Við heyrum í Thor Aspelund um þá ákvörðun að hækka aldurinn á þeim konum sem fara í skimun fyrir brjóstakrabbameini og ræðum við framkvæmdastjóra laxeldisfyrirtækis fyrir austan en fóðurprammi fyrirtækisins sökk í óveðrinu í gær.
Að auki tökum við stöðuna á stjórnmálunum í Bandaríkjunum eftir óeirðirnar í og við þinghúsið í Washington og eftirmála þeirra. Þetta og meira til í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu tólf.
Myndbandaspilari er að hlaða.