Mistök ástæða vatnstjóns í Háskóla Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2021 14:55 Starfsfólk HÍ þurfti að taka á honum stóra sínum eftir lekann. Vísir/Egill Veitur segja að mistök hafi verið gerðar við framkvæmdir á vegum fyrirtækisins við Suðurgötu sem olli því að stofnlögn vatns fór í sundur þannig að vatn flæddi inn í byggingar Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum sem viðurkenna mistök og segjast líta atvikið alvarlegum augum. Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna, segir að verið sé að endurnýja stofnlögnina. Veggur lokahúss, sem styður við stofnlögnina, var rofinn of snemma í verkinu. „Þar sem enn var þrýstingur á lögninni fór hún í sundur á samskeytum með þessum afleiðingum,“ segir Gestur. Það var um eitt leytið aðfaranótt 21. janúar sem Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að vatn flæddi inn í skólann. Ríflega tvö þúsund tonn af vatni flæddu þá um fimm byggingar skólans. Sjötíu og fimm mínútur tók að stöðva rennslið úr lögninni. Um er að ræða niðurstöðu greiningar starfsfólks Veitna á atvikinu. Gestur segir að Veitur séu með frjálsa ábyrgðatryggingu og tryggingarfélagi Veitna hafi verið kynntar bráðabirgðaniðurstöður greininga. Einnig hafi verið fundað með forsvarsfólki Háskóla Íslands og öðrum hagaðilum. Starfsfólk Háskóla Íslands vann hörðum höndum að því að dæla vatni út úr byggingum skólans.Vísir/Egill „Þegar tjón verður og skera þarf úr um bótaábyrgð er það á verksviði tryggingarfélaga, ekki Veitna. Það mat liggur ekki fyrir á þessari stundu. Veitum þykir miður að mistökin hafi valdið þessu tjóni og raskað starfi Háskólans. Fyrirtækið hefur boðið fram aðstoð til að tjónið og truflun á skólastarfi verði sem minnst. Atvikið er litið alvarlegum augum innan Veitna og er þegar hafin rýni á verklagi og samskiptum allra sem að framkvæmdum á vegum fyrirtækisins koma,“ segir Gestur framkvæmdastjóri í tilkynningu. Skólastarf í Háskóla Íslands hefur raskast nokkuð vegna atviksins. Skóla - og menntamál Reykjavík Vatnsleki í Háskóla Íslands Tengdar fréttir Starfsemi getur hafist í Gimli á morgun Ekkert er því til fyrirstöðu að hefja hefðbundna starfsemi í Gimli, byggingu Háskóla Íslands, á nýjan leik á morgun eftir að heilmikið tjón varð á byggingum háskólans af völdum vatnslekans í síðustu viku. 24. janúar 2021 19:13 „Við máttum ekki alveg við þessu“ Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að gríðarlegur vatnsleki í skólanum í fyrrinótt sé enn eitt áfallið fyrir nemendur, ofan á erfiðar annir sem undangengnar eru í kórónuveirufaraldrinum. Hreinsunarstarf gekk vel í skólanum í dag. 22. janúar 2021 21:00 Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. 21. janúar 2021 11:08 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna, segir að verið sé að endurnýja stofnlögnina. Veggur lokahúss, sem styður við stofnlögnina, var rofinn of snemma í verkinu. „Þar sem enn var þrýstingur á lögninni fór hún í sundur á samskeytum með þessum afleiðingum,“ segir Gestur. Það var um eitt leytið aðfaranótt 21. janúar sem Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að vatn flæddi inn í skólann. Ríflega tvö þúsund tonn af vatni flæddu þá um fimm byggingar skólans. Sjötíu og fimm mínútur tók að stöðva rennslið úr lögninni. Um er að ræða niðurstöðu greiningar starfsfólks Veitna á atvikinu. Gestur segir að Veitur séu með frjálsa ábyrgðatryggingu og tryggingarfélagi Veitna hafi verið kynntar bráðabirgðaniðurstöður greininga. Einnig hafi verið fundað með forsvarsfólki Háskóla Íslands og öðrum hagaðilum. Starfsfólk Háskóla Íslands vann hörðum höndum að því að dæla vatni út úr byggingum skólans.Vísir/Egill „Þegar tjón verður og skera þarf úr um bótaábyrgð er það á verksviði tryggingarfélaga, ekki Veitna. Það mat liggur ekki fyrir á þessari stundu. Veitum þykir miður að mistökin hafi valdið þessu tjóni og raskað starfi Háskólans. Fyrirtækið hefur boðið fram aðstoð til að tjónið og truflun á skólastarfi verði sem minnst. Atvikið er litið alvarlegum augum innan Veitna og er þegar hafin rýni á verklagi og samskiptum allra sem að framkvæmdum á vegum fyrirtækisins koma,“ segir Gestur framkvæmdastjóri í tilkynningu. Skólastarf í Háskóla Íslands hefur raskast nokkuð vegna atviksins.
Skóla - og menntamál Reykjavík Vatnsleki í Háskóla Íslands Tengdar fréttir Starfsemi getur hafist í Gimli á morgun Ekkert er því til fyrirstöðu að hefja hefðbundna starfsemi í Gimli, byggingu Háskóla Íslands, á nýjan leik á morgun eftir að heilmikið tjón varð á byggingum háskólans af völdum vatnslekans í síðustu viku. 24. janúar 2021 19:13 „Við máttum ekki alveg við þessu“ Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að gríðarlegur vatnsleki í skólanum í fyrrinótt sé enn eitt áfallið fyrir nemendur, ofan á erfiðar annir sem undangengnar eru í kórónuveirufaraldrinum. Hreinsunarstarf gekk vel í skólanum í dag. 22. janúar 2021 21:00 Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. 21. janúar 2021 11:08 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Starfsemi getur hafist í Gimli á morgun Ekkert er því til fyrirstöðu að hefja hefðbundna starfsemi í Gimli, byggingu Háskóla Íslands, á nýjan leik á morgun eftir að heilmikið tjón varð á byggingum háskólans af völdum vatnslekans í síðustu viku. 24. janúar 2021 19:13
„Við máttum ekki alveg við þessu“ Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að gríðarlegur vatnsleki í skólanum í fyrrinótt sé enn eitt áfallið fyrir nemendur, ofan á erfiðar annir sem undangengnar eru í kórónuveirufaraldrinum. Hreinsunarstarf gekk vel í skólanum í dag. 22. janúar 2021 21:00
Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. 21. janúar 2021 11:08