Segir mikilvægt að kanna einnig hvort loðna sé fyrir Norðurlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. janúar 2021 13:52 Rannsóknaskipið Árni Friðriksson að leggja upp í loðnuleit í byrjun mánaðarins frá Hafnarfirði. Höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar eru í litskrúðuga húsinu vinstra megin. Egill Aðalsteinsson Loðnuleitin á Austfjarðamiðum hefur haldið áfram í dag. Uppsjávarveiðiskipin þrjú, Ásgrímur Halldórsson, Polar Amaroq og Bjarni Ólafsson, með starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um borð í tveimur fyrrnefndu, hafa verið að skanna hafsvæðið norður með landgrunnskantinum út af Austfjörðum. „Líkur eru til að þau nái að ljúka mælingu á því sem þar er á ferðinni í dag og á morgun. Upp úr því ætti að liggja fyrir hvað er mikið á ferðinni þar,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.Egill Aðalsteinsson „Spurningin er þá hvað er af loðnu fyrir norðan og vestan. Það er bræla í kortunum á næstunni.“ Hafrannsóknastofnun er í biðstöðu með að senda eigin rannsóknaskip af stað en stefnt er á annan stóran loðnuleitarleiðangur. „Við stefnum að mælingu fyrir norðan og vestan í næstu viku, þegar vindur gengur niður, á nokkrum skipum. Vonandi verður lagt í hann á mánudaginn. Þá verður hafsvæðið fyrir norðan kortlagt og vonandi líka fyrir vestan í Grænlandssundi. Ísinn er eitthvað að gefa sig og líkur til að hann hörfi meira í þessari stífu norðaustanátt sem er í kortunum næstu daga,“ segir Sigurður. Staðsetning leitarskipanna á öðrum tímanum í dag. Ásgrímur Halldórsson var syðst, austur af Seyðisfirði, Polar Amaroq var austur af Glettingi en Bjarni Ólafsson austur af Héraðsflóa.Hafrannsóknastofnun En hvenær má búast við að Hafrannsóknastofnun geti gefið út nýja ráðgjöf um veiðar úr loðnustofninum? Gæti það gerst strax í þessari viku, á grundvelli þess sem er að sjást á Austfjarðamiðum? „Það fer allt eftir því hvað mikið mælist fyrir austan. Spurningin er líka: Er þetta loðnan að hluta eða öllu sem var fyrir norðan í fyrri mælingum? Því er mjög mikilvægt að mæla þar líka aftur,“ svarar forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Staðsetningu leitarskipanna á Austfjarðamiðum má sjá hér á rauntíma. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hornafjörður Vopnafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Skipstjórinn segir töluvert af loðnu út af Austfjörðum Albert Sveinsson, skipstjóri Víkings AK-100, uppsjávarveiðiskips Brims, kveðst ekki í vafa um að mikið sé núna af loðnu á Austfjarðamiðum. Eftir að togarar urðu varir við loðnu þar á laugardag var Albert fenginn til að fara yfir svæðið á Víkingi. 18. janúar 2021 15:06 Þrjú skip til loðnumælinga eftir að torfur sáust á Austfjarðamiðum Þrjú loðnuskip hafa verið send til loðnumælinga út af miðjum Austfjörðum eftir að fréttist af loðnutorfum á stóru svæði um helgina. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð til að kanna hvort þarna séu nýjar loðnugöngur á ferð. 18. janúar 2021 12:21 Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
„Líkur eru til að þau nái að ljúka mælingu á því sem þar er á ferðinni í dag og á morgun. Upp úr því ætti að liggja fyrir hvað er mikið á ferðinni þar,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.Egill Aðalsteinsson „Spurningin er þá hvað er af loðnu fyrir norðan og vestan. Það er bræla í kortunum á næstunni.“ Hafrannsóknastofnun er í biðstöðu með að senda eigin rannsóknaskip af stað en stefnt er á annan stóran loðnuleitarleiðangur. „Við stefnum að mælingu fyrir norðan og vestan í næstu viku, þegar vindur gengur niður, á nokkrum skipum. Vonandi verður lagt í hann á mánudaginn. Þá verður hafsvæðið fyrir norðan kortlagt og vonandi líka fyrir vestan í Grænlandssundi. Ísinn er eitthvað að gefa sig og líkur til að hann hörfi meira í þessari stífu norðaustanátt sem er í kortunum næstu daga,“ segir Sigurður. Staðsetning leitarskipanna á öðrum tímanum í dag. Ásgrímur Halldórsson var syðst, austur af Seyðisfirði, Polar Amaroq var austur af Glettingi en Bjarni Ólafsson austur af Héraðsflóa.Hafrannsóknastofnun En hvenær má búast við að Hafrannsóknastofnun geti gefið út nýja ráðgjöf um veiðar úr loðnustofninum? Gæti það gerst strax í þessari viku, á grundvelli þess sem er að sjást á Austfjarðamiðum? „Það fer allt eftir því hvað mikið mælist fyrir austan. Spurningin er líka: Er þetta loðnan að hluta eða öllu sem var fyrir norðan í fyrri mælingum? Því er mjög mikilvægt að mæla þar líka aftur,“ svarar forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Staðsetningu leitarskipanna á Austfjarðamiðum má sjá hér á rauntíma.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hornafjörður Vopnafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Skipstjórinn segir töluvert af loðnu út af Austfjörðum Albert Sveinsson, skipstjóri Víkings AK-100, uppsjávarveiðiskips Brims, kveðst ekki í vafa um að mikið sé núna af loðnu á Austfjarðamiðum. Eftir að togarar urðu varir við loðnu þar á laugardag var Albert fenginn til að fara yfir svæðið á Víkingi. 18. janúar 2021 15:06 Þrjú skip til loðnumælinga eftir að torfur sáust á Austfjarðamiðum Þrjú loðnuskip hafa verið send til loðnumælinga út af miðjum Austfjörðum eftir að fréttist af loðnutorfum á stóru svæði um helgina. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð til að kanna hvort þarna séu nýjar loðnugöngur á ferð. 18. janúar 2021 12:21 Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Skipstjórinn segir töluvert af loðnu út af Austfjörðum Albert Sveinsson, skipstjóri Víkings AK-100, uppsjávarveiðiskips Brims, kveðst ekki í vafa um að mikið sé núna af loðnu á Austfjarðamiðum. Eftir að togarar urðu varir við loðnu þar á laugardag var Albert fenginn til að fara yfir svæðið á Víkingi. 18. janúar 2021 15:06
Þrjú skip til loðnumælinga eftir að torfur sáust á Austfjarðamiðum Þrjú loðnuskip hafa verið send til loðnumælinga út af miðjum Austfjörðum eftir að fréttist af loðnutorfum á stóru svæði um helgina. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð til að kanna hvort þarna séu nýjar loðnugöngur á ferð. 18. janúar 2021 12:21
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38