Of lítil þátttaka í leghálsskimunum stórt vandamál Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. janúar 2021 08:15 Kristján Oddsson er fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu og leiðir nú þá vinnu að færa skimun yfir til heilsugæslunnar. visir / friðrik Helmingi fleiri konur deyja úr leghálskrabbameini árlega en fyrir tíu árum. Kvensjúkdómalæknir segir þátttöku kvenna í leghálsskimunum vera stórt vandamál. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum er æskileg þátttaka í reglulega skimun fyrir leghálskrabbameini 85 prósent. Þátttakan hér á landi árið 2019 var 67 prósent. „Það hefur í raun leitt af sér að nýgengi krabbameins, það er fjöldi krabbameina á hverju ári, það hefur nánast verið óbreytt síðustu þrjátíu árin en það sem er kannski alvarlegast í þessu síðustu 10-20 árin er að þá hefur dánartíðnin vaxið töluvert,“ segir kvensjúkdómalæknirinn Kristján Oddsson. Kristján segir að leghálskrabbamein sé orðið að lýðheilsuvandamáli hér á landi því nýgengi þess sé tæplega níu á hverjar hundrað þúsund konur. Fjöldi kvenna sem deyi úr leghálskrabbameini árlega hafi aukist um fimmtíu prósent síðustu tíu ár. Þátttaka í brjóstaskimun er einnig lág en hún var 60 prósent í fyrra þegar talið er æskilegt að minnsta kosti 75 prósent kvenna mæti í skimun. „Hún hefur verið undir öllum viðmiðunarmörkum frá því hún hófst 1987 eð 1988. Hún hefur aldrei náð viðunandi mörkum og töluvert fyrir neðan þau. Og ef maður ætlar að ná árangri með skimun og ef maður ætlar að vera með skimun eða bjóða upp á skimun yfir höfuð að þá er aðal þátturinn í því að þátttakan sé góð, að konur mæti og á því hefur verið mikill misbrestur. Af einhverjum orsökum,“ segir Kristján. Líkt og fréttastofa greindi frá í síðustu viku hafa tvö þúsund leghálssýni legið óhreyfð síðan í nóvember. Krabbameinsfélagið hélt þá utan um skimanir en hætti að greina sýnin áður en heilsugæsla tók formlega við boltanum um áramót. Kristján segir sýnin fari í greiningu í þessari viku. Hann segir að ýmislegt hefði betur mátt fara en að lítil árvekni sé helsta skýringin fyrir dræmri þátttöku. „En með árunum og með skimunum sem hefur lækkað dánartíðni um 80-90 prósent frá því hún hófst að þá hefur kannski orðið það að menn hafa kannski orðið fórnarlömb eigin velgengni,“ segir Kristján. „Með því á ég frekar við að þegar sjúkdómurinn verður sjaldgæfur og sjaldgæfari að þá verður árveknin í kringum hann minni.“ Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Holskefla í kortunum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Sjá meira
Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum er æskileg þátttaka í reglulega skimun fyrir leghálskrabbameini 85 prósent. Þátttakan hér á landi árið 2019 var 67 prósent. „Það hefur í raun leitt af sér að nýgengi krabbameins, það er fjöldi krabbameina á hverju ári, það hefur nánast verið óbreytt síðustu þrjátíu árin en það sem er kannski alvarlegast í þessu síðustu 10-20 árin er að þá hefur dánartíðnin vaxið töluvert,“ segir kvensjúkdómalæknirinn Kristján Oddsson. Kristján segir að leghálskrabbamein sé orðið að lýðheilsuvandamáli hér á landi því nýgengi þess sé tæplega níu á hverjar hundrað þúsund konur. Fjöldi kvenna sem deyi úr leghálskrabbameini árlega hafi aukist um fimmtíu prósent síðustu tíu ár. Þátttaka í brjóstaskimun er einnig lág en hún var 60 prósent í fyrra þegar talið er æskilegt að minnsta kosti 75 prósent kvenna mæti í skimun. „Hún hefur verið undir öllum viðmiðunarmörkum frá því hún hófst 1987 eð 1988. Hún hefur aldrei náð viðunandi mörkum og töluvert fyrir neðan þau. Og ef maður ætlar að ná árangri með skimun og ef maður ætlar að vera með skimun eða bjóða upp á skimun yfir höfuð að þá er aðal þátturinn í því að þátttakan sé góð, að konur mæti og á því hefur verið mikill misbrestur. Af einhverjum orsökum,“ segir Kristján. Líkt og fréttastofa greindi frá í síðustu viku hafa tvö þúsund leghálssýni legið óhreyfð síðan í nóvember. Krabbameinsfélagið hélt þá utan um skimanir en hætti að greina sýnin áður en heilsugæsla tók formlega við boltanum um áramót. Kristján segir sýnin fari í greiningu í þessari viku. Hann segir að ýmislegt hefði betur mátt fara en að lítil árvekni sé helsta skýringin fyrir dræmri þátttöku. „En með árunum og með skimunum sem hefur lækkað dánartíðni um 80-90 prósent frá því hún hófst að þá hefur kannski orðið það að menn hafa kannski orðið fórnarlömb eigin velgengni,“ segir Kristján. „Með því á ég frekar við að þegar sjúkdómurinn verður sjaldgæfur og sjaldgæfari að þá verður árveknin í kringum hann minni.“
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Holskefla í kortunum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Sjá meira