Kórónuveiran hefur verið sérstaklega útbreidd í Svíþjóð samanborið við önnur ríki á Norðurlöndum. Fyrstu mánuði faraldursins gripu sænsk yfirvöld til mun minni aðgerða borið saman við önnur ríki.
Alls hafa nú um 519 þúsund manns greinst með kórónuveiruna í Svíþjóð frá upphafi faraldursins, að því er fram kemur í frétt SVT.
Karin Tegmark Wisell, deildarstjóri hjá Lýðheilsustofnun Svíþjóðar, sagði á fréttamannafundi í morgun að talið sé að von sé áframhaldandi fjölgun smita, enda sé veiran enn í mikilli útbreiðslu.
Alls eru um 2.700 manns á sjúkrahúsum í landinu vegna Covid-19 og þar af 365 á gjörgæslu.