að ná andanum og þeir gera ráð fyrir því að maður sé að taka til nærföt og undirbúa mat fyrir eiginmanninn!?“ spurði annar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld eru gagnrýnd fyrir ráðleggingar af þessu tagi en árið 2018 var það mjög gagnrýnt þegar þau birtu leiðbeiningar til framhaldsskólanema þar sem konum var ráðlagt að huga að útlitinu en körlum að því að bæta efnahagslega stöðu sína. Þá stóð í leiðbeiningunum að menn sem eyddu miklum peningum í stefnumót gerðu þær kröfur að vera launaður greiðinn.
Suður-Kórea Jafnréttismál Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira