Rýmingu aflétt á Seyðisfirði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2021 11:33 Frá Seyðisfirði. Vísir/Vilhelm Rýmingu á þeim húsum sem rýmd voru á Seyðisfirði á föstudag hefur nú verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Hluti Seyðisfjarðar var rýmdur í varúðarskyni á föstudag vegna mikillar úrkomuspár og tilheyrandi hættu á skriðuföllum. Í samráði við Veðurstofu Íslands og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lögreglan ákveðið að aflétta rýmingunni og geta íbúar á þeim svæðum sem rýmd voru á föstudag því snúið aftur heim. Um eftirtalin hús er að ræða: Öll hús við Botnahlíð. Múlavegur 37. Baugsvegur 5. Austurvegur 36, 38b, 40b, 42, 44, 44b, 46, 46b, 48, 50, 52, 54 og 56. „Engin hreyfing hefur mælst á hlíðinni ofan Seyðisfjarðar þrátt fyrir rigningu frá föstudagskvöldi fram til seinnipart laugardags í gær og ekki hefur orðið vart við óstöðugleika. Vatnshæð í borholum hefur ekki hækkað umtalsvert. Því er talið óhætt að aflétta rýmingu. Rýmingu er einnig aflétt af öllum húsum við Fossgötu. Hús þar hafa verið rýmd frá því í vikunni fyrir jól þegar stóra skriðan féll. Farvegur Búðarár hefur síðan verið dýpkaður og lagfærður. Í ljósi þess sem og þess stöðugleika sem hefur sýnt sig í hlíðum þykja ekki efni til að viðhalda rýmingu á Fossgötu,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Allt með kyrrum kjörum á Seyðisfirði í nótt Fulltrúar almannavarna og sveitastjórnar Múlaþings funda um stöðuna á Seyðisfirði klukkan tíu. Á fimmta tug húsa voru rýmd á föstudaginn vegna úrkomuspár og óvissu um stöðugleika hlíðanna. 17. janúar 2021 09:49 Hluti Seyðisfjarðar rýmdur vegna mikillar úrkomu Lögreglustjórinn á Austurlandi í samráði við Ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands hefur ákveðið að rýma hluta Seyðisfjarðar vegna úrkomuspár. Stefnt er að því að rýmingu verði lokið klukkan tíu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. 15. janúar 2021 18:09 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira
Hluti Seyðisfjarðar var rýmdur í varúðarskyni á föstudag vegna mikillar úrkomuspár og tilheyrandi hættu á skriðuföllum. Í samráði við Veðurstofu Íslands og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lögreglan ákveðið að aflétta rýmingunni og geta íbúar á þeim svæðum sem rýmd voru á föstudag því snúið aftur heim. Um eftirtalin hús er að ræða: Öll hús við Botnahlíð. Múlavegur 37. Baugsvegur 5. Austurvegur 36, 38b, 40b, 42, 44, 44b, 46, 46b, 48, 50, 52, 54 og 56. „Engin hreyfing hefur mælst á hlíðinni ofan Seyðisfjarðar þrátt fyrir rigningu frá föstudagskvöldi fram til seinnipart laugardags í gær og ekki hefur orðið vart við óstöðugleika. Vatnshæð í borholum hefur ekki hækkað umtalsvert. Því er talið óhætt að aflétta rýmingu. Rýmingu er einnig aflétt af öllum húsum við Fossgötu. Hús þar hafa verið rýmd frá því í vikunni fyrir jól þegar stóra skriðan féll. Farvegur Búðarár hefur síðan verið dýpkaður og lagfærður. Í ljósi þess sem og þess stöðugleika sem hefur sýnt sig í hlíðum þykja ekki efni til að viðhalda rýmingu á Fossgötu,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Allt með kyrrum kjörum á Seyðisfirði í nótt Fulltrúar almannavarna og sveitastjórnar Múlaþings funda um stöðuna á Seyðisfirði klukkan tíu. Á fimmta tug húsa voru rýmd á föstudaginn vegna úrkomuspár og óvissu um stöðugleika hlíðanna. 17. janúar 2021 09:49 Hluti Seyðisfjarðar rýmdur vegna mikillar úrkomu Lögreglustjórinn á Austurlandi í samráði við Ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands hefur ákveðið að rýma hluta Seyðisfjarðar vegna úrkomuspár. Stefnt er að því að rýmingu verði lokið klukkan tíu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. 15. janúar 2021 18:09 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira
Allt með kyrrum kjörum á Seyðisfirði í nótt Fulltrúar almannavarna og sveitastjórnar Múlaþings funda um stöðuna á Seyðisfirði klukkan tíu. Á fimmta tug húsa voru rýmd á föstudaginn vegna úrkomuspár og óvissu um stöðugleika hlíðanna. 17. janúar 2021 09:49
Hluti Seyðisfjarðar rýmdur vegna mikillar úrkomu Lögreglustjórinn á Austurlandi í samráði við Ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands hefur ákveðið að rýma hluta Seyðisfjarðar vegna úrkomuspár. Stefnt er að því að rýmingu verði lokið klukkan tíu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. 15. janúar 2021 18:09