Vill að borgin taki á móti fórnarlömbum mansals líkt og rithöfundum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. janúar 2021 12:17 Sanna Magdalega Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista. vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins telur að Reykjavíkurborg ætti að beita sér fyrir móttöku fórnarlamba mansals í leit að vernd hér á landi. Sérstök umræða um mansal fer fram í borgarstjórn í dag. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, fór fram á umræðuna í borgarstjórn. „Þó svo að Reykjavíkurborg fari ekki með málefni Útlendingastofnunar finnst mér mikilvægt að Reykjavíkborg, sem þá höfuðborg landsins og stærsta sveitarfélagið, láti heyra í sér varðandi þessi mál og þrýsti á að mannúð sé höfð að leiðarljósi í þessum málefnum.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku var rætt við Blessing Newton sem búið hefur á Íslandi í tvö ár. Hún segist hafa verið seld mansali til Ítalíu 2016 og síðan flúið hingað til lands. Hún stendur nú frammi fyrir brottvísun og hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, bæði hjá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð óttast að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. Sanna bendir á að sambærileg mál komi endurtekið upp. „Þarna er kona sem er að flýja þessar hörmulegu aðstæður og leitar hingað til lands. Það er svo ömurlegt að sjá að á landi sem kennir sig við jafnrétti sé síðan ekkert í boði. Við ættum að geta brugðist betur við í svona kringumstæðum.“ Hún leggur til að borgin taki upp viðræður við ríkið um mögulega aðstoð við fórnarlömb mansals í leit að alþjóðlegri vernd. Aðstoð sem væri þá veitt í samvinnu við ríkið og Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. „Til dæmis hefur Reykjavíkurborg verið með verkefni þar sem hún er að taka á móti rithöfundum sem ekki geta verið í sínu heimalandi. Það er spurning hvort borgin geti tekið upp svipað verkefni. Þetta er náttúrulega alls ekki eins. Staða þeirra sem eru að koma frá frá öðrum löndum í leit af öryggi vegna mansals er ekki eins, en við eigum að geta boðið fólki upp á aðstoð og þann stuðning sem það þarf á að halda.“ Hún telur að Reykjavíkurborg eigi að geta haft áhrif í málaflokknum. „Ég tel að við getum alveg látið í okkur heyra, um hvort okkur finnist þetta vera mannúðleg stefna sem rekin er a vegum ríkisins, persónulega finnst mér það ekki.“ Flóttamenn Reykjavík Hælisleitendur Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, fór fram á umræðuna í borgarstjórn. „Þó svo að Reykjavíkurborg fari ekki með málefni Útlendingastofnunar finnst mér mikilvægt að Reykjavíkborg, sem þá höfuðborg landsins og stærsta sveitarfélagið, láti heyra í sér varðandi þessi mál og þrýsti á að mannúð sé höfð að leiðarljósi í þessum málefnum.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku var rætt við Blessing Newton sem búið hefur á Íslandi í tvö ár. Hún segist hafa verið seld mansali til Ítalíu 2016 og síðan flúið hingað til lands. Hún stendur nú frammi fyrir brottvísun og hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, bæði hjá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð óttast að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. Sanna bendir á að sambærileg mál komi endurtekið upp. „Þarna er kona sem er að flýja þessar hörmulegu aðstæður og leitar hingað til lands. Það er svo ömurlegt að sjá að á landi sem kennir sig við jafnrétti sé síðan ekkert í boði. Við ættum að geta brugðist betur við í svona kringumstæðum.“ Hún leggur til að borgin taki upp viðræður við ríkið um mögulega aðstoð við fórnarlömb mansals í leit að alþjóðlegri vernd. Aðstoð sem væri þá veitt í samvinnu við ríkið og Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. „Til dæmis hefur Reykjavíkurborg verið með verkefni þar sem hún er að taka á móti rithöfundum sem ekki geta verið í sínu heimalandi. Það er spurning hvort borgin geti tekið upp svipað verkefni. Þetta er náttúrulega alls ekki eins. Staða þeirra sem eru að koma frá frá öðrum löndum í leit af öryggi vegna mansals er ekki eins, en við eigum að geta boðið fólki upp á aðstoð og þann stuðning sem það þarf á að halda.“ Hún telur að Reykjavíkurborg eigi að geta haft áhrif í málaflokknum. „Ég tel að við getum alveg látið í okkur heyra, um hvort okkur finnist þetta vera mannúðleg stefna sem rekin er a vegum ríkisins, persónulega finnst mér það ekki.“
Flóttamenn Reykjavík Hælisleitendur Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira