Um tíu einstaklingar undir fertugu bráðkvaddir á ári hverju Eiður Þór Árnason skrifar 19. janúar 2021 20:37 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala, segir að í kringum 200 einstaklingar fari í hjartastopp á hverju ári. Stjórnarráðið Í kringum tíu einstaklingar undir fertugu deyja svokölluðum skyndidauða hérlendis á hverju ári. Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala, segir að yfirleitt sé það breytilegt eftir aldri hvað veldur því að einstaklingar verða bráðkvaddir. „Hjá yngra fólki eru þetta oft ýmsir erfðagallar sem geta komið fram sem raftruflanir í hjarta, eða það sem við köllum gjarnan frumkomnar raflífeðlisfræðilegar raskanir, eða hjarta- og vöðvasjúkdómar sem valda en hjá eldra fólki eru það gjarnan kransæðasjúkdómar og ýmsar afleiðingar þeirra sem eru undirliggjandi orsök.“ Davíð sagði í Reykjavík síðdegis að áætlað sé að um það bil 200 manns fari í hjartastopp árlega hér á landi en hluti þeirra er endurlífgaður. Ef einungis sé litið til einstaklinga undir fertugu séu það í kringum tíu sem deyja á hverju ári líkt og fyrr segir en talan sé aðeins breytileg frá ári til árs. „Í um það bil fjórðungi tilfella getur þetta gerst í svefni og getur gerst við líkamlega áreynslu og geðshræringu svo það má segja að þetta geti komið upp nánast hvar sem er,“ segir Davíð um aðdraganda hjartastopps. Yfirlið geti verið forboði hjartastopps Davíð bætir við að ef það er ættarsaga um ótímabær dauðsföll eða skyndidauða á unga aldri þá sé það þess virði að láta skoða fjölskylduna ítarlega, til að mynda með erfðarannsókn. Það sé oft gert með skipulögðum hætti þegar tiltölulega ungur einstaklingur fari í hjartastopp. „Þá er reynt að skoða mjög ítarlega hvað veldur og ef það finnst erfðagalli þá eru nánustu fjölskyldumeðlimir skoðaðir á kerfisbundinn hátt.“ „Þessi gallar sem valda oft hjartsláttartruflunum geta líka valdið meðvitundarleysi og hjartastoppi en ef þeir vara stutt geta þeir stundum valdið yfirliðakennd eða yfirliði og þess vegna getur yfirlið stundum verið forboði þess að það sé yfirvofandi hjartastopp. Þannig að stundum þarf að skoða það vel og þá sérstaklega vel með línuriti og spyrja um ættarsögu“ Þó segir hann rétt að taka fram að langflest tilvik yfirliða séu af góðkynja orsökum og því sé alls ekki samasemmerki milli þess að fara í yfirlið og fara í hjartastopp. Mikilvægt að bregðast skjótt við Davíð segir að fjöldi einstaklinga sem fari árlega í hjartastopp hérlendis hafi verið nokkuð stöðugur á síðustu árum. Einhver fjölgun hafi þó mælst hjá eldri aldurshópum „Það er fyrst og fremst vegna þess að meðferð hjartasjúkdóma nú til dags er orðin svo öflug að þessir einstaklingar lifa lengur með sinn sjúkdóm. Þannig að hópur þeirra sem hafa alvarlegan hjartasjúkdóm, hjartabilun, alvarlega kransæðasjúkdóm og svo framvegis er að aukast þannig að hlutfallslega eru fleiri einstaklingar sem geta farið í hjartastopp.“ Að sögn Davíðs er mikilvægt að þeir sem verði vitni að hjartastoppi bregðist hratt við og hringi í Neyðarlínuna. Á meðan beðið sé eftir sjúkrabíl skuli framkvæma hjartahnoð og í völdum tilfellum einnig veita öndunaraðstoð. „Ef þetta er gert og það tekur sjúkrabílinn stuttan tíma að koma þá eru miklu meiri líkur á góðri útkomu.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
„Hjá yngra fólki eru þetta oft ýmsir erfðagallar sem geta komið fram sem raftruflanir í hjarta, eða það sem við köllum gjarnan frumkomnar raflífeðlisfræðilegar raskanir, eða hjarta- og vöðvasjúkdómar sem valda en hjá eldra fólki eru það gjarnan kransæðasjúkdómar og ýmsar afleiðingar þeirra sem eru undirliggjandi orsök.“ Davíð sagði í Reykjavík síðdegis að áætlað sé að um það bil 200 manns fari í hjartastopp árlega hér á landi en hluti þeirra er endurlífgaður. Ef einungis sé litið til einstaklinga undir fertugu séu það í kringum tíu sem deyja á hverju ári líkt og fyrr segir en talan sé aðeins breytileg frá ári til árs. „Í um það bil fjórðungi tilfella getur þetta gerst í svefni og getur gerst við líkamlega áreynslu og geðshræringu svo það má segja að þetta geti komið upp nánast hvar sem er,“ segir Davíð um aðdraganda hjartastopps. Yfirlið geti verið forboði hjartastopps Davíð bætir við að ef það er ættarsaga um ótímabær dauðsföll eða skyndidauða á unga aldri þá sé það þess virði að láta skoða fjölskylduna ítarlega, til að mynda með erfðarannsókn. Það sé oft gert með skipulögðum hætti þegar tiltölulega ungur einstaklingur fari í hjartastopp. „Þá er reynt að skoða mjög ítarlega hvað veldur og ef það finnst erfðagalli þá eru nánustu fjölskyldumeðlimir skoðaðir á kerfisbundinn hátt.“ „Þessi gallar sem valda oft hjartsláttartruflunum geta líka valdið meðvitundarleysi og hjartastoppi en ef þeir vara stutt geta þeir stundum valdið yfirliðakennd eða yfirliði og þess vegna getur yfirlið stundum verið forboði þess að það sé yfirvofandi hjartastopp. Þannig að stundum þarf að skoða það vel og þá sérstaklega vel með línuriti og spyrja um ættarsögu“ Þó segir hann rétt að taka fram að langflest tilvik yfirliða séu af góðkynja orsökum og því sé alls ekki samasemmerki milli þess að fara í yfirlið og fara í hjartastopp. Mikilvægt að bregðast skjótt við Davíð segir að fjöldi einstaklinga sem fari árlega í hjartastopp hérlendis hafi verið nokkuð stöðugur á síðustu árum. Einhver fjölgun hafi þó mælst hjá eldri aldurshópum „Það er fyrst og fremst vegna þess að meðferð hjartasjúkdóma nú til dags er orðin svo öflug að þessir einstaklingar lifa lengur með sinn sjúkdóm. Þannig að hópur þeirra sem hafa alvarlegan hjartasjúkdóm, hjartabilun, alvarlega kransæðasjúkdóm og svo framvegis er að aukast þannig að hlutfallslega eru fleiri einstaklingar sem geta farið í hjartastopp.“ Að sögn Davíðs er mikilvægt að þeir sem verði vitni að hjartastoppi bregðist hratt við og hringi í Neyðarlínuna. Á meðan beðið sé eftir sjúkrabíl skuli framkvæma hjartahnoð og í völdum tilfellum einnig veita öndunaraðstoð. „Ef þetta er gert og það tekur sjúkrabílinn stuttan tíma að koma þá eru miklu meiri líkur á góðri útkomu.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira