Handbolti

Jakob hættir með FH

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jakob hefur sagt upp sem þjálfari FH í Olís deild kvenna.
Jakob hefur sagt upp sem þjálfari FH í Olís deild kvenna. Vísir/Vilhelm

Jakob Lárusson, þjálfari FH í Olís-deild kvenna, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem FH gaf frá sér í kvöld.

Jakob hóf störf hjá FH fyrir síðasta tímabil og kom liðinu upp í Olísdeildina í fyrstu tilraun. Hann hefur nú ákveðið að hætta sem þjálfari liðsins þegar deildin er loks farin af stað á nýjan leik.

„Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að starfa fyrir FH. Ég tel á þessum tímapunkti best fyrir liðið að annar þjálfari klári tímabilið og haldi áfram uppbyggingu liðsins. Ég vil þakka leikmönnum, stjórn, stuðningsmönnum og öllum FH-ingum kærlega fyrir samstarfið og óska þeim alls hins besta,“ segir Jakob í tilkynningu FH.

„Handknattleiksdeild FH þakkar Jakobi góð störf fyrir félagið og óskar honum velfarnaðar í þeim störfum sem hann mun taka sér fyrir hendur í framtíðinni,“ segir að lokum í tilkynningunni.

Næsti leikur FH er gegn ÍBV á laugardaginn kemur, þann 30. janúar. Sem stendur er liðið á botni deildarinnar án sigurs en liðið hefur tapað öllum sex leikjum sínum til þessa.

Nú styttist í fyrsta leik meistaraflokks karla í næstum fjóra mánuði! Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport! Tryggðu...

Posted by FH Handbolti on Sunday, January 24, 2021

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×