Hækka viðbúnaðarstig og rýma svæði á Siglufirði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. janúar 2021 15:23 Varðskipið Týr er á leiðinni norður til að hægt verði að vera til taks ef þörf krefur. Vísir/Vilhelm Veðurstofa Íslands hefur hækkað viðbúnaðarstig í hættustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi. Ákveðið hefur verið að rýma svæði sem er syðst á Siglufirði og mun lögregla hafa samband við fólkið sem þarf að yfirgefa heimili sín. Í morgun kom í ljós að snjóflóð hefði fallið á skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði með þeim afleiðingum að talsvert tjón hlaust af. Svæðið var mannlaust á þeim tíma. Aðgerðarstjórn hefur verið virkjuð á Akureyri og búið að koma á stöðugum samskiptum við alla hlutaðeigandi aðila til að tryggja upplýsingaflæði. Varðskipið Týr er á leiðinni norður til að vera til taks. Áfram verður fylgst náið með aðstæðum á Tröllaskaga og viðeigandi ráðstafanir gerðar ef á þarf að halda. Íbúar og aðrir sem eru á svæðinu eru beðnir um að fylgjast vel með veðurspá því búast má við talsverðri ofankomu í Tröllaskaga fram yfir helgi. Nokkuð stíf norðlæg átt með snjókomu hefur verið síðan í gærmorgun og talsverð úrkoma mæld á annesjum norðantil. Í gær féll snjóflóð yfir Ólafsfjarðarveg og lokaði honum en í dag sáust talsvert stór snjóflóð úr Ósbrekkufjalli og féll eitt þeirra fram í sjó. Landhelgisgæslan Almannavarnir Fjallabyggð Tengdar fréttir Skíðaskáli Siglfirðinga færðist úr stað í snjóflóði Snjóflóð féll á skíðasvæðinu á Siglufirði, sennilega í morgun. Egill Rögnvaldsson svæðisstjóri skíðasvæðisins segir í samtali við fréttastofu að erfitt sé að átta sig á umfangi flóðsins en mikill skafrenningur er á svæðinu og þurftu menn frá að hverfa. 20. janúar 2021 11:54 Kuldinn bítur í kinnar í stífri norðanáttinni Það verður í grófum dráttum sama veður út vikuna og er hann lagstur í ákveðna norðanátt eins og það er orðað í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 20. janúar 2021 07:05 Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Norðurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Norðurlandi. Nokkur snjóflóð hafa fallið í dag utan þéttbýlis og hefur Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarvegi verið lokað. 19. janúar 2021 21:56 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Í morgun kom í ljós að snjóflóð hefði fallið á skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði með þeim afleiðingum að talsvert tjón hlaust af. Svæðið var mannlaust á þeim tíma. Aðgerðarstjórn hefur verið virkjuð á Akureyri og búið að koma á stöðugum samskiptum við alla hlutaðeigandi aðila til að tryggja upplýsingaflæði. Varðskipið Týr er á leiðinni norður til að vera til taks. Áfram verður fylgst náið með aðstæðum á Tröllaskaga og viðeigandi ráðstafanir gerðar ef á þarf að halda. Íbúar og aðrir sem eru á svæðinu eru beðnir um að fylgjast vel með veðurspá því búast má við talsverðri ofankomu í Tröllaskaga fram yfir helgi. Nokkuð stíf norðlæg átt með snjókomu hefur verið síðan í gærmorgun og talsverð úrkoma mæld á annesjum norðantil. Í gær féll snjóflóð yfir Ólafsfjarðarveg og lokaði honum en í dag sáust talsvert stór snjóflóð úr Ósbrekkufjalli og féll eitt þeirra fram í sjó.
Landhelgisgæslan Almannavarnir Fjallabyggð Tengdar fréttir Skíðaskáli Siglfirðinga færðist úr stað í snjóflóði Snjóflóð féll á skíðasvæðinu á Siglufirði, sennilega í morgun. Egill Rögnvaldsson svæðisstjóri skíðasvæðisins segir í samtali við fréttastofu að erfitt sé að átta sig á umfangi flóðsins en mikill skafrenningur er á svæðinu og þurftu menn frá að hverfa. 20. janúar 2021 11:54 Kuldinn bítur í kinnar í stífri norðanáttinni Það verður í grófum dráttum sama veður út vikuna og er hann lagstur í ákveðna norðanátt eins og það er orðað í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 20. janúar 2021 07:05 Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Norðurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Norðurlandi. Nokkur snjóflóð hafa fallið í dag utan þéttbýlis og hefur Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarvegi verið lokað. 19. janúar 2021 21:56 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Skíðaskáli Siglfirðinga færðist úr stað í snjóflóði Snjóflóð féll á skíðasvæðinu á Siglufirði, sennilega í morgun. Egill Rögnvaldsson svæðisstjóri skíðasvæðisins segir í samtali við fréttastofu að erfitt sé að átta sig á umfangi flóðsins en mikill skafrenningur er á svæðinu og þurftu menn frá að hverfa. 20. janúar 2021 11:54
Kuldinn bítur í kinnar í stífri norðanáttinni Það verður í grófum dráttum sama veður út vikuna og er hann lagstur í ákveðna norðanátt eins og það er orðað í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 20. janúar 2021 07:05
Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Norðurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Norðurlandi. Nokkur snjóflóð hafa fallið í dag utan þéttbýlis og hefur Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarvegi verið lokað. 19. janúar 2021 21:56