Einnig verðum við í beinni útsendingu frá Alþingi þar sem mál dagsins er sala á Íslandsbanka og ræðum einnig við sálfræðing í beinni um af hverju fólk sé orðið tregara við að gefa smitrakningateymi fullnægjandi upplýsingar þegar það smitast af veirunni.
Fjallað verður um svarta skýrslu um ofbeldi gegn fötluðu fólki og rætt við utanríkisráðherra um mál Alexei Navalní.
Að auki verður farið yfir líf og feril Svavars Gestssonar, ráðherra og sendiherra, sem lést í dag 76 ára að aldri.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30. Kvöldfréttirnar eru frá og með deginum í dag í lokaðri dagskrá. Áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir neðan.