Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2021 11:30 Anton Sveinn McKee er eini íslenski íþróttamaðurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. EPA/PATRICK B. KRAEMER Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. „Við minntum á okkur í lok árs og heilbrigðisyfirvöld eru alveg meðvituð um okkar óskir, um að hugað sé líka að afreksfólkinu okkar í íþróttum sem ferðast þarf fram og til baka í keppnir,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, við Vísi. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett allt íþróttalíf úr skorðum síðustu 10 mánuði eða svo og olli meðal annars því að Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað um ár. Þeir hefjast 23. júlí. ÍSÍ skilgreindi í haust 27 manna hóp íþróttafólks sem freistar þess að komast á leikana en sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er sá eini sem hefur tryggt sér farseðilinn. Í flestum greinum Ólympíuleikanna er mikilvægt fyrir keppendur að komast á alþjóðleg mót og safna stigum til að styrkja stöðu sína á heimslista, til að komast inn á leikana. „Það er talsvert síðan að við byrjuðum að impra á því varðandi þessar bólusetningar. Það er auðvitað ákveðin reglugerð í gangi en við erum búin að ræða þetta við sóttvarnalækni og heilbrigðisyfirvöld, að þetta sé eitthvað sem við viljum koma að,“ segir Líney. Þyrfti að bólusetja alla sem reyna að ná lágmörkum fyrir ÓL Í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins um forgangsröðun í bólusetningu er hvergi minnst á íþróttafólk. Heilbrigðisstarfsfólk er á forgangslista, ásamt eldra fólki og einstaklingum með langvinna sjúkdóma, og neðarlega á forgangslista er einnig starfsfólk í skólum og fleiri. „Við verðum nú ekki í forgangi fyrir framan heilbrigðisstéttir og mjög viðkvæma hópa en við erum klárlega að reyna að koma þessu á framfæri því þetta er mjög mikilvægt. Ég veit að alþjóða ólympíunefndin er líka með þá áskorun að búið verði að bólusetja alla ólympíufara í tíma. Við munum halda þessu á lofti líka,“ segir Líney. Hún segir málið hafa verið rætt í lok árs. Frjálsíþróttaparið Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir eru á meðal þeirra sem stefnt hafa að Ólympíuleikunum í Tókýó. „Við þurfum að setja þetta aftur á dagskrá með formlegum hætti núna, þegar bóluefnið er byrjað að berast. Þetta hangir auðvitað allt á því hve mikið magn við fáum af bóluefni. Við höfum skilgreint tæplega 30 manna hóp íþróttafólks sem reynir að komast inn á Ólympíuleikana. Það er bara einn búinn að ná ólympíulágmarki, Anton Sveinn, en það þyrfti í raun að bólusetja alla sem eru að reyna að ná lágmörkum á komandi mánuðum,“ segir Líney. Handboltalandsliðið bólusett við ýmsu en ekki COVID Hún segir að viðræður við heilbrigðisyfirvöld um bólusetningu íþróttafólks snúist þó ekki eingöngu um hinn 27 manna hóp sem stefnir á Ólympíuleikana. Fleira afreksfólk í íþróttum bíði og vonist eftir því að geta ferðast óhindrað. Aðspurð hvort sóst hafi verið eftir bólusetningu fyrir karlalandsliðið í handbolta fyrir förina til Egyptalands, segir Líney það hafa verið aðeins rætt en ákveðið að ekki yrði af því. Landsliðið fór reyndar í alls konar bólusetningar fyrir ferðalagið til Afríku, en ekki við COVID-19, og er nú mætt til Egyptalands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólympíuleikar 2020 í Tókýó HM 2021 í handbolta Bólusetningar Tengdar fréttir Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. 7. janúar 2021 08:31 Anton Sveinn: Dreymir um Ólympíugull Sundkappinn Anton Sveinn Mckee átti góðu gengi að fagna á síðasta ári og undirbýr sig nú af krafti fyrir Ólympíuleikana næsta sumar. 3. janúar 2021 20:00 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sjá meira
„Við minntum á okkur í lok árs og heilbrigðisyfirvöld eru alveg meðvituð um okkar óskir, um að hugað sé líka að afreksfólkinu okkar í íþróttum sem ferðast þarf fram og til baka í keppnir,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, við Vísi. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett allt íþróttalíf úr skorðum síðustu 10 mánuði eða svo og olli meðal annars því að Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað um ár. Þeir hefjast 23. júlí. ÍSÍ skilgreindi í haust 27 manna hóp íþróttafólks sem freistar þess að komast á leikana en sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er sá eini sem hefur tryggt sér farseðilinn. Í flestum greinum Ólympíuleikanna er mikilvægt fyrir keppendur að komast á alþjóðleg mót og safna stigum til að styrkja stöðu sína á heimslista, til að komast inn á leikana. „Það er talsvert síðan að við byrjuðum að impra á því varðandi þessar bólusetningar. Það er auðvitað ákveðin reglugerð í gangi en við erum búin að ræða þetta við sóttvarnalækni og heilbrigðisyfirvöld, að þetta sé eitthvað sem við viljum koma að,“ segir Líney. Þyrfti að bólusetja alla sem reyna að ná lágmörkum fyrir ÓL Í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins um forgangsröðun í bólusetningu er hvergi minnst á íþróttafólk. Heilbrigðisstarfsfólk er á forgangslista, ásamt eldra fólki og einstaklingum með langvinna sjúkdóma, og neðarlega á forgangslista er einnig starfsfólk í skólum og fleiri. „Við verðum nú ekki í forgangi fyrir framan heilbrigðisstéttir og mjög viðkvæma hópa en við erum klárlega að reyna að koma þessu á framfæri því þetta er mjög mikilvægt. Ég veit að alþjóða ólympíunefndin er líka með þá áskorun að búið verði að bólusetja alla ólympíufara í tíma. Við munum halda þessu á lofti líka,“ segir Líney. Hún segir málið hafa verið rætt í lok árs. Frjálsíþróttaparið Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir eru á meðal þeirra sem stefnt hafa að Ólympíuleikunum í Tókýó. „Við þurfum að setja þetta aftur á dagskrá með formlegum hætti núna, þegar bóluefnið er byrjað að berast. Þetta hangir auðvitað allt á því hve mikið magn við fáum af bóluefni. Við höfum skilgreint tæplega 30 manna hóp íþróttafólks sem reynir að komast inn á Ólympíuleikana. Það er bara einn búinn að ná ólympíulágmarki, Anton Sveinn, en það þyrfti í raun að bólusetja alla sem eru að reyna að ná lágmörkum á komandi mánuðum,“ segir Líney. Handboltalandsliðið bólusett við ýmsu en ekki COVID Hún segir að viðræður við heilbrigðisyfirvöld um bólusetningu íþróttafólks snúist þó ekki eingöngu um hinn 27 manna hóp sem stefnir á Ólympíuleikana. Fleira afreksfólk í íþróttum bíði og vonist eftir því að geta ferðast óhindrað. Aðspurð hvort sóst hafi verið eftir bólusetningu fyrir karlalandsliðið í handbolta fyrir förina til Egyptalands, segir Líney það hafa verið aðeins rætt en ákveðið að ekki yrði af því. Landsliðið fór reyndar í alls konar bólusetningar fyrir ferðalagið til Afríku, en ekki við COVID-19, og er nú mætt til Egyptalands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólympíuleikar 2020 í Tókýó HM 2021 í handbolta Bólusetningar Tengdar fréttir Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. 7. janúar 2021 08:31 Anton Sveinn: Dreymir um Ólympíugull Sundkappinn Anton Sveinn Mckee átti góðu gengi að fagna á síðasta ári og undirbýr sig nú af krafti fyrir Ólympíuleikana næsta sumar. 3. janúar 2021 20:00 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sjá meira
Alþjóðaólympíunefndin pressar á að Ólympíufarar fái bólusetningu Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað í fyrra og eiga að fara fram í sumar í staðinn. Nú vill Alþjóðaólympíunefndin að íþróttafólkið á komandi leikum fái bólusetningu á undan öðrum svo að leikarnir geti farið fram. 7. janúar 2021 08:31
Anton Sveinn: Dreymir um Ólympíugull Sundkappinn Anton Sveinn Mckee átti góðu gengi að fagna á síðasta ári og undirbýr sig nú af krafti fyrir Ólympíuleikana næsta sumar. 3. janúar 2021 20:00