Enn einn harmleikurinn við K2 Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. janúar 2021 09:07 Alex Goldfarb fannst látinn eftir umfangsmikla leit í hlíðum Pastore Peak í gær. Alex Goldfarb, Bandaríkjamaður sem hugðist klífa fjallið Broad Peak í grennd við K2 nú í janúar, fannst látinn í gær eftir umfangsmikla leit. Íslendingurinn John Snorri Sigurjónsson var á meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni. Greint er frá andláti Goldfarbs í tilkynningu frá talsmanni leiðangursins. Goldfarb hugðist gera atlögu að Broad Peak, hvers tindur er 8051 metra yfir sjávarmáli, ásamt félaga sínum, Ungverjanum Zoltan Szlanko. Þeir komu í grunnbúðir fjallsins 8. janúar og nokkrum dögum síðar lögðu þeir af stað upp á Pastore Peak, lægra fjall á svæðinu sem þeir hugðust klífa til hæðaraðlögunar. Szlanko treysti sér að endingu ekki til að ljúka göngunni en Goldfarb afréð að halda áfram. Þyrlur voru fengnar til leitarinnar eftir að sá síðarnefndi skilaði sér ekki til baka af fjallinu á umsömdum tíma, 16. janúar. Hann fannst loks látinn í hlíðum Pastore Peak í gær. Talið er að hann hafi hrapað á göngu sinni. Á kortinu hér fyrir neðan sjást fjöllin Broad Peak, rauðmerkt, og K2 í Karakoram-fjallgarðinum við landamæri Pakistan og Kína. Á meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni voru íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson og samferðamaður hans, hinn pakistanski Sajid Sadpara. Þeir hyggjast klífa fjallið K2 en voru sóttir á þyrlu í grunnbúðir K2 um helgina til að taka þátt í leitinni að Goldfarb. „Við erum harmi slegin yfir fréttunum. Félagi Alexar, Zoltan er augljóslega eyðilagður og í losti vegna þessara atburða. Við erum þakklát fyrir aðstoð Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara, Sajid Sadpara, Ashgar Ali Porik og allra þeirra sem komu að leitinni,“ segir í tilkynningu leiðangursins. John Snorri lýsti andrúmsloftinu meðal hópanna á svæðinu sem harmþrungnu í samtali við Vísi á sunnudag, þar sem hann var staddur í grunnbúðum Broad Peak við leit að Goldfarb. Sergi Mingote, spænskur fjallagarpur, fórst á K2 um helgina. „Hann [Mingote] var rétt á eftir mér í gær og hrapaði niður 600 metra og lést. Svo erum við núna niðri í grunnbúðunum og höfum verið að leita hérna með dróna að manni frá Bandaríkjunum. Svo kemur þyrla í fyrramálið, sem við förum með að leita áfram. Þannig að það er sorg hérna í Broad Peak-grunnbúðunum og á K2. Fólk er að velta fyrir sér hvort það eigi að halda áfram eða hætta. Það kemur í ljós næstu daga.“ Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25 Spænskur fjallgöngumaður fórst á K2 Spænski fjallagarpurinn Sergi Mingote fórst á leiðinni á tind K2, næsthæsta fjalls í heimi. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti þetta á Twitter í dag. 16. janúar 2021 17:42 Varð á undan John Snorra á toppinn Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til. 16. janúar 2021 13:12 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Greint er frá andláti Goldfarbs í tilkynningu frá talsmanni leiðangursins. Goldfarb hugðist gera atlögu að Broad Peak, hvers tindur er 8051 metra yfir sjávarmáli, ásamt félaga sínum, Ungverjanum Zoltan Szlanko. Þeir komu í grunnbúðir fjallsins 8. janúar og nokkrum dögum síðar lögðu þeir af stað upp á Pastore Peak, lægra fjall á svæðinu sem þeir hugðust klífa til hæðaraðlögunar. Szlanko treysti sér að endingu ekki til að ljúka göngunni en Goldfarb afréð að halda áfram. Þyrlur voru fengnar til leitarinnar eftir að sá síðarnefndi skilaði sér ekki til baka af fjallinu á umsömdum tíma, 16. janúar. Hann fannst loks látinn í hlíðum Pastore Peak í gær. Talið er að hann hafi hrapað á göngu sinni. Á kortinu hér fyrir neðan sjást fjöllin Broad Peak, rauðmerkt, og K2 í Karakoram-fjallgarðinum við landamæri Pakistan og Kína. Á meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni voru íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson og samferðamaður hans, hinn pakistanski Sajid Sadpara. Þeir hyggjast klífa fjallið K2 en voru sóttir á þyrlu í grunnbúðir K2 um helgina til að taka þátt í leitinni að Goldfarb. „Við erum harmi slegin yfir fréttunum. Félagi Alexar, Zoltan er augljóslega eyðilagður og í losti vegna þessara atburða. Við erum þakklát fyrir aðstoð Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara, Sajid Sadpara, Ashgar Ali Porik og allra þeirra sem komu að leitinni,“ segir í tilkynningu leiðangursins. John Snorri lýsti andrúmsloftinu meðal hópanna á svæðinu sem harmþrungnu í samtali við Vísi á sunnudag, þar sem hann var staddur í grunnbúðum Broad Peak við leit að Goldfarb. Sergi Mingote, spænskur fjallagarpur, fórst á K2 um helgina. „Hann [Mingote] var rétt á eftir mér í gær og hrapaði niður 600 metra og lést. Svo erum við núna niðri í grunnbúðunum og höfum verið að leita hérna með dróna að manni frá Bandaríkjunum. Svo kemur þyrla í fyrramálið, sem við förum með að leita áfram. Þannig að það er sorg hérna í Broad Peak-grunnbúðunum og á K2. Fólk er að velta fyrir sér hvort það eigi að halda áfram eða hætta. Það kemur í ljós næstu daga.“
Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25 Spænskur fjallgöngumaður fórst á K2 Spænski fjallagarpurinn Sergi Mingote fórst á leiðinni á tind K2, næsthæsta fjalls í heimi. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti þetta á Twitter í dag. 16. janúar 2021 17:42 Varð á undan John Snorra á toppinn Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til. 16. janúar 2021 13:12 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25
Spænskur fjallgöngumaður fórst á K2 Spænski fjallagarpurinn Sergi Mingote fórst á leiðinni á tind K2, næsthæsta fjalls í heimi. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti þetta á Twitter í dag. 16. janúar 2021 17:42
Varð á undan John Snorra á toppinn Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til. 16. janúar 2021 13:12