Útboðsgjald á innfluttar landbúnaðarvörur hækkar um allt að 2.840 prósent Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2021 19:20 Fyrir jól kynntu margar matvöruverslanir lækkað verð á innfluttum kjötvörum frá Evrópusambandinu sem voru með lægra útboðsgjaldi en nú hefur tekið gildi. Stöð 2/Arnar Dæmi eru um að útboðsgjald vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum innan tollakvóta Evrópusambandsins hafi tuttugu og níu faldast eftir að eldri álagning var tekin upp á ný um áramót. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir þessar hækkanir skila sér út í verðlagið bæði á innfluttum og innlendum landbúnaðarvörum. Rétt fyrir jól samþykkti Alþingi frumvarp landbúnaðarráðherra þar sem horfið var frá nýlegum breytingum á gjaldi á innfluttar landbúnaðarvörur innan tollakvóta frá Evrópusambandinu. Nú er kvótunum úthlutað til hæstbjóðenda en ný aðferð á síðasta ári studdist við jafnvægisverð sem lækkaði álögur töluvert. Ólafur Stephensen segir að það hafi verið meðvituð ákvörðun hjá landbúnaðarráðherra að hækka matarverð á Íslandi með breytingum á álögum á tollkvóta.Vísir/Vilhelm Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir niðurstöður fyrsta útboðsins á þessu ári hafa verið kynntar í dag. „Þær sýna náttúrlega að það gengur eftir sem við höfðum áhyggjur af. Því miður hækkar útboðsgjaldið í mörgum tilvikum gríðarlega. Til dæmis um 65 prósent á nautakjötskvóta og115 prósent á lífrænum kjúklingi. Tuttugu og níu faldast á innfluttum hráskinkum og öðru slíku.“ Eða um tvöþúsund áttahundruð og fjörutíu prósent. Grafík/HÞ Ólafur segir þetta leiða til hækkunar á verði innfluttrar landbúnaðarvöru. „Í skjóli þess verður innlend vara líka dýrari. En ég er hræddur um að það hafi allan tímann verið meiningin. Það hafi verið ætlun landbúnaðarráðherrans að hækka hérna matarverð meðvitað,“ segir Ólafur. Landbúnaðarráðherra sagði breytt fyrirkomulag í fyrra hins vegar ekki hafa tryggt lækkun vöruverðs þar sem lækkanir á verði vörunnar í Evrópu hafi ekki skilað sér til neytenda. „Við erum bara alveg ósammála þeirri greiningu. Ég held að skýrsla Alþýðusambandsins til dæmis sem var unnin á matarverði og afleiðingum af tollasamningi við Evrópusambandið og þessari nýju útboðsaðferð hafi einmitt sýnt að þetta skilaði sér,“ segir Ólafur Stephensen. Skattar og tollar Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Neytendur Landbúnaður Tengdar fréttir Meirihluti atvinnuveganefndar bakkar í tollkvótamálinu Meirihluti atvinnuveganefndar hefur fallið frá fyrri tillögu sinni um auknar álögur á tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur frá evrópusambandsríkjunum í þrjú ár og leggur nú til að álögurnar verði auknar um eitt og hálft ár. 18. desember 2020 11:59 Utanríkisráðherra fer fram á endurskoðun tollasamninga við ESB Utanríkisráðherra hefur formlega óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur Íslands og sambandsins um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. Þá hafa Bretar og Íslendingar gert með sér nýjan loftferðasamning sem tryggir flugsamgöngur milli þjóðanna til framtíðar. 17. desember 2020 19:21 Kúabændur segja verðlækkun á innfluttu kjöti ekki hafa skilað sér til neytenda Landsamband kúabænda segir verð á innfluttu kjöti ekki hafa lækkað hér á landi frá því álögur á tollkvóta voru lækkaðar um síðustu áramót þrátt fyrir að meðalverð til innflutningsaðila hafi lækkað. 17. desember 2020 15:43 Sakar þingmenn um að taka sérhagsmuni framyfir hagsmuni neytenda Verð á innfluttum landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum hækka töluvert í verði upp úr áramótum vegna lagabreytinga sem verið er að ganga frá á Alþingi. Fjölmörg samtök leggjast gegn breytingunni en hún er rökstudd með stuðningi við innlendan landbúnað. 16. desember 2020 19:21 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Rétt fyrir jól samþykkti Alþingi frumvarp landbúnaðarráðherra þar sem horfið var frá nýlegum breytingum á gjaldi á innfluttar landbúnaðarvörur innan tollakvóta frá Evrópusambandinu. Nú er kvótunum úthlutað til hæstbjóðenda en ný aðferð á síðasta ári studdist við jafnvægisverð sem lækkaði álögur töluvert. Ólafur Stephensen segir að það hafi verið meðvituð ákvörðun hjá landbúnaðarráðherra að hækka matarverð á Íslandi með breytingum á álögum á tollkvóta.Vísir/Vilhelm Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir niðurstöður fyrsta útboðsins á þessu ári hafa verið kynntar í dag. „Þær sýna náttúrlega að það gengur eftir sem við höfðum áhyggjur af. Því miður hækkar útboðsgjaldið í mörgum tilvikum gríðarlega. Til dæmis um 65 prósent á nautakjötskvóta og115 prósent á lífrænum kjúklingi. Tuttugu og níu faldast á innfluttum hráskinkum og öðru slíku.“ Eða um tvöþúsund áttahundruð og fjörutíu prósent. Grafík/HÞ Ólafur segir þetta leiða til hækkunar á verði innfluttrar landbúnaðarvöru. „Í skjóli þess verður innlend vara líka dýrari. En ég er hræddur um að það hafi allan tímann verið meiningin. Það hafi verið ætlun landbúnaðarráðherrans að hækka hérna matarverð meðvitað,“ segir Ólafur. Landbúnaðarráðherra sagði breytt fyrirkomulag í fyrra hins vegar ekki hafa tryggt lækkun vöruverðs þar sem lækkanir á verði vörunnar í Evrópu hafi ekki skilað sér til neytenda. „Við erum bara alveg ósammála þeirri greiningu. Ég held að skýrsla Alþýðusambandsins til dæmis sem var unnin á matarverði og afleiðingum af tollasamningi við Evrópusambandið og þessari nýju útboðsaðferð hafi einmitt sýnt að þetta skilaði sér,“ segir Ólafur Stephensen.
Skattar og tollar Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Neytendur Landbúnaður Tengdar fréttir Meirihluti atvinnuveganefndar bakkar í tollkvótamálinu Meirihluti atvinnuveganefndar hefur fallið frá fyrri tillögu sinni um auknar álögur á tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur frá evrópusambandsríkjunum í þrjú ár og leggur nú til að álögurnar verði auknar um eitt og hálft ár. 18. desember 2020 11:59 Utanríkisráðherra fer fram á endurskoðun tollasamninga við ESB Utanríkisráðherra hefur formlega óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur Íslands og sambandsins um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. Þá hafa Bretar og Íslendingar gert með sér nýjan loftferðasamning sem tryggir flugsamgöngur milli þjóðanna til framtíðar. 17. desember 2020 19:21 Kúabændur segja verðlækkun á innfluttu kjöti ekki hafa skilað sér til neytenda Landsamband kúabænda segir verð á innfluttu kjöti ekki hafa lækkað hér á landi frá því álögur á tollkvóta voru lækkaðar um síðustu áramót þrátt fyrir að meðalverð til innflutningsaðila hafi lækkað. 17. desember 2020 15:43 Sakar þingmenn um að taka sérhagsmuni framyfir hagsmuni neytenda Verð á innfluttum landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum hækka töluvert í verði upp úr áramótum vegna lagabreytinga sem verið er að ganga frá á Alþingi. Fjölmörg samtök leggjast gegn breytingunni en hún er rökstudd með stuðningi við innlendan landbúnað. 16. desember 2020 19:21 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar bakkar í tollkvótamálinu Meirihluti atvinnuveganefndar hefur fallið frá fyrri tillögu sinni um auknar álögur á tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur frá evrópusambandsríkjunum í þrjú ár og leggur nú til að álögurnar verði auknar um eitt og hálft ár. 18. desember 2020 11:59
Utanríkisráðherra fer fram á endurskoðun tollasamninga við ESB Utanríkisráðherra hefur formlega óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur Íslands og sambandsins um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. Þá hafa Bretar og Íslendingar gert með sér nýjan loftferðasamning sem tryggir flugsamgöngur milli þjóðanna til framtíðar. 17. desember 2020 19:21
Kúabændur segja verðlækkun á innfluttu kjöti ekki hafa skilað sér til neytenda Landsamband kúabænda segir verð á innfluttu kjöti ekki hafa lækkað hér á landi frá því álögur á tollkvóta voru lækkaðar um síðustu áramót þrátt fyrir að meðalverð til innflutningsaðila hafi lækkað. 17. desember 2020 15:43
Sakar þingmenn um að taka sérhagsmuni framyfir hagsmuni neytenda Verð á innfluttum landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum hækka töluvert í verði upp úr áramótum vegna lagabreytinga sem verið er að ganga frá á Alþingi. Fjölmörg samtök leggjast gegn breytingunni en hún er rökstudd með stuðningi við innlendan landbúnað. 16. desember 2020 19:21