„Við máttum ekki alveg við þessu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2021 21:00 Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs HÍ. Vísir/arnar Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að gríðarlegur vatnsleki í skólanum í fyrrinótt sé enn eitt áfallið fyrir nemendur, ofan á erfiðar annir sem undangengnar eru í kórónuveirufaraldrinum. Hreinsunarstarf gekk vel í skólanum í dag. Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands segir í tilkynningu til stúdenta og starfsfólks í dag að skýrari mynd sé að komast á afleiðingar vatnstjónsins. Skrifstofu- og kennslurými á jarðhæð Háskólatorgs og Gimli verði ónothæf næstu mánuði. Þá er vonast til að komið verði á rafmagni og netsambandi í Gimli um helgina. Bóksala stúdenta og Háma á Háskólatorgi opnuðu á ný í dag en ekki er reiknað með að hægt verði að opna Stúdentakjallarann fyrr en á þriðjudag. Isabel Alejandra Díaz forseti Stúdentaráðs segir að það hafi verið mikið áfall að sjá hversu illa útleikið húsnæði skólans er eftir lekann. „En maður var rosalega bjartsýnn fyrir vormisserið, að þetta væri allt að komast í eðlilegt horf eins og maður myndi orða það. Manni líður eins og það sé búið að vera mikil óvissa rosalega lengi út af samfélagsástandinu og mikill rússíbani. Við máttum ekki alveg við þessu. Þannig að þetta er mjög erfitt fyrir HÍ-hjartað,“ segir Isabel. Björgvin Sigmar Stefánsson, verktaki.Vísir/Arnar Björgvin Sigmar Stefánsson, verktaki sem unnið hefur að hreinsunarstarfi í dag, segir verkefnið vandasamt en telur þó að búið sé að ná ágætlega utan um það. „Þetta lítur bara mjög vel út núna á öðrum degi. Þá myndi ég segja að við hefðum náð mjög góðum árangri í því að kortleggja rakann,“ Nú sé mikilvægast að þurrka veggi svo ekki þurfi að rífa þá niður. Af því myndi hljótast mikið rask. En þið hafið séð það svartara en hér? „Jú, jú, við höfum alveg séð það svartara og erum alltaf mjög upplitsdjarfir í þessum verkefnum.“ Vatnsleki í Háskóla Íslands Skóla - og menntamál Reykjavík Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Reyna að koma rafmagni aftur á í dag Hreinsunarstarf og uppbygging heldur áfram í Háskóla Íslands í dag eftir vatnsleka í húsnæði skólans í fyrrinótt. Á meðal verkefna dagsins er að gera við lyftur og koma rafmagni aftur á. Þá var unnt að opna Hámu og Bóksölu stúdenta á ný í morgun - en bið verður á opnun Stúdentakjallarans. 22. janúar 2021 11:32 Sjáðu þegar vatnið fór að flæða inn í Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist vongóður um að tjón vegna mikils vatnsleka í húsakynnum háskólans í vesturbæ Reykjavíkur í nótt verði bætt. Myndband úr öryggismyndavél sýnir upphaf lekans og hvernig vatn flæddi inn í háskólann. 21. janúar 2021 20:12 Miklar breytingar á starfi á Háskólatorgi og Gimli Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að öll kennsla sem fram hafi farið í húsakynnum Háskólatorgs og Gimli verði nú rafræn. Þá verður jarðhæð í Gimli ónothæf næstu mánuði og sama gildi um fyrirlestrarsali á jarðhæð á Háskólatorgi. 21. janúar 2021 14:29 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands segir í tilkynningu til stúdenta og starfsfólks í dag að skýrari mynd sé að komast á afleiðingar vatnstjónsins. Skrifstofu- og kennslurými á jarðhæð Háskólatorgs og Gimli verði ónothæf næstu mánuði. Þá er vonast til að komið verði á rafmagni og netsambandi í Gimli um helgina. Bóksala stúdenta og Háma á Háskólatorgi opnuðu á ný í dag en ekki er reiknað með að hægt verði að opna Stúdentakjallarann fyrr en á þriðjudag. Isabel Alejandra Díaz forseti Stúdentaráðs segir að það hafi verið mikið áfall að sjá hversu illa útleikið húsnæði skólans er eftir lekann. „En maður var rosalega bjartsýnn fyrir vormisserið, að þetta væri allt að komast í eðlilegt horf eins og maður myndi orða það. Manni líður eins og það sé búið að vera mikil óvissa rosalega lengi út af samfélagsástandinu og mikill rússíbani. Við máttum ekki alveg við þessu. Þannig að þetta er mjög erfitt fyrir HÍ-hjartað,“ segir Isabel. Björgvin Sigmar Stefánsson, verktaki.Vísir/Arnar Björgvin Sigmar Stefánsson, verktaki sem unnið hefur að hreinsunarstarfi í dag, segir verkefnið vandasamt en telur þó að búið sé að ná ágætlega utan um það. „Þetta lítur bara mjög vel út núna á öðrum degi. Þá myndi ég segja að við hefðum náð mjög góðum árangri í því að kortleggja rakann,“ Nú sé mikilvægast að þurrka veggi svo ekki þurfi að rífa þá niður. Af því myndi hljótast mikið rask. En þið hafið séð það svartara en hér? „Jú, jú, við höfum alveg séð það svartara og erum alltaf mjög upplitsdjarfir í þessum verkefnum.“
Vatnsleki í Háskóla Íslands Skóla - og menntamál Reykjavík Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Reyna að koma rafmagni aftur á í dag Hreinsunarstarf og uppbygging heldur áfram í Háskóla Íslands í dag eftir vatnsleka í húsnæði skólans í fyrrinótt. Á meðal verkefna dagsins er að gera við lyftur og koma rafmagni aftur á. Þá var unnt að opna Hámu og Bóksölu stúdenta á ný í morgun - en bið verður á opnun Stúdentakjallarans. 22. janúar 2021 11:32 Sjáðu þegar vatnið fór að flæða inn í Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist vongóður um að tjón vegna mikils vatnsleka í húsakynnum háskólans í vesturbæ Reykjavíkur í nótt verði bætt. Myndband úr öryggismyndavél sýnir upphaf lekans og hvernig vatn flæddi inn í háskólann. 21. janúar 2021 20:12 Miklar breytingar á starfi á Háskólatorgi og Gimli Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að öll kennsla sem fram hafi farið í húsakynnum Háskólatorgs og Gimli verði nú rafræn. Þá verður jarðhæð í Gimli ónothæf næstu mánuði og sama gildi um fyrirlestrarsali á jarðhæð á Háskólatorgi. 21. janúar 2021 14:29 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Reyna að koma rafmagni aftur á í dag Hreinsunarstarf og uppbygging heldur áfram í Háskóla Íslands í dag eftir vatnsleka í húsnæði skólans í fyrrinótt. Á meðal verkefna dagsins er að gera við lyftur og koma rafmagni aftur á. Þá var unnt að opna Hámu og Bóksölu stúdenta á ný í morgun - en bið verður á opnun Stúdentakjallarans. 22. janúar 2021 11:32
Sjáðu þegar vatnið fór að flæða inn í Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist vongóður um að tjón vegna mikils vatnsleka í húsakynnum háskólans í vesturbæ Reykjavíkur í nótt verði bætt. Myndband úr öryggismyndavél sýnir upphaf lekans og hvernig vatn flæddi inn í háskólann. 21. janúar 2021 20:12
Miklar breytingar á starfi á Háskólatorgi og Gimli Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að öll kennsla sem fram hafi farið í húsakynnum Háskólatorgs og Gimli verði nú rafræn. Þá verður jarðhæð í Gimli ónothæf næstu mánuði og sama gildi um fyrirlestrarsali á jarðhæð á Háskólatorgi. 21. janúar 2021 14:29