Ekkert ferðaveður fyrir norðan Samúel Karl Ólason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. janúar 2021 09:31 Fjallvegum hefur verið lokað víða og Öxnadalsheiði var lokað í gærkvöldi. Vegagerðin Akstursskilyrði á norðanverðu landinu eru víða slæm og ekki ferðaveður. Fjallvegir eru ófærir eða lokaðir víða á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi og var Öxnadalsheiðinni til að mynda lokað í gærkvöldi vegna snjóflóða. Á norðanverðu landinu er víða stórhríð og alls ekkert ferðaveður, eins og það er orðað á vef Vegagerðarinnar. Víðast hvar á landinu er vetrarfærð en að mestu er greiðfært með Suðurströndinni. Minnst þrjú snjóflóð féllu á Öxnadalsheiði í gærkvöldi og í nótt og lenti eitt þeirra á nokkrum bílum. Björgunarsveitarmenn þurftu að koma nokkrum ökumönnum til aðstoðar. Eftir að veginum var lokað var nóttin þó nokkuð róleg samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að björgunarsveitir á norðurlandi hafi farið í minnst tólf útköll frá hádegi í gær til miðnættis. Mikið hafi verið um að ökumenn hafi fest bíla sína og keyrt út af. Í tvígang þurfti að aðstoða sjúkrabíla yfir vegi vegna ófærðar. Alls aðstoðuðu björgunarsveitarmenn fólk í 30 bílum og þar af voru fimmtán á Öxnadalsheiði. Holtavörðuheiði hefur verið lokað vegna veðurs. Hjáleið er fær um Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Steingrímsfjarðarheiði er ófær og verður líklega ekki opnuð í dag. Súðavíkurhlíð er sömuleiðis lokuð og Flateyrarvegur. Áfram er spáð sambærilegu veðri í dag. Snjókomu eða él um landið norðan- og austanvert og norðan- og norðaustan 13 til 20 metrum á sekúndu. Í nótt og i fyrramálið mun draga úr vindi. Veginum upp á gönguskíðasvæðið á Seljalandsdal á Ísafirði var lokað í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu og hafa snjóflóð fallið á veginn. Vegurinn upp á Seljalandsdal lokaður. Í gærkveldi var veginum upp á gönguskíðasvæðið á Seljalandsdal lokað af...Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Saturday, 23 January 2021 Veður Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Sjá meira
Á norðanverðu landinu er víða stórhríð og alls ekkert ferðaveður, eins og það er orðað á vef Vegagerðarinnar. Víðast hvar á landinu er vetrarfærð en að mestu er greiðfært með Suðurströndinni. Minnst þrjú snjóflóð féllu á Öxnadalsheiði í gærkvöldi og í nótt og lenti eitt þeirra á nokkrum bílum. Björgunarsveitarmenn þurftu að koma nokkrum ökumönnum til aðstoðar. Eftir að veginum var lokað var nóttin þó nokkuð róleg samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að björgunarsveitir á norðurlandi hafi farið í minnst tólf útköll frá hádegi í gær til miðnættis. Mikið hafi verið um að ökumenn hafi fest bíla sína og keyrt út af. Í tvígang þurfti að aðstoða sjúkrabíla yfir vegi vegna ófærðar. Alls aðstoðuðu björgunarsveitarmenn fólk í 30 bílum og þar af voru fimmtán á Öxnadalsheiði. Holtavörðuheiði hefur verið lokað vegna veðurs. Hjáleið er fær um Bröttubrekku og Laxárdalsheiði. Steingrímsfjarðarheiði er ófær og verður líklega ekki opnuð í dag. Súðavíkurhlíð er sömuleiðis lokuð og Flateyrarvegur. Áfram er spáð sambærilegu veðri í dag. Snjókomu eða él um landið norðan- og austanvert og norðan- og norðaustan 13 til 20 metrum á sekúndu. Í nótt og i fyrramálið mun draga úr vindi. Veginum upp á gönguskíðasvæðið á Seljalandsdal á Ísafirði var lokað í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu og hafa snjóflóð fallið á veginn. Vegurinn upp á Seljalandsdal lokaður. Í gærkveldi var veginum upp á gönguskíðasvæðið á Seljalandsdal lokað af...Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Saturday, 23 January 2021
Veður Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Sjá meira