Talinn hafa ekið of hratt og ekki gætt að viðvörunarmerkjum Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2021 14:14 Myndin er tekin í norðurátt að vettvangi slyssins. Gul ör sýnir akstursstefnu ökumanns bifhjólsins og blá ör sýnir hvar bifhjólið stöðvaðist utan vegar RNSA Ökumaður bifhjóls sem lést í slysi á Innstrandavegi við Hrófá, suður af Hólmavík, í júní 2019 er talinn hafa ekið of hratt og ekki gætt að viðvörunarmerkjum um einbreiða brú og hættu. Hann hafi misst stjórn á hjólinu við nauðhemlun, fallið af því og kastast á kyrrstæðan bíl. Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa, en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt í dag. Þar segir að bifhjólinu hafi verið ekið yfir blindhæð á milli 112 og 128 kílómetra hraða, og handan hæðarinnar hafi verið þrír kyrrstæðir bílar á veginum í sömu akstursstefnu, þar sem þeir biðu eftir að komast yfir einbreiða brú yfir Hrófá. Í skýrslunni segir að ökumaðurinn hafi nauðhemlað rúma 65 metra en fallið af hjólinu og kastast aftan á aftasta bílinn sem stóð kyrrstæður við brúna. Maðurinn lést á vettvangi, en hjólið hafnaði hægra megin út fyrir veginn. Ökumaðurinn, sem var með hjálm og annan öryggisbúnað, hlaut við áreksturinn alvarlega höfuðáverka og lést á vettvangi. Ekkert fannst við skoðun á hjólinu sem er talið geta skýrst orsök slyssins. Rannsóknarnefndin segir að aðstæður á veginum þar sem slysið var séu varhugaverðar. Erfitt geti verið fyrir vegfarendur þegar þeir komi yfir blindhæðina að ná að stöðva ökutæki í tæka tíð sé umferð stopp við brúna, sökum þess hve stutt er frá blindhæðinni að brúnni. „Í vegstaðli Vegagerðarinnar er lágmarks stöðvunarlengd 147 metrar fyrir veg í dreifbýli sem hefur hámarkshraða 90 km/klst. Í þessu slysi voru þrjú ökutæki kyrrstæð við brúna. Ökumaður bifhjólsins hefur sennilega séð aftasta ökutækið fyrst þegar um 100 metrar voru í það, vegna þess hve langt bifreiðarnar urðu að stöðva frá brúnni.“ Endurbætur á merkingum Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir í skýrslunni þeirri tillögu til veghaldara að framkvæma öryggisúttekt á slysstað og vinna að úrbótum til að bæta umferðaröryggi við brúna og blindhæðina. Í athugasemd, í framhaldi af tillögu um öryggisúttekt, kemur fram að nýverið hafi verið gerðar endurbætur á merkingum við blindhæðina þar sem slysið varð. Þar sé nú kominn leiðbeinandi hámarkshraði, ásamt viðvörun um blindhæð og einbreiða brú. „Að auki eru komin viðvörunarljós við brúna til að vara betur við aðstæðum. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru frekari aðgerðir til skoðunar til að auka öryggi vegfarenda á slysstaðnum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Strandabyggð Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys nærri Hólmavík Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á vettvang. 30. júní 2019 17:28 Nafn mannsins sem lést nærri Hólmavík Maðurinn sem lést af slysförum þann 30. júní sl. á Innstrandarvegi, við Hrófá, skammt frá Hólmavík, hét Guðmundur Hreiðar Guðjónsson. 3. júlí 2019 16:02 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa, en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt í dag. Þar segir að bifhjólinu hafi verið ekið yfir blindhæð á milli 112 og 128 kílómetra hraða, og handan hæðarinnar hafi verið þrír kyrrstæðir bílar á veginum í sömu akstursstefnu, þar sem þeir biðu eftir að komast yfir einbreiða brú yfir Hrófá. Í skýrslunni segir að ökumaðurinn hafi nauðhemlað rúma 65 metra en fallið af hjólinu og kastast aftan á aftasta bílinn sem stóð kyrrstæður við brúna. Maðurinn lést á vettvangi, en hjólið hafnaði hægra megin út fyrir veginn. Ökumaðurinn, sem var með hjálm og annan öryggisbúnað, hlaut við áreksturinn alvarlega höfuðáverka og lést á vettvangi. Ekkert fannst við skoðun á hjólinu sem er talið geta skýrst orsök slyssins. Rannsóknarnefndin segir að aðstæður á veginum þar sem slysið var séu varhugaverðar. Erfitt geti verið fyrir vegfarendur þegar þeir komi yfir blindhæðina að ná að stöðva ökutæki í tæka tíð sé umferð stopp við brúna, sökum þess hve stutt er frá blindhæðinni að brúnni. „Í vegstaðli Vegagerðarinnar er lágmarks stöðvunarlengd 147 metrar fyrir veg í dreifbýli sem hefur hámarkshraða 90 km/klst. Í þessu slysi voru þrjú ökutæki kyrrstæð við brúna. Ökumaður bifhjólsins hefur sennilega séð aftasta ökutækið fyrst þegar um 100 metrar voru í það, vegna þess hve langt bifreiðarnar urðu að stöðva frá brúnni.“ Endurbætur á merkingum Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir í skýrslunni þeirri tillögu til veghaldara að framkvæma öryggisúttekt á slysstað og vinna að úrbótum til að bæta umferðaröryggi við brúna og blindhæðina. Í athugasemd, í framhaldi af tillögu um öryggisúttekt, kemur fram að nýverið hafi verið gerðar endurbætur á merkingum við blindhæðina þar sem slysið varð. Þar sé nú kominn leiðbeinandi hámarkshraði, ásamt viðvörun um blindhæð og einbreiða brú. „Að auki eru komin viðvörunarljós við brúna til að vara betur við aðstæðum. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru frekari aðgerðir til skoðunar til að auka öryggi vegfarenda á slysstaðnum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Strandabyggð Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys nærri Hólmavík Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á vettvang. 30. júní 2019 17:28 Nafn mannsins sem lést nærri Hólmavík Maðurinn sem lést af slysförum þann 30. júní sl. á Innstrandarvegi, við Hrófá, skammt frá Hólmavík, hét Guðmundur Hreiðar Guðjónsson. 3. júlí 2019 16:02 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys nærri Hólmavík Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á vettvang. 30. júní 2019 17:28
Nafn mannsins sem lést nærri Hólmavík Maðurinn sem lést af slysförum þann 30. júní sl. á Innstrandarvegi, við Hrófá, skammt frá Hólmavík, hét Guðmundur Hreiðar Guðjónsson. 3. júlí 2019 16:02