Skoða hvort breyta þurfi vörumerkinu í ljósi líkinda Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. janúar 2021 15:19 Einar Ágústsson og Ágúst Arnar Ágústsson eru þekktir sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism. Merki pítsustaðanna má sjá fyrir neðan bræðurna. Samsett Einn forsvarsmanna pítsustaðarins Slæs segir að merki staðarins, sem bent hefur verið á að svipi til merkis annars pítsustaðar, sé fengið í gegnum vefsíðuna Fiverr, markaðstorg á netinu þar sem hægt er að kaupa þjónustu af einyrkjum. Verið sé að skoða hvort taka þurfi upp nýtt merki í ljósi líkindanna. Greint var frá því í gær að bræðurnir Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson, sem þekktastir eru sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism, hefðu opnað pítsustaðinn Slæs í Garðabæ á laugardag. Eftir að fregnir bárust af opnuninni hefur verið bent á talsverð líkindi með merki Slæs og merki annars pítsustaðar, Firecraft Artisan Pizza í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum. Merkin eru raunar alveg eins; stílhrein og sýna pítsusneið umlukta logum. Samanburð má sjá á myndinni hér fyrir ofan. Leiðinlegt ef vörumerkið er of líkt öðru Ágúst Arnar segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að þau hjá Slæs viti af líkindunum. Fleiri fyrirtæki séu með „sama eða svipað“ merki, sem fengið sé af Fiverr, markaðstorgi á netinu þar sem einyrkjar selja vinnu sína. „Okkur hefur verið bent á þessi líkindi við annan pizzastað og reyndar fleiri. Logoið kom úr logobanka sem að lítil fyrirtæki nota oft til að spara kostnað í byrjun. Ég geri ráð fyrir að önnur fyrirtæki sem eru með sama eða svipað logo hafi gert það sama. Við völdum þetta logo því okkur fannst það passa vel við nafn og hlutverk staðarins,“ segir Ágúst Arnar. Hann segir jafnframt að merkið sé fengið í gegnum hönnuð á síðunni og málið sé til skoðunar. Ef til vill þurfi að breyta merkinu í ljósi líkinda við aðra staði. Í því samhengi bendir hann á þriðja staðinn sem notar merkið en sá virðist staddur í Úrúgvæ. „Við erum að skoða þetta sjálfir og vissum ekki að aðrir væru að nota svipað logo. Við erum því að skoða hvort að við þurfum að breyta því. Við erum að byggja upp okkar eigið vörumerki og finnst því leiðinlegt ef það eru líkindi milli annars merkis.“ Uppfært klukkan 17:03: Samkvæmt frekari upplýsingum frá Slæs er merkið upprunnið úr myndabankanum Shuttersock, líkt og sjá má hér. Staðurinn hafi tilskilið leyfi til að nota merkið. Neytendur Veitingastaðir Höfundarréttur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01 Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2020 10:42 Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Greint var frá því í gær að bræðurnir Ágúst Arnar Ágústsson og Einar Ágústsson, sem þekktastir eru sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism, hefðu opnað pítsustaðinn Slæs í Garðabæ á laugardag. Eftir að fregnir bárust af opnuninni hefur verið bent á talsverð líkindi með merki Slæs og merki annars pítsustaðar, Firecraft Artisan Pizza í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum. Merkin eru raunar alveg eins; stílhrein og sýna pítsusneið umlukta logum. Samanburð má sjá á myndinni hér fyrir ofan. Leiðinlegt ef vörumerkið er of líkt öðru Ágúst Arnar segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að þau hjá Slæs viti af líkindunum. Fleiri fyrirtæki séu með „sama eða svipað“ merki, sem fengið sé af Fiverr, markaðstorgi á netinu þar sem einyrkjar selja vinnu sína. „Okkur hefur verið bent á þessi líkindi við annan pizzastað og reyndar fleiri. Logoið kom úr logobanka sem að lítil fyrirtæki nota oft til að spara kostnað í byrjun. Ég geri ráð fyrir að önnur fyrirtæki sem eru með sama eða svipað logo hafi gert það sama. Við völdum þetta logo því okkur fannst það passa vel við nafn og hlutverk staðarins,“ segir Ágúst Arnar. Hann segir jafnframt að merkið sé fengið í gegnum hönnuð á síðunni og málið sé til skoðunar. Ef til vill þurfi að breyta merkinu í ljósi líkinda við aðra staði. Í því samhengi bendir hann á þriðja staðinn sem notar merkið en sá virðist staddur í Úrúgvæ. „Við erum að skoða þetta sjálfir og vissum ekki að aðrir væru að nota svipað logo. Við erum því að skoða hvort að við þurfum að breyta því. Við erum að byggja upp okkar eigið vörumerki og finnst því leiðinlegt ef það eru líkindi milli annars merkis.“ Uppfært klukkan 17:03: Samkvæmt frekari upplýsingum frá Slæs er merkið upprunnið úr myndabankanum Shuttersock, líkt og sjá má hér. Staðurinn hafi tilskilið leyfi til að nota merkið.
Neytendur Veitingastaðir Höfundarréttur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01 Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2020 10:42 Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01
Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2020 10:42
Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23