Körfubolti

Valencia tapaði stórt á Ítalíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin komst lítt áleiðis í kvöld og skoraði aðeins tvö stig.
Martin komst lítt áleiðis í kvöld og skoraði aðeins tvö stig. Juan Navarro/Getty Images

Martin Hermannsson og félagar í Valencia töpuðu með fimmtán stiga mun gegn Olimpia Milano á útivelli í EuroLeague í kvöld, lokatölur 95-80. Valencia er þar með ekki lengur meðal átta efstu liða deildarinnar.

Eftir nokkuð jafnan fyrsta leikhluta þar sem staðan var 21-20 heimamönnum í vil þá tóku þeir öll völdin fram að hálfleik. Olimpia Milano vann annan leikhluta með alls 17 stiga mun og var því 18 stigum yfir í hálfleik, staðan þá 54-36.

Martin og félagar klóraðu eilítið í bakkann í síðari hálfleik en áttu í raun aldrei viðreisnar von. Það fór svo að Milano vann fimmtán stiga sigur og fór þar með upp fyrir Valencia í töflunni, lokatölur 95-80.

Milano er nú í 7. sæti EuroLeague á meðan Valencia er ekki lengur meðal efstu átta liða deildarinnar og færi því ekki í 8-liða úrslit eins og staðan er í dag.

Martin lét lítið fyrir sér fara í kvöld og skoraði aðeins tvö stig. Luigi Datome var stigahæstur í liði Milano með 27 stig á meðan Derrick Williams var stigahæstur í liði Valencia með 17 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×