Ofbeldi gegn fötluðum svartur blettur á samfélaginu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. janúar 2021 12:23 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir ofbeldi gegn fötluðum svartan blett á íslensku samfélagi. Aðgerðateymi gegn ofbeldi hefur skilað ráðherra úrbóttatillögum í málaflokknum. Í nýlegri skýrslu Ríkislögreglustjóra segir að ætla megi að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi á Íslandi og þá einnig ítrekað og reglulega. Talið er að hópurinn njóti ekki sömu réttinda og aðrir; fatlaðir tilkynni síður brot, því þeir óttast ekki vera ekki trúað og gerendur virðast síður sóttir til saka. Erfitt hefur reynst að draga saman fjölda brota gegn þessum einstaklingum þar sem lögreglukerfið LÖKE bíður ekki upp á að heilsufarsupplýsingar um fötlun séu skráðar. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skipuðu í maí aðgerðarteymi gegn ofbeldi og hefur það nú skilað ráðherrunum úrbótatillögum í þessum málaflokki. Lagt er til að bætt skráning í lögreglukerfið verði skoðuð, þannig að hægt sé að færa til bókar að brotið hafi verið gegn einstaklingi með fötlun. „Það er verið að skoða hvernig megi skrá þetta án þess að brjóta gegn persónuvernd viðkomandi til þess við getum átt betri greiningar á þessum tilkynningum og getum þá gert betur og bætt okkur. Þetta er í skoðun hjá lögreglu og er mikilvægur þáttur í því að bregðast við þessari stöðu,“ segir Áslaug Arna. Tillögurnar verða nú unnar áfram hjá lögreglu og öðrum sem eiga að sjá um fræðslu um málaflokkinn.vísir/Vilhelm Lagt er til að ráðist verði í ýmiss konar fræðsluátök og forvarnarnámskeið. Áslaug segir þetta gríðarlega mikilvægt. „Fyrst og fremst er ljóst að fatlað fólk er ekki að fá sams konar meðferð og aðrir í kerfinu. Það er gríðarlega alvarlegt og svartur blettur á okkar samfélagi. Það eru minni líkur á að þeirra mál fari fyrir dómstóla og kerfið þarf að halda betur utan um þolendur svo að málin þeirra nái fram að ganga. Einn þáttur er að þau tilkynni meira og leiti til lögreglu, þekki þessar leiðir sem við erum með. Þá er fræðsla algjört lykilatriði.“ Fræðslan sé ekki síst mikilvæg innan lögreglunnar. „Þannig að fagfólk öðlist dýpri skilning á sögu fatlaðs fólk og hvernig ofbeldi í lífi fatlaðs fólks birtist stundum með öðruvísi hætti en hjá ófötluðu fólki. En einnig þessi jafningjafræðsla fyrir fólk með fötlun, svo þau þekki þjónustuúrræði sem standa til boða.“ Að sögn ráðherra verða tillögurnar nú unnar áfram bæði hjá lögreglu og þeim sem verður gert að sjá um fræðslu. Lögreglumál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Í nýlegri skýrslu Ríkislögreglustjóra segir að ætla megi að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi á Íslandi og þá einnig ítrekað og reglulega. Talið er að hópurinn njóti ekki sömu réttinda og aðrir; fatlaðir tilkynni síður brot, því þeir óttast ekki vera ekki trúað og gerendur virðast síður sóttir til saka. Erfitt hefur reynst að draga saman fjölda brota gegn þessum einstaklingum þar sem lögreglukerfið LÖKE bíður ekki upp á að heilsufarsupplýsingar um fötlun séu skráðar. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skipuðu í maí aðgerðarteymi gegn ofbeldi og hefur það nú skilað ráðherrunum úrbótatillögum í þessum málaflokki. Lagt er til að bætt skráning í lögreglukerfið verði skoðuð, þannig að hægt sé að færa til bókar að brotið hafi verið gegn einstaklingi með fötlun. „Það er verið að skoða hvernig megi skrá þetta án þess að brjóta gegn persónuvernd viðkomandi til þess við getum átt betri greiningar á þessum tilkynningum og getum þá gert betur og bætt okkur. Þetta er í skoðun hjá lögreglu og er mikilvægur þáttur í því að bregðast við þessari stöðu,“ segir Áslaug Arna. Tillögurnar verða nú unnar áfram hjá lögreglu og öðrum sem eiga að sjá um fræðslu um málaflokkinn.vísir/Vilhelm Lagt er til að ráðist verði í ýmiss konar fræðsluátök og forvarnarnámskeið. Áslaug segir þetta gríðarlega mikilvægt. „Fyrst og fremst er ljóst að fatlað fólk er ekki að fá sams konar meðferð og aðrir í kerfinu. Það er gríðarlega alvarlegt og svartur blettur á okkar samfélagi. Það eru minni líkur á að þeirra mál fari fyrir dómstóla og kerfið þarf að halda betur utan um þolendur svo að málin þeirra nái fram að ganga. Einn þáttur er að þau tilkynni meira og leiti til lögreglu, þekki þessar leiðir sem við erum með. Þá er fræðsla algjört lykilatriði.“ Fræðslan sé ekki síst mikilvæg innan lögreglunnar. „Þannig að fagfólk öðlist dýpri skilning á sögu fatlaðs fólk og hvernig ofbeldi í lífi fatlaðs fólks birtist stundum með öðruvísi hætti en hjá ófötluðu fólki. En einnig þessi jafningjafræðsla fyrir fólk með fötlun, svo þau þekki þjónustuúrræði sem standa til boða.“ Að sögn ráðherra verða tillögurnar nú unnar áfram bæði hjá lögreglu og þeim sem verður gert að sjá um fræðslu.
Lögreglumál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira