„Við máttum ekki alveg við þessu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2021 21:00 Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs HÍ. Vísir/arnar Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að gríðarlegur vatnsleki í skólanum í fyrrinótt sé enn eitt áfallið fyrir nemendur, ofan á erfiðar annir sem undangengnar eru í kórónuveirufaraldrinum. Hreinsunarstarf gekk vel í skólanum í dag. Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands segir í tilkynningu til stúdenta og starfsfólks í dag að skýrari mynd sé að komast á afleiðingar vatnstjónsins. Skrifstofu- og kennslurými á jarðhæð Háskólatorgs og Gimli verði ónothæf næstu mánuði. Þá er vonast til að komið verði á rafmagni og netsambandi í Gimli um helgina. Bóksala stúdenta og Háma á Háskólatorgi opnuðu á ný í dag en ekki er reiknað með að hægt verði að opna Stúdentakjallarann fyrr en á þriðjudag. Isabel Alejandra Díaz forseti Stúdentaráðs segir að það hafi verið mikið áfall að sjá hversu illa útleikið húsnæði skólans er eftir lekann. „En maður var rosalega bjartsýnn fyrir vormisserið, að þetta væri allt að komast í eðlilegt horf eins og maður myndi orða það. Manni líður eins og það sé búið að vera mikil óvissa rosalega lengi út af samfélagsástandinu og mikill rússíbani. Við máttum ekki alveg við þessu. Þannig að þetta er mjög erfitt fyrir HÍ-hjartað,“ segir Isabel. Björgvin Sigmar Stefánsson, verktaki.Vísir/Arnar Björgvin Sigmar Stefánsson, verktaki sem unnið hefur að hreinsunarstarfi í dag, segir verkefnið vandasamt en telur þó að búið sé að ná ágætlega utan um það. „Þetta lítur bara mjög vel út núna á öðrum degi. Þá myndi ég segja að við hefðum náð mjög góðum árangri í því að kortleggja rakann,“ Nú sé mikilvægast að þurrka veggi svo ekki þurfi að rífa þá niður. Af því myndi hljótast mikið rask. En þið hafið séð það svartara en hér? „Jú, jú, við höfum alveg séð það svartara og erum alltaf mjög upplitsdjarfir í þessum verkefnum.“ Vatnsleki í Háskóla Íslands Skóla - og menntamál Reykjavík Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Reyna að koma rafmagni aftur á í dag Hreinsunarstarf og uppbygging heldur áfram í Háskóla Íslands í dag eftir vatnsleka í húsnæði skólans í fyrrinótt. Á meðal verkefna dagsins er að gera við lyftur og koma rafmagni aftur á. Þá var unnt að opna Hámu og Bóksölu stúdenta á ný í morgun - en bið verður á opnun Stúdentakjallarans. 22. janúar 2021 11:32 Sjáðu þegar vatnið fór að flæða inn í Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist vongóður um að tjón vegna mikils vatnsleka í húsakynnum háskólans í vesturbæ Reykjavíkur í nótt verði bætt. Myndband úr öryggismyndavél sýnir upphaf lekans og hvernig vatn flæddi inn í háskólann. 21. janúar 2021 20:12 Miklar breytingar á starfi á Háskólatorgi og Gimli Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að öll kennsla sem fram hafi farið í húsakynnum Háskólatorgs og Gimli verði nú rafræn. Þá verður jarðhæð í Gimli ónothæf næstu mánuði og sama gildi um fyrirlestrarsali á jarðhæð á Háskólatorgi. 21. janúar 2021 14:29 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands segir í tilkynningu til stúdenta og starfsfólks í dag að skýrari mynd sé að komast á afleiðingar vatnstjónsins. Skrifstofu- og kennslurými á jarðhæð Háskólatorgs og Gimli verði ónothæf næstu mánuði. Þá er vonast til að komið verði á rafmagni og netsambandi í Gimli um helgina. Bóksala stúdenta og Háma á Háskólatorgi opnuðu á ný í dag en ekki er reiknað með að hægt verði að opna Stúdentakjallarann fyrr en á þriðjudag. Isabel Alejandra Díaz forseti Stúdentaráðs segir að það hafi verið mikið áfall að sjá hversu illa útleikið húsnæði skólans er eftir lekann. „En maður var rosalega bjartsýnn fyrir vormisserið, að þetta væri allt að komast í eðlilegt horf eins og maður myndi orða það. Manni líður eins og það sé búið að vera mikil óvissa rosalega lengi út af samfélagsástandinu og mikill rússíbani. Við máttum ekki alveg við þessu. Þannig að þetta er mjög erfitt fyrir HÍ-hjartað,“ segir Isabel. Björgvin Sigmar Stefánsson, verktaki.Vísir/Arnar Björgvin Sigmar Stefánsson, verktaki sem unnið hefur að hreinsunarstarfi í dag, segir verkefnið vandasamt en telur þó að búið sé að ná ágætlega utan um það. „Þetta lítur bara mjög vel út núna á öðrum degi. Þá myndi ég segja að við hefðum náð mjög góðum árangri í því að kortleggja rakann,“ Nú sé mikilvægast að þurrka veggi svo ekki þurfi að rífa þá niður. Af því myndi hljótast mikið rask. En þið hafið séð það svartara en hér? „Jú, jú, við höfum alveg séð það svartara og erum alltaf mjög upplitsdjarfir í þessum verkefnum.“
Vatnsleki í Háskóla Íslands Skóla - og menntamál Reykjavík Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Reyna að koma rafmagni aftur á í dag Hreinsunarstarf og uppbygging heldur áfram í Háskóla Íslands í dag eftir vatnsleka í húsnæði skólans í fyrrinótt. Á meðal verkefna dagsins er að gera við lyftur og koma rafmagni aftur á. Þá var unnt að opna Hámu og Bóksölu stúdenta á ný í morgun - en bið verður á opnun Stúdentakjallarans. 22. janúar 2021 11:32 Sjáðu þegar vatnið fór að flæða inn í Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist vongóður um að tjón vegna mikils vatnsleka í húsakynnum háskólans í vesturbæ Reykjavíkur í nótt verði bætt. Myndband úr öryggismyndavél sýnir upphaf lekans og hvernig vatn flæddi inn í háskólann. 21. janúar 2021 20:12 Miklar breytingar á starfi á Háskólatorgi og Gimli Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að öll kennsla sem fram hafi farið í húsakynnum Háskólatorgs og Gimli verði nú rafræn. Þá verður jarðhæð í Gimli ónothæf næstu mánuði og sama gildi um fyrirlestrarsali á jarðhæð á Háskólatorgi. 21. janúar 2021 14:29 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Reyna að koma rafmagni aftur á í dag Hreinsunarstarf og uppbygging heldur áfram í Háskóla Íslands í dag eftir vatnsleka í húsnæði skólans í fyrrinótt. Á meðal verkefna dagsins er að gera við lyftur og koma rafmagni aftur á. Þá var unnt að opna Hámu og Bóksölu stúdenta á ný í morgun - en bið verður á opnun Stúdentakjallarans. 22. janúar 2021 11:32
Sjáðu þegar vatnið fór að flæða inn í Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist vongóður um að tjón vegna mikils vatnsleka í húsakynnum háskólans í vesturbæ Reykjavíkur í nótt verði bætt. Myndband úr öryggismyndavél sýnir upphaf lekans og hvernig vatn flæddi inn í háskólann. 21. janúar 2021 20:12
Miklar breytingar á starfi á Háskólatorgi og Gimli Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að öll kennsla sem fram hafi farið í húsakynnum Háskólatorgs og Gimli verði nú rafræn. Þá verður jarðhæð í Gimli ónothæf næstu mánuði og sama gildi um fyrirlestrarsali á jarðhæð á Háskólatorgi. 21. janúar 2021 14:29