Fjölgar um einn flokk á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2021 18:51 Það fjölgar um einn flokk á Alþingi samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á fylgi flokkanna. Sósíalistaflokkurinn kæmi nýr inn á þing og flokkarnir yrðu þá alls níu. Maskína gerði könnunina dagana 12. til 20. janúar. Líkt og í síðustu könnunum sést að fylgi stjórnarflokkanna hefur dregist nokkuð saman frá síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með rúmlega 21 prósent fylgi, Vinstri grænir með ríflega þrettán prósent og Framsóknarflokkurinn með 9,5 prósent. Samfylkingin er stærst stjórnarandstöðuflokka með um sautján prósent. Ólíkt niðurstöðu síðustu könnunar Maskínu fyrir Stöð 2 mælist flokkur fólksins nú inni á þingi og það gerir Sósíalistaflokkurinn einnig. Niðurstöður könnunar Maskínu fyrir Stöð 2. Því myndi fjölga um einn flokk á Alþingi. Dósent í stjórnmálafræði telur nær ómögulegt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn eftir næstu kosnignar, og verði myndun þriggja flokka stjórnar erfið. „Við gætum færst nær skandinavíska módelinu, Noregur, Danmörk og Svíþjóð, þar sem er algengara að flokkar bjóði fram saman eða segi: Við munum starfa með þessum og þessum í ríkisstjórn og minnihlutastjórnir eru líka algengari,“ segir Eva H. Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, en hún var gestur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Eva H. Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins útilokar ekki að fara sjálfur í framboð fyrir flokkinn og segir ánægjulegt að samkvæmt henni verði erfitt að mynda ríkisstjórn á hægri vængnum. „Þá nær Sjálstæðisflokkur, Viðreisn og Miðflokkur, og Framsóknarflokkur, ekki meirihluta í þessari könnun,“ sagði Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, í Víglínunni. Könnunin fór fram dagana 12. - 20. janúar og fjöldi svarenda var 1290. Könnunin var send á þjóðhóp Maskínu (e. panel) en hann er valinn með tilviljun úr Þjóðskrá. Gögn eru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Gunnar Smári segir aumt að bjóða far og halda því þá fram að hann heimti undir sig einkaþotu Gunnar Smári Egilsson blaðamaður hefur ritað mikla grein þar sem hann svarar því sem á hann stendur í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 21. janúar 2021 18:01 Náfrændi Hreiðars Más genginn í Sósíalistaflokkinn Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull segir nýfrjálshyggjuna komin að þrotum og hefur gengið til liðs við Sósíalistaflokkinn. 20. janúar 2021 14:26 Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist rúm 24 prósent Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 24,4 prósent, tæplega þremur prósentustigum lægra en við síðustu könnun MMR sem framkvæmd var undir lok nóvember 2020. 11. janúar 2021 14:54 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Maskína gerði könnunina dagana 12. til 20. janúar. Líkt og í síðustu könnunum sést að fylgi stjórnarflokkanna hefur dregist nokkuð saman frá síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með rúmlega 21 prósent fylgi, Vinstri grænir með ríflega þrettán prósent og Framsóknarflokkurinn með 9,5 prósent. Samfylkingin er stærst stjórnarandstöðuflokka með um sautján prósent. Ólíkt niðurstöðu síðustu könnunar Maskínu fyrir Stöð 2 mælist flokkur fólksins nú inni á þingi og það gerir Sósíalistaflokkurinn einnig. Niðurstöður könnunar Maskínu fyrir Stöð 2. Því myndi fjölga um einn flokk á Alþingi. Dósent í stjórnmálafræði telur nær ómögulegt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn eftir næstu kosnignar, og verði myndun þriggja flokka stjórnar erfið. „Við gætum færst nær skandinavíska módelinu, Noregur, Danmörk og Svíþjóð, þar sem er algengara að flokkar bjóði fram saman eða segi: Við munum starfa með þessum og þessum í ríkisstjórn og minnihlutastjórnir eru líka algengari,“ segir Eva H. Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, en hún var gestur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Eva H. Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins útilokar ekki að fara sjálfur í framboð fyrir flokkinn og segir ánægjulegt að samkvæmt henni verði erfitt að mynda ríkisstjórn á hægri vængnum. „Þá nær Sjálstæðisflokkur, Viðreisn og Miðflokkur, og Framsóknarflokkur, ekki meirihluta í þessari könnun,“ sagði Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, í Víglínunni. Könnunin fór fram dagana 12. - 20. janúar og fjöldi svarenda var 1290. Könnunin var send á þjóðhóp Maskínu (e. panel) en hann er valinn með tilviljun úr Þjóðskrá. Gögn eru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Gunnar Smári segir aumt að bjóða far og halda því þá fram að hann heimti undir sig einkaþotu Gunnar Smári Egilsson blaðamaður hefur ritað mikla grein þar sem hann svarar því sem á hann stendur í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 21. janúar 2021 18:01 Náfrændi Hreiðars Más genginn í Sósíalistaflokkinn Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull segir nýfrjálshyggjuna komin að þrotum og hefur gengið til liðs við Sósíalistaflokkinn. 20. janúar 2021 14:26 Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist rúm 24 prósent Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 24,4 prósent, tæplega þremur prósentustigum lægra en við síðustu könnun MMR sem framkvæmd var undir lok nóvember 2020. 11. janúar 2021 14:54 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Gunnar Smári segir aumt að bjóða far og halda því þá fram að hann heimti undir sig einkaþotu Gunnar Smári Egilsson blaðamaður hefur ritað mikla grein þar sem hann svarar því sem á hann stendur í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 21. janúar 2021 18:01
Náfrændi Hreiðars Más genginn í Sósíalistaflokkinn Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull segir nýfrjálshyggjuna komin að þrotum og hefur gengið til liðs við Sósíalistaflokkinn. 20. janúar 2021 14:26
Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist rúm 24 prósent Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 24,4 prósent, tæplega þremur prósentustigum lægra en við síðustu könnun MMR sem framkvæmd var undir lok nóvember 2020. 11. janúar 2021 14:54