Fjallið elskaði það að fá nokkur högg í andlitið frá hinum hljóðláta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2021 08:01 Hafþór Júlíus Björnsson og Steven Ward börðust í Dúbaí um helgina. Instagram/@thorbjornsson Fjallið steig inn hringinn á móti „hljóðláta manninum“ í Dúbaí á föstudagskvöldið. Hafþór Júlíus Björnsson barðist við Steven Ward í hnefaleikahringnum um helgina en þetta var fyrsti æfingabardagi Fjallsins fyrir uppgjörið við Eddie Hall í Las Vegas næsta haust. Þetta var líka bardagi án sigurvegara og báðir náðu nokkrum góðum höggum. Bardaginn fór fram á föstudaginn en var síðan sýndur á miðlum Hafþórs Júlíusar daginn eftir. Hafþór Júlíus talaði um það fyrir bardagann af hverju hann vildi fá að berjast við Ward á þessum tímapunkti. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Ég vil greina mistökin mín fyrir bardagann við Hall. Ég vil líka vera búinn að finna spenninginn og komast yfir það fyrir bardagann í september. Ég vil læra af þessu og ég vil verða betri. Þó að þetta sé sýningarbardagi þá ætlum við báðir að sýna hvað við getum,“ sagði Hafþór Júlíus fyrir bardagann. Hafþór var miklu stærri en Ward, 206 sentímetrar og 156 kíló á móti 188 sentímetrum og 99 kílóum hjá fyrrum Evrópumeistara í léttþungavigt. Hafþór Júlíus fékk að kynnast hnefa Ward nokkrum sinnum og fagnaði því eftir bardagann. Þegar hann var spurður af því hvernig var að vera sleginn í andlitið þá kom svarið sumum á óvart. „Það var frábært, ég elska þetta,“ sagði Hafþór Júlíus eftir bardagann. „Þetta tókst mjög vel og ég get ekki beðið eftir að komast aftur heim og byrja aftur að æfa. Ég elska þessa íþrótt og ber mikla virðingu fyrir henni sem og íþróttamönnunum sjálfum,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Hafþór Júlíus stóðst heldur ekki freistinguna að senda Eddie Hall nokkur góð skilaboð. „Ef þú ætlar ekki að taka þennan bardagann alvarlega þá mun ég rota þig í fyrstu lotu. Ég ráðlegg þér að fara að taka þennan bardaga alvarlega,“ sagði Hafþór Júlíus. Steven Ward sendi Hafþóri líka stutt skilaboð í athugasemdum við Instagram færslu um bardagann. „Þú er herramaður. Óska þér alls hins vesta stóri maður,“ skrifaði Steven Ward. Hann hrósaði líka Hafþóri fyrir hraða og snerpu þrátt fyrir að vera svona stór og mikill. Hafþór tilkynnti líka að hann ætlaði að reyna sig í fleiri æfingabardögum fram að þeim stóra í september. „Takk fyrir öll jákvæðu skilaboðin. Ég mun berjast oftar í undirbúningi mínum fyrir bardagann í september. Við hvern ætti ég að berjast næst,“ spurði Hafþór fylgjendur sína. Það má sjá allan bardagann hér fyrir neðan. watch on YouTube Box Aflraunir Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson barðist við Steven Ward í hnefaleikahringnum um helgina en þetta var fyrsti æfingabardagi Fjallsins fyrir uppgjörið við Eddie Hall í Las Vegas næsta haust. Þetta var líka bardagi án sigurvegara og báðir náðu nokkrum góðum höggum. Bardaginn fór fram á föstudaginn en var síðan sýndur á miðlum Hafþórs Júlíusar daginn eftir. Hafþór Júlíus talaði um það fyrir bardagann af hverju hann vildi fá að berjast við Ward á þessum tímapunkti. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Ég vil greina mistökin mín fyrir bardagann við Hall. Ég vil líka vera búinn að finna spenninginn og komast yfir það fyrir bardagann í september. Ég vil læra af þessu og ég vil verða betri. Þó að þetta sé sýningarbardagi þá ætlum við báðir að sýna hvað við getum,“ sagði Hafþór Júlíus fyrir bardagann. Hafþór var miklu stærri en Ward, 206 sentímetrar og 156 kíló á móti 188 sentímetrum og 99 kílóum hjá fyrrum Evrópumeistara í léttþungavigt. Hafþór Júlíus fékk að kynnast hnefa Ward nokkrum sinnum og fagnaði því eftir bardagann. Þegar hann var spurður af því hvernig var að vera sleginn í andlitið þá kom svarið sumum á óvart. „Það var frábært, ég elska þetta,“ sagði Hafþór Júlíus eftir bardagann. „Þetta tókst mjög vel og ég get ekki beðið eftir að komast aftur heim og byrja aftur að æfa. Ég elska þessa íþrótt og ber mikla virðingu fyrir henni sem og íþróttamönnunum sjálfum,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Hafþór Júlíus stóðst heldur ekki freistinguna að senda Eddie Hall nokkur góð skilaboð. „Ef þú ætlar ekki að taka þennan bardagann alvarlega þá mun ég rota þig í fyrstu lotu. Ég ráðlegg þér að fara að taka þennan bardaga alvarlega,“ sagði Hafþór Júlíus. Steven Ward sendi Hafþóri líka stutt skilaboð í athugasemdum við Instagram færslu um bardagann. „Þú er herramaður. Óska þér alls hins vesta stóri maður,“ skrifaði Steven Ward. Hann hrósaði líka Hafþóri fyrir hraða og snerpu þrátt fyrir að vera svona stór og mikill. Hafþór tilkynnti líka að hann ætlaði að reyna sig í fleiri æfingabardögum fram að þeim stóra í september. „Takk fyrir öll jákvæðu skilaboðin. Ég mun berjast oftar í undirbúningi mínum fyrir bardagann í september. Við hvern ætti ég að berjast næst,“ spurði Hafþór fylgjendur sína. Það má sjá allan bardagann hér fyrir neðan. watch on YouTube
Box Aflraunir Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira