Af þessu leiðir að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður flokksins, hefur ekki verið einn af fimm efstu í könnuninni.
Frá þessu er greint í Fréttblaðinu í dag og haft eftir heimildum. Könnunin var gerð til að athuga hverjir það væru sem flokksfélagar vilja að taki forystusæti á listum Reykjavíkurkjördæmanna fyrir þingkosningarnar í haust. Uppstillingarnefnd vinnur nú að því að stilla upp framboðslistum fyrir Reykjavík.
Að því er heimildir Fréttablaðsins herma er útlit fyrir að konur leiði lista Samfylkingarinnar í báðum kjördæmunum. Annars vegar verði það þingkonan Helga Vala Helgadóttir og hins vegar Kristrún Frostadóttir hagfræðingur eða þingkonan Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
Rósa Björk var kjörin á þing fyrir Vinstri græn í kosningunum 2017 en sagði sig úr flokknum í fyrra. Hún gekk svo nýverið til liðs við Samfylkinguna. Rósa Björk var oddviti VG í Suðvesturkjördæmi og gæti verið að hún færi í framboð þar fyrir Samfylkinguna þar sem Guðmundar Andri Thorsson leiddi lista flokksins árið 2017.
Þá var Ragna Sigurðardóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, einnig á meðal fimm efstu í könnuninni.