Býst við hærra spennustigi í aðdraganda kosninga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2021 12:11 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráhðerra, með grímu í sæti sínu á Alþingi. Vísir/Vilhelm Bankasala, miðhálendisþjóðgarður og breytingar á stjórnarskrá eru meðal stórra mála sem bíða umfjöllunar hjá Alþingi sem kemur saman í dag eftir jólafrí. Forsætisráðherra býst við hærra spennustigi nú í aðdraganda kosninga og reiknar með að það hafi áhrif á þingstörfin. Fyrsti þingfundur eftir jólafrí hefst klukkan þrjú í dag á óundirbúnum fyrirspurnartíma. Að honum loknum verður tekin fyrir skýrslubeiðni nokkurra þingmanna úr meðal annars röðum Pírötum og Flokki fólksins um úttekt á starfsemi Vegarðinnar. Þá mun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra -flytja munnlega skýrslu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Það er eitt margra hitamála sem bíða umfjöllunar í þinginu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur margt í umræðunni um söluna endurspegla umræðuna í kringum einkavæðingu bankanna. „En það laga- og regluverk sem við búum við núna er auðvitað allt annað og hér er verið að gera ráð fyrir að þessi sala fari fram með eins opnum og gagnsæum hætti og hægt er,“ segir Katrín. „Eins og ég les nú stöðuna þá hafa nú mjög fáir lýst yfir andstöðu við sölu á eignarhlut í prinsippi, ef ég hlusta eftir því sem forsvarsmenn flokkanna á Alþingi eru að segja. Það eru fæstir sem eru á þeim stað. Heldur er verið að gagnrýna tímasetninguna.“ Önnur átakamál sem bíða afgreiðslu eru meðal annars frumvörp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, fjölmiðla og til breytinga á stjórnarskrá auk þess sem brýnt er talið að afgreiða ný sóttvarnalög. „Það eru auðvitað mörg stór mál framundan en það sem ég held að sé flestum efst í huga þegar við förum inn í þetta ár er hvernig við ætlum að takast á við atvinnuleysi, hvernig við ætlum að ná því niður og hvernig við ætlum að tryggja að efnahagsleg viðspyrna geti orðið snörp. Og hvernig við höldum áfram að takast á við þennan heimsfaraldur, sem er auðvitað það mál sem hefur yfirskyggt önnur.“ Kosningar eru fyrirhugaðar í september og Katrín býst við að kosningaveturinn muni lita stjórnmálin. „Við vitum öll hvernig það er, að það er alltaf aðeins hærra spennustig í aðdraganda kosninga en ella. Þannig ég svona reikna með að það muni hafa áhrif á þingstörfin,“ segir Katrín. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fyrsti þingfundur eftir jólafrí hefst klukkan þrjú í dag á óundirbúnum fyrirspurnartíma. Að honum loknum verður tekin fyrir skýrslubeiðni nokkurra þingmanna úr meðal annars röðum Pírötum og Flokki fólksins um úttekt á starfsemi Vegarðinnar. Þá mun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra -flytja munnlega skýrslu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Það er eitt margra hitamála sem bíða umfjöllunar í þinginu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur margt í umræðunni um söluna endurspegla umræðuna í kringum einkavæðingu bankanna. „En það laga- og regluverk sem við búum við núna er auðvitað allt annað og hér er verið að gera ráð fyrir að þessi sala fari fram með eins opnum og gagnsæum hætti og hægt er,“ segir Katrín. „Eins og ég les nú stöðuna þá hafa nú mjög fáir lýst yfir andstöðu við sölu á eignarhlut í prinsippi, ef ég hlusta eftir því sem forsvarsmenn flokkanna á Alþingi eru að segja. Það eru fæstir sem eru á þeim stað. Heldur er verið að gagnrýna tímasetninguna.“ Önnur átakamál sem bíða afgreiðslu eru meðal annars frumvörp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, fjölmiðla og til breytinga á stjórnarskrá auk þess sem brýnt er talið að afgreiða ný sóttvarnalög. „Það eru auðvitað mörg stór mál framundan en það sem ég held að sé flestum efst í huga þegar við förum inn í þetta ár er hvernig við ætlum að takast á við atvinnuleysi, hvernig við ætlum að ná því niður og hvernig við ætlum að tryggja að efnahagsleg viðspyrna geti orðið snörp. Og hvernig við höldum áfram að takast á við þennan heimsfaraldur, sem er auðvitað það mál sem hefur yfirskyggt önnur.“ Kosningar eru fyrirhugaðar í september og Katrín býst við að kosningaveturinn muni lita stjórnmálin. „Við vitum öll hvernig það er, að það er alltaf aðeins hærra spennustig í aðdraganda kosninga en ella. Þannig ég svona reikna með að það muni hafa áhrif á þingstörfin,“ segir Katrín.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira