Tel mig aldrei hafa sett skóna upp á hillu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2021 19:36 Stella Sigurðardóttir verður í leikmannahópi Fram er Olís-deild kvenna fer aftur af stað eftir langa pásu sökum kórónufaraldursins. Stella er ef til vill ryðgaðri en aðrir leikmenn liðsins þar sem hún hefur ekki leikið handbolta síðan tímabilið 2013-2014. Hin þrítuga Stella var á þeim tíma með betri leikmönnum landsins. Hún hafði orðið Íslandsmeistari með Fram, var farin út í atvinnumennsku og var ein af lykilmönnum íslenska landsliðsins. Röð höfuðhögga leiddi til þess að hún hætti – tímabundið – og nú er hún tilbúin að snúa aftur á nýjan leik. „Myndi ekki segja að það væri stress. Ég tel mig aldrei hafa sett skóna upp á hillu þar sem ég þurfti að hætta út af meiðslum þannig ég var aldrei búin að gefa út að ég væri hætt. Ég byrjaði að mæta á æfingar, hitta vinkonur mínar, Stefán [Arnarson, þjálfari Fram] gerir þetta auðveldara með skemmtilegum æfingum og lofar fótbolta í upphitun þegar ég mæti svo það er bara búið að vera mjög gaman,“ sagði Stella í stuttu viðtali sem birtist í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. „Mér er búið að líða mjög vel. Árið 2017 fann ég að mér farið að líða mjög vel, var farin að geta hlaupið og aðeins æft. Held ég hafi verið búin að jafna mig þá en svo bjuggum við í útlöndum og löngunin að byrja aftur í handbolta kom aldrei þegar við bjuggum erlendis.“ „Svo fann ég það í fyrra þegar stelpurnar voru að spila í bikarúrslitum og maðurinn minn líka þá kitlaði smá að prófa kannski og láta á það reyna. Svo kom Covid-19 þannig þetta gerðist allt mjög hægt,“ sagði Stella um stöðuna á sér líkamlega og andlega. „Nei það var það ekki. Held meira að segja ef vinkonur mínar væru ekki hérna enn að spila með Fram þá væri ég örugglega ekki byrjuð aftur í handbolta,“ sagði Stella að lokum aðspurð hvort það hefði eitthvað annað félag en Fram komið til greina. Viðtalið við Stellu má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Fram mætir ÍBV í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport á morgun, laugardag, klukkan 14.20. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir Ef að Stella kemst nálægt sínu gamla formi eru þetta risatíðindi Eftir góða hláturroku vegna mismæla Sunnevu Einarsdóttur fóru sérfræðingar Seinni bylgjunnar yfir þau stórtíðindi sem felast í endurkomu Stellu Sigurðardóttur í lið Fram. 15. janúar 2021 13:32 Stella tekur fram skóna eftir sjö ára hlé Handboltakonan Stella Sigurðardóttir hefur ákveðið að taka skóna af hilluna eftir langt hlé og spila með Fram í Olís-deildinni. 14. janúar 2021 12:33 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Hin þrítuga Stella var á þeim tíma með betri leikmönnum landsins. Hún hafði orðið Íslandsmeistari með Fram, var farin út í atvinnumennsku og var ein af lykilmönnum íslenska landsliðsins. Röð höfuðhögga leiddi til þess að hún hætti – tímabundið – og nú er hún tilbúin að snúa aftur á nýjan leik. „Myndi ekki segja að það væri stress. Ég tel mig aldrei hafa sett skóna upp á hillu þar sem ég þurfti að hætta út af meiðslum þannig ég var aldrei búin að gefa út að ég væri hætt. Ég byrjaði að mæta á æfingar, hitta vinkonur mínar, Stefán [Arnarson, þjálfari Fram] gerir þetta auðveldara með skemmtilegum æfingum og lofar fótbolta í upphitun þegar ég mæti svo það er bara búið að vera mjög gaman,“ sagði Stella í stuttu viðtali sem birtist í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. „Mér er búið að líða mjög vel. Árið 2017 fann ég að mér farið að líða mjög vel, var farin að geta hlaupið og aðeins æft. Held ég hafi verið búin að jafna mig þá en svo bjuggum við í útlöndum og löngunin að byrja aftur í handbolta kom aldrei þegar við bjuggum erlendis.“ „Svo fann ég það í fyrra þegar stelpurnar voru að spila í bikarúrslitum og maðurinn minn líka þá kitlaði smá að prófa kannski og láta á það reyna. Svo kom Covid-19 þannig þetta gerðist allt mjög hægt,“ sagði Stella um stöðuna á sér líkamlega og andlega. „Nei það var það ekki. Held meira að segja ef vinkonur mínar væru ekki hérna enn að spila með Fram þá væri ég örugglega ekki byrjuð aftur í handbolta,“ sagði Stella að lokum aðspurð hvort það hefði eitthvað annað félag en Fram komið til greina. Viðtalið við Stellu má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Fram mætir ÍBV í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport á morgun, laugardag, klukkan 14.20. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir Ef að Stella kemst nálægt sínu gamla formi eru þetta risatíðindi Eftir góða hláturroku vegna mismæla Sunnevu Einarsdóttur fóru sérfræðingar Seinni bylgjunnar yfir þau stórtíðindi sem felast í endurkomu Stellu Sigurðardóttur í lið Fram. 15. janúar 2021 13:32 Stella tekur fram skóna eftir sjö ára hlé Handboltakonan Stella Sigurðardóttir hefur ákveðið að taka skóna af hilluna eftir langt hlé og spila með Fram í Olís-deildinni. 14. janúar 2021 12:33 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Ef að Stella kemst nálægt sínu gamla formi eru þetta risatíðindi Eftir góða hláturroku vegna mismæla Sunnevu Einarsdóttur fóru sérfræðingar Seinni bylgjunnar yfir þau stórtíðindi sem felast í endurkomu Stellu Sigurðardóttur í lið Fram. 15. janúar 2021 13:32
Stella tekur fram skóna eftir sjö ára hlé Handboltakonan Stella Sigurðardóttir hefur ákveðið að taka skóna af hilluna eftir langt hlé og spila með Fram í Olís-deildinni. 14. janúar 2021 12:33