Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 21. janúar 2021 11:08 Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta, í gryfjunni í Stúdentakjallaranum en búið er að dæla mesta vatninu út. Vísir/Egill Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. „Þegar ég kom á svæðið þá var búið að dæla mest öllu vatninu út. Samstarfsmaðurinn minn, yfirkokkurinn í Hámu, var kallaður út klukkan eitt í nótt, þá var allt á floti,“ sagði Rebekka í samtali við fréttastofu í morgun. Slökkviliðið var kallað út klukkan eitt í nótt vegna vatnslekans en ljóst þykir að mikið tjón hafi orðið í mörgum byggingum Háskólans austan Suðurgötu. Stór kaldavatnsæð rofnaði í götunni með þessum afleiðingum. „Það má segja að þetta hafi verið svolítið eins og sundlaug gryfjan hérna í Stúdentakjallaranum hjá okkur. En tjónið á eftir að koma í ljós. Vatnstjón getur verið gríðarlega mikið og við erum bara að reyna að bjarga því sem við getum akkúrat núna en endanleg staða mun kannski liggja fyrir síðar,“ sagði Rebekka. Vatnið náði sums staðar að efri dyrakörmum Vatnið náði að minnsta kosti upp að hné í gryfjunni að sögn Rebekku. „En mér skilst að hérna í næstu byggingu hafi vatnið náð hátt upp í efri dyrakarma á sumum stöðum.“ Hún sagði þetta auðvitað mikið áfall. FS hefði haft Hámu og Stúdentakjallarann lokuð meirihluta síðasta árs og svo gerðist þetta. Aðspurð sagði hún ekki ljóst hversu langan tíma hreinsunarstarf tæki. Dagurinn færi að minnsta kosti í það. „Þetta snýst svolítið um það að koma tækjum og tólum í gang. Við erum að reyna að finna út úr því núna hvort allar græjurnar virka.“ Erfitt væri að segja til um hvernig starfsemi verði háttað næstu daga hjá þeim einingum FS þar sem varð tjón í lekanum. „Við þurfum aðeins að reyna að átta okkur á því hvað gerðist og hvaða áhrif þetta hefur. Líka þegar vatn er búið að liggja á, við erum með parket á gólfum og svona. Það er spurning hvaða áhrif það hefur til lengri tíma,“ sagði Rebekka. Skóla - og menntamál Slökkvilið Hagsmunir stúdenta Veitingastaðir Vatnsleki í Háskóla Íslands Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Þegar ég kom á svæðið þá var búið að dæla mest öllu vatninu út. Samstarfsmaðurinn minn, yfirkokkurinn í Hámu, var kallaður út klukkan eitt í nótt, þá var allt á floti,“ sagði Rebekka í samtali við fréttastofu í morgun. Slökkviliðið var kallað út klukkan eitt í nótt vegna vatnslekans en ljóst þykir að mikið tjón hafi orðið í mörgum byggingum Háskólans austan Suðurgötu. Stór kaldavatnsæð rofnaði í götunni með þessum afleiðingum. „Það má segja að þetta hafi verið svolítið eins og sundlaug gryfjan hérna í Stúdentakjallaranum hjá okkur. En tjónið á eftir að koma í ljós. Vatnstjón getur verið gríðarlega mikið og við erum bara að reyna að bjarga því sem við getum akkúrat núna en endanleg staða mun kannski liggja fyrir síðar,“ sagði Rebekka. Vatnið náði sums staðar að efri dyrakörmum Vatnið náði að minnsta kosti upp að hné í gryfjunni að sögn Rebekku. „En mér skilst að hérna í næstu byggingu hafi vatnið náð hátt upp í efri dyrakarma á sumum stöðum.“ Hún sagði þetta auðvitað mikið áfall. FS hefði haft Hámu og Stúdentakjallarann lokuð meirihluta síðasta árs og svo gerðist þetta. Aðspurð sagði hún ekki ljóst hversu langan tíma hreinsunarstarf tæki. Dagurinn færi að minnsta kosti í það. „Þetta snýst svolítið um það að koma tækjum og tólum í gang. Við erum að reyna að finna út úr því núna hvort allar græjurnar virka.“ Erfitt væri að segja til um hvernig starfsemi verði háttað næstu daga hjá þeim einingum FS þar sem varð tjón í lekanum. „Við þurfum aðeins að reyna að átta okkur á því hvað gerðist og hvaða áhrif þetta hefur. Líka þegar vatn er búið að liggja á, við erum með parket á gólfum og svona. Það er spurning hvaða áhrif það hefur til lengri tíma,“ sagði Rebekka.
Skóla - og menntamál Slökkvilið Hagsmunir stúdenta Veitingastaðir Vatnsleki í Háskóla Íslands Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira