Pervertinn sagður hár, grannur og úlpuklæddur í kringum þrítugt Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2021 16:18 Seljaskóli, hvar pervertinn virðist hafa athafnað sig í dag og í gær. Reykjavíkurborg Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú karlmanns sem beraði á sér kynfærin fyrir framan nemendur í Seljaskóla í Breiðholti um hádegisbil í gær. Maðurinn er talinn í kringum þrítugt, hár og grannur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu nú á fimmta tímanum. Þar segir að eftir atvikið í gær hafi önnur tilkynning borist lögreglu í morgun. Í henni hafi einnig verið greint frá „mjög svo óviðeigandi háttsemi karlmanns“ við Seljaskóla. Lögregla telur líklegt að um sama manninn sé að ræða. Í tilkynningu segir að maðurinn sé sagður hár og grannur og í kringum þrítugt. Hann hafi verið klæddur í svartar gallabuxur, úlpu, með svarta húfu og grímu. „Þeir sem búa yfir upplýsingum um málið, eða telja sig vita hvaða maður á í hlut, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu lögreglu. Foreldrar í Seljahverfi skelkaðir Vísir ræddi í dag við Atla Má Gylfason, blaðamann og foreldri barns í Seljaskóla. Hann sagði gersamlega óþolandi að lögregla skuli ekki grípa til aðgerða vegna mannsins. Foreldrar í hverfinu væru skelkaðir, þeim brugðið og börn sem áður hefðu gengið ein í skólann væri ýmist fylgt eða þeim ekið á staðinn. Stjórnendur Seljaskóla upplýstu forráðamenn barna í skólanum um málið í erindi, þar sem fram kom að breyta ætti fyrirkomulagi við frímínútur og grípa ætti til annarra aðgerða jafnframt til að verja börnin gagnvart þessum ágangi. Greint var frá sambærilegu athæfi manns við Seljaskóla árið 2015. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að ekki sé vitað hvort um sama mann sé að ræða. Vísir hefur ekki náð í Magnús Þór Jónsson skólastjóra Seljaskóla vegna málsins nú síðdegis. Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu nú á fimmta tímanum. Þar segir að eftir atvikið í gær hafi önnur tilkynning borist lögreglu í morgun. Í henni hafi einnig verið greint frá „mjög svo óviðeigandi háttsemi karlmanns“ við Seljaskóla. Lögregla telur líklegt að um sama manninn sé að ræða. Í tilkynningu segir að maðurinn sé sagður hár og grannur og í kringum þrítugt. Hann hafi verið klæddur í svartar gallabuxur, úlpu, með svarta húfu og grímu. „Þeir sem búa yfir upplýsingum um málið, eða telja sig vita hvaða maður á í hlut, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu lögreglu. Foreldrar í Seljahverfi skelkaðir Vísir ræddi í dag við Atla Má Gylfason, blaðamann og foreldri barns í Seljaskóla. Hann sagði gersamlega óþolandi að lögregla skuli ekki grípa til aðgerða vegna mannsins. Foreldrar í hverfinu væru skelkaðir, þeim brugðið og börn sem áður hefðu gengið ein í skólann væri ýmist fylgt eða þeim ekið á staðinn. Stjórnendur Seljaskóla upplýstu forráðamenn barna í skólanum um málið í erindi, þar sem fram kom að breyta ætti fyrirkomulagi við frímínútur og grípa ætti til annarra aðgerða jafnframt til að verja börnin gagnvart þessum ágangi. Greint var frá sambærilegu athæfi manns við Seljaskóla árið 2015. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að ekki sé vitað hvort um sama mann sé að ræða. Vísir hefur ekki náð í Magnús Þór Jónsson skólastjóra Seljaskóla vegna málsins nú síðdegis.
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira