„Hann er fyrirbæri, þessi gaur“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2021 12:51 Elvar Örn Jónsson verður í stóru hlutverki hjá Íslandi á HM þar sem fyrsti leikur er við Portúgal á fimmtudagskvöld. vísir/Hulda Margrét „Fyrir mér á hann að geta orðið einn sá allra besti,“ segir Einar Andri Einarsson um Elvar Örn Jónsson sem sérfræðingar Seinni bylgjunnar telja að verði mikilvægasti leikmaður Íslands á HM í Egyptalandi. Elvar skoraði ellefu mörk og skapaði níu færi í leikjunum tveimur við Portúgal en gegndi einnig mikilvægu hlutverki í varnarleiknum. Brot úr Seinni bylgjunni þar sem Elvar var til umræðu má sjá hér að neðan. „Hann er algjör lykilmaður hjá okkur. Ég held að það sé meðal annars ástæðan fyrir því að hann spilar ekki í miðju varnarinnar, að það er gríðarleg pressa á honum sóknarlega. Þannig að hann geti, ef svo má segja, aðeins slakað á varnarlega. Auðvitað er hann samt ekkert að slaka,“ segir Ágúst Jóhannsson. „Hann er búinn að vera frábær, virðist vera í gríðarlega góðu formi, er bæði að skjóta vel og spila samherjana vel uppi, og ég hef verið mjög hrifinn af honum,“ bætir Ágúst við. Stundum finnst manni bara vanta meiri grimmd Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi, bendir á að Elvar hafi átt í ákveðnum vandræðum í sóknarleiknum á EM fyrir ári síðan en hafi greinilega ekki dvalið við það: „Ég held að hann hafi kannski komið inn í síðasta mót í ekki alveg sama gír og hann hefur verið í sínu félagsliði núna. Það spilar inn í. Hann er líka árinu eldri og reynslunni ríkari,“ segir Einar Andri, sem hrósar Selfyssingnum í hástert: „Hann er fyrirbæri, þessi gaur, líkamlega. Sjáið bara hreyfingarnar og hvað hann er öflugur. Stundum finnst manni bara vanta aðeins meiri grimmd, því manni finnst hann geta allt. Þið sjáið bara þessi mörk og hlutina sem hann er að gera. Það reynir gríðarlega mikið á hann í varnarleiknum, það tekur frá honum orku. Við fengjum kannski enn meira framlag frá honum ef hann væri svona lúxusleikmaður sem skipti bara inn á í sókn, eins og sumar þjóðir gera,“ segir Einar. Klippa: Seinni bylgjan: Elvar Örn verður lykilmaður Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. HM 2021 í handbolta Seinni bylgjan Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Elvar skoraði ellefu mörk og skapaði níu færi í leikjunum tveimur við Portúgal en gegndi einnig mikilvægu hlutverki í varnarleiknum. Brot úr Seinni bylgjunni þar sem Elvar var til umræðu má sjá hér að neðan. „Hann er algjör lykilmaður hjá okkur. Ég held að það sé meðal annars ástæðan fyrir því að hann spilar ekki í miðju varnarinnar, að það er gríðarleg pressa á honum sóknarlega. Þannig að hann geti, ef svo má segja, aðeins slakað á varnarlega. Auðvitað er hann samt ekkert að slaka,“ segir Ágúst Jóhannsson. „Hann er búinn að vera frábær, virðist vera í gríðarlega góðu formi, er bæði að skjóta vel og spila samherjana vel uppi, og ég hef verið mjög hrifinn af honum,“ bætir Ágúst við. Stundum finnst manni bara vanta meiri grimmd Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi, bendir á að Elvar hafi átt í ákveðnum vandræðum í sóknarleiknum á EM fyrir ári síðan en hafi greinilega ekki dvalið við það: „Ég held að hann hafi kannski komið inn í síðasta mót í ekki alveg sama gír og hann hefur verið í sínu félagsliði núna. Það spilar inn í. Hann er líka árinu eldri og reynslunni ríkari,“ segir Einar Andri, sem hrósar Selfyssingnum í hástert: „Hann er fyrirbæri, þessi gaur, líkamlega. Sjáið bara hreyfingarnar og hvað hann er öflugur. Stundum finnst manni bara vanta aðeins meiri grimmd, því manni finnst hann geta allt. Þið sjáið bara þessi mörk og hlutina sem hann er að gera. Það reynir gríðarlega mikið á hann í varnarleiknum, það tekur frá honum orku. Við fengjum kannski enn meira framlag frá honum ef hann væri svona lúxusleikmaður sem skipti bara inn á í sókn, eins og sumar þjóðir gera,“ segir Einar. Klippa: Seinni bylgjan: Elvar Örn verður lykilmaður Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
HM 2021 í handbolta Seinni bylgjan Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni