Býst við hærra spennustigi í aðdraganda kosninga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2021 12:11 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráhðerra, með grímu í sæti sínu á Alþingi. Vísir/Vilhelm Bankasala, miðhálendisþjóðgarður og breytingar á stjórnarskrá eru meðal stórra mála sem bíða umfjöllunar hjá Alþingi sem kemur saman í dag eftir jólafrí. Forsætisráðherra býst við hærra spennustigi nú í aðdraganda kosninga og reiknar með að það hafi áhrif á þingstörfin. Fyrsti þingfundur eftir jólafrí hefst klukkan þrjú í dag á óundirbúnum fyrirspurnartíma. Að honum loknum verður tekin fyrir skýrslubeiðni nokkurra þingmanna úr meðal annars röðum Pírötum og Flokki fólksins um úttekt á starfsemi Vegarðinnar. Þá mun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra -flytja munnlega skýrslu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Það er eitt margra hitamála sem bíða umfjöllunar í þinginu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur margt í umræðunni um söluna endurspegla umræðuna í kringum einkavæðingu bankanna. „En það laga- og regluverk sem við búum við núna er auðvitað allt annað og hér er verið að gera ráð fyrir að þessi sala fari fram með eins opnum og gagnsæum hætti og hægt er,“ segir Katrín. „Eins og ég les nú stöðuna þá hafa nú mjög fáir lýst yfir andstöðu við sölu á eignarhlut í prinsippi, ef ég hlusta eftir því sem forsvarsmenn flokkanna á Alþingi eru að segja. Það eru fæstir sem eru á þeim stað. Heldur er verið að gagnrýna tímasetninguna.“ Önnur átakamál sem bíða afgreiðslu eru meðal annars frumvörp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, fjölmiðla og til breytinga á stjórnarskrá auk þess sem brýnt er talið að afgreiða ný sóttvarnalög. „Það eru auðvitað mörg stór mál framundan en það sem ég held að sé flestum efst í huga þegar við förum inn í þetta ár er hvernig við ætlum að takast á við atvinnuleysi, hvernig við ætlum að ná því niður og hvernig við ætlum að tryggja að efnahagsleg viðspyrna geti orðið snörp. Og hvernig við höldum áfram að takast á við þennan heimsfaraldur, sem er auðvitað það mál sem hefur yfirskyggt önnur.“ Kosningar eru fyrirhugaðar í september og Katrín býst við að kosningaveturinn muni lita stjórnmálin. „Við vitum öll hvernig það er, að það er alltaf aðeins hærra spennustig í aðdraganda kosninga en ella. Þannig ég svona reikna með að það muni hafa áhrif á þingstörfin,“ segir Katrín. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Fyrsti þingfundur eftir jólafrí hefst klukkan þrjú í dag á óundirbúnum fyrirspurnartíma. Að honum loknum verður tekin fyrir skýrslubeiðni nokkurra þingmanna úr meðal annars röðum Pírötum og Flokki fólksins um úttekt á starfsemi Vegarðinnar. Þá mun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra -flytja munnlega skýrslu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Það er eitt margra hitamála sem bíða umfjöllunar í þinginu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur margt í umræðunni um söluna endurspegla umræðuna í kringum einkavæðingu bankanna. „En það laga- og regluverk sem við búum við núna er auðvitað allt annað og hér er verið að gera ráð fyrir að þessi sala fari fram með eins opnum og gagnsæum hætti og hægt er,“ segir Katrín. „Eins og ég les nú stöðuna þá hafa nú mjög fáir lýst yfir andstöðu við sölu á eignarhlut í prinsippi, ef ég hlusta eftir því sem forsvarsmenn flokkanna á Alþingi eru að segja. Það eru fæstir sem eru á þeim stað. Heldur er verið að gagnrýna tímasetninguna.“ Önnur átakamál sem bíða afgreiðslu eru meðal annars frumvörp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, fjölmiðla og til breytinga á stjórnarskrá auk þess sem brýnt er talið að afgreiða ný sóttvarnalög. „Það eru auðvitað mörg stór mál framundan en það sem ég held að sé flestum efst í huga þegar við förum inn í þetta ár er hvernig við ætlum að takast á við atvinnuleysi, hvernig við ætlum að ná því niður og hvernig við ætlum að tryggja að efnahagsleg viðspyrna geti orðið snörp. Og hvernig við höldum áfram að takast á við þennan heimsfaraldur, sem er auðvitað það mál sem hefur yfirskyggt önnur.“ Kosningar eru fyrirhugaðar í september og Katrín býst við að kosningaveturinn muni lita stjórnmálin. „Við vitum öll hvernig það er, að það er alltaf aðeins hærra spennustig í aðdraganda kosninga en ella. Þannig ég svona reikna með að það muni hafa áhrif á þingstörfin,“ segir Katrín.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira